Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.2007, Side 6

Freyr - 01.04.2007, Side 6
Fjölbreytt og mikilvæg störf hjá BÍ Hjá Bændasamtökunum starfa tæplega 60 manns víða um landið þó að meginþorrinn sé staðsettur í Bændahöllinni í Reykjavík. Þau eru fjölþætt störfin sem unnin eru hjá sam- tökunum, allt frá matseld og símavörslu til forritunar og hönnunar landbúnaðarbygg- inga. Blaðamaður Freys tók nokkra starfs- menn tali og kynnti sér verksvið þeirra. SÍMAMÆRIN OG SKRIFSTOFUSTÚLKAN Jóhanna Lúðvíksdóttir hefur unnið hjá Bændasamtökunum í 19 ár en hún byrjaði í tölvudeild þar sem hún sá um skráningu í sauðfjár- og nautgriparækt. Síðar breytt- ist vinnufyrirkomulag Jóhönnu þegar hún hóf að vinna hálfan daginn I tölvudeildinni og hálfan dag í skjalasafni þar sem hún sá einnig um vinnuskýrslur starfsfólks. Það var síðan fyrr á árinu sem hún kom alfarið upp af annarri hæðinni, þar sem tölvudeildin er staðsett, og upp á þriðju hæð. Nú heldur hún utan um áskriftir, bóksölu og reikninga svo fátt eitt sé nefnt. „Mér líkar mjög vel hér í Bændahöllinni, síðan bý ég hér nálægt svo það er stutt að fara. Mér finnst gaman þegar bændur og aðrir hringja og gerast til dæmis áskrifendur að Bændablaðinu og spjalla við mig í leiðinni og eru jákvæðir um lífið og tilveruna." Auður Oddgeirsdóttir og Jóhanna Lúðvíksdóttir Þeir sem hringja inn til Bændasamtakanna kannast sennilega flestir við rödd Auðar Oddgeirsdóttur sem stendur vaktina á síma- num og leiðbeinir fólki á rétta staði. Hún hefur unnið í tvö ár hjá Bændasamtökunum en ásamt símavörslunni sér Auður um skrán- ingu á til dæmis mjólkurskýrslum og fjárbók- um. Áður en Auður réð sig hér til starfa vann hún í dömudeildinni í Hagkaupum Smáralind og þar áður starfaði hún sem sjálfstæður atvinnurekandi við ræstingar. Auður segir jafnt og þétt hringt inn til Bændasamtakanna en þó komi stundum álagstímar: „Allir sem eru innan Bændasamtakanna hafa aðgang að fundarsölum hér og oft getur verið mikið álag í kringum fundi. Einnig ef einhver mál- efni tengd Bændasamtökunum eru í frétt- um þá er mikið hringt inn, samanber þegar ákveðið var að meina klámráðstefnufólki aðgang að hótelinu fyrr á árinu. Þá voru margir sem hringdu inn og sögðu sína skoð- un," segir Auður og minnist einnig á að oft geti verið skemmtilegt að lesa fjárbækur því auðlesanlegt sé hversu vænt sauðfjárbænd- um þykir um rollurnar sínar en hér fylgja ein skondin ummæli um kind sem fannst dauð úti í móa sem Auður ritaði hjá sér og heldur upp á: „Afvelta, upp í loft, snéri austur/vestur, útþanin og steindauð (án alls gríns). „ÁNÆGJULEGT AÐ STARFA FYRIR HESTAMENN Hulda G. Geirsdóttir er í hálfu starfi hjá Félagi hrossabænda og Félagi tamninga- manna sem hafa aðstöðu í Norðurálmunni á þriðju hæð. I Félagi tamningamanna eru um 400 félagar en rúmlega 1.200 í Félagi hrossabænda. Innan Félags hrossabænda eru síðan níu aðildarfélög vítt og breitt um landið. Hulda lauk BA-gráðu ( fjölmiðlun og sagnfræði frá Colorado State University í Bandaríkjunum árið 1992 og hefur verið tengd fjölmiðlum síðan en hestabakteríuna fékk hún þegar hún var sex ára gömul. Hulda er öllum hnútum kunnug hjá Félagi Hulda G. Geirsdóttir Hrossabænda því þar vann hún á árunum 1996-2000 en þaðan fór hún til Eiðfaxa þar sem hún ritstýrði erlendri útgáfu Eiðfaxa og sérritum, t.d. um hrossarækt. „Ég er ákaflega ánægð að vera komin heim ef svo má segja. Ég er eini starfsmaður þess- ara félaga og það er allt mögulegt sem kemur inn á borð til min. Hér sinni ég til dæmis almennri skrifstofuvinnu, vinn úr verkefnum fyrir stjórnir og er nokk- urs konar talsmaður félagsins. Mér finnst ótrúlega gaman að starfa fyrir hestamenn, þetta er skemmtilegur hópur. Ég hef kynnst mörgu fólki og landsvæðum og eignast vini í gegnum starfið. Það er gott að vinna í Bændahöllinni, hér er gott fólk og gott og heimilislegt andrúmsloft. BEINGREIÐSLUR, GRIPAGREIÐSLUR OG GÆÐASTÝRINGARÁLAG Á félagssviði starfar Ómar Jónsson viðskipta- fræðingur og sér um beingreiðslur, gripa- greiðslur og gæðastýringarálag til bænda. Hann fluttist yfir til Bændasamtakanna fyrir sex árum frá Framleiðsluráði þar sem hann vann við ýmis verkefni í 20 ár, siðustu árin sem aðalbókari áður en það var aflagt. Ómar Jónsson „Ég hef líka unnið mikið við viðhald og rekstur tölvukerfa i sambandi við skrán- ingu framleiðsluupplýsinga, útreikning beingreiðslna og ég vinn tölfræðilegar samantektir úr þessum kerfum. Við erum núna í þróunarvinnu með Helga Hrafni Halldórssyni tölvunarfræðingi á nýju tölvu- kerfi sem mun taka við af gamla afurða- kerfinu," segir Ómar og bætir því við að í 6 FREYR 2007

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.