Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2007, Síða 19

Freyr - 01.04.2007, Síða 19
BUNAÐARÞING Þorsteinn Kristjánsson og Gylfi Þór Orrason. Arnar Bjarni Eiríksson, Haraldur Benediktsson og Sigurgeir Þorgeirsson. inum að viðhalda þessari ímynd. Eitt verk- efnið í þessari kynningu voru heimsóknir til þingflokka. Mjög fáir í þeirri sveit eigi bein tengsl við bændur og sveitirnar. í heimsókn til Samfylkingarinnar taldi hann vel hafa komið í Ijós að þingmenn þar vissu ótrúlega lítið um rekstrarumhverfi landbún- aðar. Hann ræddi síðan mál nr. 8, bótarétt vegna framkvæmda í almannaþágu. f þjóðfélaginu í dag er mjög breytt afstaða til þess hve langt eigi að ganga í þessum efnum. Þrjár stórar virkjanir eru nú t.d. áformaðar í neðri hluta Þjórsár. Bændur hafa m.a. áhyggjur af að vatnsstaða í neðri hluta sveitanna muni hækka. Við eigum að nýta okkur almenningsálitið til að gera sem harðastar kröfur til bóta. Þarna eigi ekki að þiggja eina greiðslu heldur gera samning um árlegar greiðslur. Þá þurfum við að vera vakandi fyrir að finna leiðir til að viðhalda jákvæðri ímynd. Hann tók undir með Birnu Þorsteinsdóttur um að endurvekja verkefn- ið "Bændur bjóða heim". Þegar árangur starfs á búnaðarþingi er skoðaður veld- ur áhyggjum að mörg mál koma aftur og aftur til þings. Hvað veldur? Málin eru mis- munandi en mál eins og þjóðlendumálin er ekki hægt að annað en að taka fyrir meðan núverandi landrán stendur yfir. Svo lítur út, miðað við ummæli alþingismanna, að það sé einhver annar en þeir sem ræður í þessu landi. Sveinn situr sem fulltrúi stjórnar BÍ í stjórn Framleiðnisjóðs. Staða sjóðsins hefur breyst eftir að 80 aura gjald á hráefni var afnumið. Hann sagði frá námskeiðum á vegum sjóðsins í samstarfi við Impru. ANNA BRYNDÍS TRYGGVA- DÓTTIR ræddi þá útkomu úr skoð- anakönnuninni að yngra fólk virtist hafa minna álit á íslenskum landbúnaði en það eldra. Fólki fækkar f sveitum og húsmæðra- skólar hafa verið aflagðir. Húsmæður hafa haldið uppi sveitum og kennt fólki mat- argerð og hefðir. Þessi þekking er að týnast og yngra fólkið hefur þar af leiðandi minni þekkingu á íslenskum mat. Hún taldi rétt að skoða hvort ekki þurfa að gera átak í að varðveita matargerðarhefðir í sveitum. Til að einhver vilji kaupa afurðir okkar þurfa þeir að kunna að nota hráefnið. Hún sagð- ist líka velta fyrir sér af því hve fáir læra þetta nú af mæðrum sínum og hvort þessa fræðslu vanti ekki inn í bændaskólana. NANNA JÓNSDÓTTIR þakk- aði ánægjulega setningarathöfn og góðar ræður á henni. Hún gerði varð- veislu lands og skógrækt að umtalsefni og tók undir með að passa þyrfti að tún yrðu áfram nýtanleg sem tún. Henni fannst skógrækt hafa farið svolitlu offari og skipu- lag vanta. Ferðamenn sækjast eftir útsýni og víðsýni. Skógrækt, t.d. á Suðurlandi, er farin að girða vegi af með trjám, þessu hafa ferðamenn sem til hennar koma, orð á. Mun meira skipulag þurfi í þessum efnum. Framkvæmdir i náttúrlegum skógi þurfa að fara í umhverfismat en planta má hvar sem er. Varðandi gjöld og álögur, s.s. bankakostnað, heilbrigðisgjald o.fl., þarf að gera kröfur um að þau hækki ekki látlaust á sama tíma og gerðar eru kröfur um lækk- un kostnaðar. Upprunamerkingu matvæla taldi hún mikilvægt mál. SIGURGEIR ÞORGEIRSSON ræddi spurningar þingfulltrúa og tók fyrst fyrir hæstarréttarmál gegn olíufélög- unum. Málið hefði verið skoðað með LÍÚ og neytendasamtökum á sínum tíma. Falli dómur hæstaréttar einstaklingnum í vil kemur til álita að koma bændum til stuðn- ings í þessu. Varðandi markmiðstengdar búrekstraráætlanir sagði hann rétt að féð hefur ekki gengið út en reglum hefur þó verið breytt og slakað á kröfum. Hins vegar sé spurning hvort þessi verkefnaflokkur eigi rétt á sér með jafn mikið fé og nú er varið til hans. Áhugi fyrir alvöru áætlanagerð sé takmarkaður og þetta sé forsjárhyggja að ýta mönnum út í þetta. Við endurskoðun búnaðarlagasamnings hlýtur að koma til skoðunar að leita leiða til að nota þetta fé betur. Fullur vilji er til að setja mikinn kraft í for- ritunarmál nautgriparæktarinnar og koma í það form að samskipti verði greið í báðar áttir. M.a. verður skoðað hvort nýlegt danskt kerfi megi nota hér. Fjármagn til þessa verkefnis er til í þróunarsjóði og ætti því ekki að hamla vinnsluhraða. Öll fundagögn sem til voru fyrir þingið voru þá send út. Reikningar hafa venjulega verið kláraðir rétt fyrir búnaðarþingsbyrjun. Hægt væri að senda bráðabirgðareiknings- yfirlit út fyrr, með fyrirvara. HARALDUR BENEDIKTSSON, bauð nýja búnaðarþingsfulltrúa sérstaklega velkomna til starfa og þakk- aði góðar umræður. Hann ræddi stöðu Iffrænnar framleiðslu og lýsti sig sammála sjónarmiðum Guðna Einarssonar. Hann sagði sér þykja vænt um þakkir fyrir góð störf í matvælaverðsumræðu en allt starfs- fólk BÍ vinnur að þessu verki. Þá sagði hann frá að hann hefði verið í útvarpsviðtali fyrr um daginn þar sem niðurstöðum skoð- anakönnunar var snúið upp í að bændur hefðu þá ekkert að óttast í umræðu um innflutning. Niðurstöðurnar væru líka veg- vísir að því hvernig þarf að vinna að þessu áfram. Þar þurfa allir að leggjast á eitt. Enn er eftir að halda nokkra fundi í fundaferð B( og fullur vilji til að Ijúka henni. En hvað er hægt að gera í framtíðinni. Er hægt að sýna neytendum betur hver hlutur bænda er í útsöluverði búvara. Það að tryggja framtíð landbúnaðar er sameiginlegt verk- efni okkar, því lýkur aldrei en verður að vinna áfram skref fyrir skref. FREYR 2007 19

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.