Freyr - 01.04.2007, Qupperneq 12
BÚNAÐARÞING
Búnaðarþing 2007
Úr fundargerð fyrsta fundar
Búnaðarþing var sett sunnudag-
inn 4. mars 2007. Setningarfundur
fór fram í Súlnasal Hótel Sögu í
Bændahöllinni en yfirskrift setning-
arinnar var „Sveit og borg - saman
í starfi", Haraldur Benediktsson,
formaður Bændasamtaka íslands,
setti þingið og hélt ræðu. Að lokinni
ræðu landbúnaðarráðherra Guðna
Ágústssonar frestaði formaður 1.
þingfundi til morguns.
Fyrsta fundi búnaðarþings 2007 var fram
haldið í Súlnasal Hótel Sögu mánudaginn
5. mars.
( upphafi þingfundar minntist formað-
ur látinna félaga, þeirra Skúla Ögmundar
Kristjánssonar á Svignaskarði, Sigurbjörns
Stefánssonar á Nesjum, Þorkels Bjarnasonar
fyrrv. hrossaræktarráðunauts og Sigurðar
Lárussonar á Gilsá.
Kosning embættismanna þingsins
a. Forseti.
Tillaga kom fram um Aðalsteinn Jónson
sem forseta þingsins. Aðrar tillögur
komu ekki fram og var hann því rétt
kjörinn þingforseti.
b. 1. og 2. varaforseti.
Tillaga kom fram um Svönu
Halldórsdóttur sem 1. varaforseta og
Bjarna Ásgeirsson sem 2. varaforseta.
Aðrar tillögur komu ekki fram og þau
því rétt kjörin í þesari röð sem varafor-
setar þingsins.
c. Skrifarar.
Kosningu hlutu Kristín Linda Jónsdóttir
og Sigurbjartur Pálsson.
Skrifstofustjóri búnaðarþings var Magnús
Sigsteinsson og ritarar gjörðabókar þau
Erna Bjarnadóttir og Hallgrímur Sveinn
Sveinsson.
Kosning kjörbréfanefndar
Samkvæmt þingsköpum hafði stjórn B( áður
skipað þau Önnu Bryndísi Tryggvadóttur,
Þórólf Sveinsson og Örn Bergsson til að
starfa í kjörbréfanefnd. Afgreiðslu kjörbréfa
var síðan frestað.
Þingforseti kynnti síðan dagskrá þings-
ins og fór yfir reglur um stjórnarkjör sam-
kvæmt þingsköpum búnaðarþings.
Að svo búnu flutti Haraldur Benediktsson
skýrslu stjórnar og Sigurgeir Þorgeirsson,
framkvæmdastjóri, flutti skýrslu um fram-
vindu mála frá Búnaðarþingi 2006.
Eftir skýrslur þeirra kynntu Þorsteinn
G. Gunnarsson frá KOM og Páll Ásgeir
Guðmundsson frá Capacent niðurstöð-
ur skoðanakönnunar sem unnin var fyrir
Bændasamtökin og var ætlað að kasta Ijósi
á þá hópa sem þyrfti að höfða til í kynning-
ar- og ímyndarmálum.
Afgreiðsla kjörbréfa.
Örn Bergsson, formaður kjörbréfanefnd-
ar, gerði grein fyrir áliti kjörbréfanefndar
sem lagði fram svohljóðandi bókun:
"Kjörbréfanefnd hefur farið yfir kjör-
bréf þeirra 49 fulltrúa sem kjörnir hafa
verið til setu á búnaðarþingi 2007-2009.
Nefndin leggur til að kjörbréfin verði
samþykkt og þeir fulltrúar sem þar eru
tilgreindir teljist rétt kjörnir fulltrúar á
Búnaðarþingi 2007.
Jafnframt leggur kjörbréfanefnd til að
ákvæði 3. greinar samþykkta BÍ verði
endurskoðuð og gerð skýrari. Þessari end-
urskoðun þarf að Ijúka á Búnaðarþingi
2008 þar sem undirbúningur að kosning-
um hefst í ársbyrjun 2009.
Allir aðalfundarfulltrúar eru mættir eða
munu mæta, nema Helga Jónsdóttir. (
hennar stað kemur Ágúst Rúnarsson."
Tiilaga lá fyrir þinginu um skipan starfs-
nefnda og var hún samþykkt óbreytt.
Fundarstjóri gerði grein fyrir málaskrá
Búnaðarþings en fyrir þinginu lágu 35
mél. Málum var síðan vísað til nefnda.
Starfsnefndir á Búnaðarþingi 2007
Tillaga framkvæmdastjóra BÍ
um vísan mála til nefnda var
samþykkt samhljóða.
Samkvæmt tillögu sem fram
kom voru fastanefndir kjörnar
þannig og þeim ákveðnir
aðstoðarmenn.
Allsherjarnefnd
Baldvin Kr. Baldvinsson
Bjarni Ásgeirsson
Jóhann Már Jóhannsson
Marteinn Njálsson
Sigríður Bragadóttir
Sveinn Ingvarsson
Þórhallur Bjarnason
Aðstoðarmaður: Árni Snæbjörnsson
Búfjárræktar- og fagráðanefnd
Anna Bryndís Tryggvadóttir
Ágúst Rúnarsson
Árni Kristjánsson
Kristín Linda Jónsdóttir
Sigurður Loftsson
Sigurgeir Hreinsson
Svana Halldórsdóttir
Aðstoðarmaður: Ólafur R. Dýrmundsson
Félagsmálanefnd
Birna Þorsteinsdóttir
Egill Sigurðsson
Einar Ófeigur Björnsson
Guðmundur Davíðsson
Jón Benediktsson
Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson
Örn Bergsson
Aðstoðarmaður: Jóhann Ólafsson
Fjárhagsnefnd
Arnar Bjarni Eiríksson
Fanney Ólöf Lárusdóttir
Gísli Grímsson
Guðmundur Grétar Guðmundsson
Þorsteinn Kristjánsson
Aðstoðarmaður: Gylfi Þór Orrason
Framleiðslu- og markaðsnefnd
Guðbjörg Jónsdóttir
Guðrún Stefánsdóttir
Gunnar Jónsson
Jón Magnús Jónsson
Jóhann Ragnarsson
Jóhannes Eggertsson
Jón Gíslason
Aðstoðarmaður: Sigurður Eiríksson
Kjaranefnd
Eva Dögg Þorsteinsdóttir
Guðný H. Jakobsdóttir
Jóhannes Sigfússon
Karl Kristjánsson
Rögnvaldur Ólafsson
Sigurbjartur Pálsson
Þórólfur Sveinsson
Aðstoðarmaður: Árni Jósteinsson
Umhverfis- og jarðræktarnefnd
Edda Björnsdóttir
Guðni Einarsson
Gunnar Þorgeirsson
Jón Benediktsson
Jónas Helgason
Nanna Jónsdóttir
Sveinbjörn Þ. Sigurðsson
Sædís Guðlaugsdóttir
Aðstoðarmaður: Borgar Páll Bragason
12
FREYR 2007