Freyr

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Freyr - 01.04.2007, Qupperneq 31

Freyr - 01.04.2007, Qupperneq 31
Tafla 6. Fjöldi eigenda að lögbýlum í ábúð. Ár Einstaklingar Fyrirtæki Sveitarfélög Samtals 2000 5.433 122 61 5.616 2001 5.541 136 61 5.738 2002 5.599 169 57 5.825 2003 5.546 196 55 5.797 2004 5.607 228 51 5.886 2005 5.678 266 50 5.994 2006 5.717 316 43 6.076 í flokknum „annað" eru bú með svín, ali- fugla og loðdýr en hvorki sauðfé eða kýr. Niðurstaðan var sú að árið 2000 voru 3.079 lögbýli þar sem framleiðsla búfjár- afurða, þ.m.t. hrossarækt, var stunduð. Árið 2006 voru þau 2.693 og hafði því fækkað um 386 eða 12,5%. Hrossabúum fjölgaði þó umtalsvert eða um 116, á meðan lögbýlum með aðra búfjárrækt fækkaði alls um 502. (Töflur 3-4). Tafla 7. Fjöldi eigenda að lögbýlum í framleiðslu. Ár Elnstaklingar Fyrirtaeki Sveitarfélög Heildarfjöldi 2000 4.187 67 42 4.296 2001 4.105 68 44 4.217 2002 4.102 86 38 4.226 2003 3.981 104 36 4.121 2004 3.966 122 31 4.119 2005 3.965 137 28 4.130 2006 3.930 171 25 4.126 Tafla 8. Fjöldi jarða í búfjárframleiðslu þar sem ábúandi er meðal eigenda. Ár Fjöldi lögbýla Þar af ábúandi meðal eigenda 2000 3.079 2.340 2001 2.950 2.236 2002 2.881 2.191 2003 2.787 2.108 2004 2.753 2.050 2005 2.724 2.017 2006 2.693 1.977 Tafla 9. Fjöldi jarða í ábúð þar sem ábúandi er meðal eigenda. Ár Fjöldi lögbýla í ábúð Ábúandi meðal eigenda Hlutfall 2000 4.284 3.282 76,6% 2001 4.273 3.235 75,7% 2002 4.246 3.217 75,8% 2003 4.205 3.111 74,0% 2004 4.220 2.995 71,0% 2005 4.251 2.967 69,8% 2006 4.257 2.920 68,6% FJÖLDI EIGENDA AÐ LÖGBÝLUM Skoðað var hve margir, einstaklingar, lög- aðilar og sveitarfélög, væru skráðir eig- endur að lögbýli, einn eða ásamt fleirum. Árið 2006 áttu 10.085 aðilar hlut í lögbýli og hafði þeim fjölgað um 1.086 frá árinu 2000. Þar af hafði einstaklingum fjölgað úr 8.660 í 9.484 eða um 9,5%. Þeir skiptast þannig að 59,3% eru karlar en 40,7% konur. Lögaðilum hafði fjölgað úr 248 í 544 eða um 119%. Frá og með árinu 2002 var unnt að flytja eignir inn í einkahlutafélag án þess að skattskylda skapaðist vegna söluhagn- aðar. Eitthvað er um að bændur hafi nýtt sér þetta, einkum við kynslóðaskipti. Þetta var þó ekki kannað sérstaklega en kann að skýra hluta af þeirri fjölgun sem um ræðir á fjölgun lögaðila meðal eigenda lögbýla. Sveitarfélögum sem eiga jarðir fækkaði úr 91 í 67 á tímabili en hafa ber í huga að sveitarfélögum hefur fækkað verulega á þessu tímabili vegna sameiningar. Einnig var eignarhald á lögbýlum í ábúð og í framleiðslu skoðað og má greina þar sömu þróun. (Töflur 5-7). Sala ríkisjarða telst hins vegar með þegar umfang viðskipta með jarðir er metið. ÁBÚÐ Á LÖGBÝLUM Milli 1980 og 1990 fækkaði lögbýlum í ábúð um 249 eða tæplega 25 á ári. Frá 1990 til 2000 fækkaði lögbýlum í ábúð hins vegar rösklega tvöfalt meira, um 470 eða nærri 47 á ári. Enginn vafi er á að skipu- lagðar aðgerðir við að draga úr framleiðslu búvara, einkum kindakjöts í upphafi tíunda áratugarins, eigi drjúgan hlut að máli. Frá 2000 til 2006 fækkaði lögbýlum í ábúð hins vegar aðeins um 27. Síðan 2003 hefur lögbýlum í ábúð þó fjölgað um 52. Rétt er að taka fram að nýskráningum í jarðaskrá fjölgaði umtalsvert á sama tíma. Fré 1995 til 2000 voru nýskráningar 53 en frá 2001 til 2006 voru þær 139. (Tafla 1). Frá 2001 til 2006 fækkaði lögbýl- um í ábúð í öllum landshlutum nema á Suðurlandi. Á Norðurlandi vestra breytt- ist fjöldi lögbýla í ábúð einnig lítið. Rétt er að hafa í huga fyrrnefnda fjölgun lögbýla vegna nýskráningar. (Tafla 2). LÖGBÝLI í BÚFJÁRFRAMLEIÐSLU EFTIR BÚGREINUM. Til frekari glöggvunar voru lögbýli í búfjár- framleiðslu flokkuð eftir þvf hvaða búfé eða búgrein var ráðandi. Framleiðsla sauð- fjár- og kúabúa var umreiknuð í ærgildi þannig að eitt ærgildi mjólkur samsvarar 174 lítrum og eitt ærgildi í sauðfé jafngildir 18,2 kg (kjöts) í annaðhvort mjólkur- eða kindakjötsframleiðslu. Til blandaðra búa teljast bú með meira en 20% af framleiðslunni (umreiknað í ærgildi) í annaðhvort kindakjöts- eða mjólkurfram- leiðslu. Hreint kúabú er þá með 80% eða meira af framleiðslunni í mjólk og tilsvar- andi fyrir sauðfjárbú. Önnur bú eru flokk- uð eftir búfé. Bú með meira en 20 hross og ekkert annað búfé teljast hrossabú en TENGSL EIGNARHALDS OG ÁBÚÐAR Skoðað var hvaða breytingar hafa orðið á eignarhaldi ábúenda á lögbýlum sem þeir sitja. Nokkuð hefur dregið úr að ábúandi sé meðal eigenda, bæði að lögbýlum í fram- leiðslu og allra lögbýla í ábúð. Hluti af skýr- ingunni er að stofnuð eru einkahlutafélög um eignarhald á lögbýlum en ekki var reynt að rekja hve stór hluti þessarar breytingar ætti sér þann uppruna. (Töflur 8-9). ER „JARÐASÖFNUN" RAUNVERULEG? Eins og fyrr segir er ríkið stærsti einstaki jarðeigandi landsins. Samkvæmt Jarðaskrá voru 471 lögbýli í eigu þess árið 2006, þar af 302 í ábúð. Um 85% aðila sem eiga lögbýli, einir eða ásamt fleirum, eiga aðeins í einu lögbýli. Það hlutfall hefur haldist svipað á tímabilinu sem skoðað var. Um 11% eiga í tveimur lögbýlum og tæp 2% í þremur lögbýlum. Árið 2000 áttu 0,65% í fjórum eða fleiri lögbýlum en 0,78% árið FREYR 2007

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.