Freyr - 01.04.2007, Qupperneq 8
VIÐURKENNINGAR
Landbúnaðar-
verðlaunin 2007
„í ellefta sinn verða hér nú veitt landbúnaðarverð-
laun við setningu Búnaðarþings, með það að mark-
miði að vekja athygli á því sem vel er gert í búskap,
ræktun lands og góðri umhirðu, ræktun mannlífs
í sveitum og varðveislu menningar og menning-
ararfs sveitanna. Og ekki síður til að vekja athygli á
frumkvæði og nýjum hlutum, sem verða mega til að
efla atvinnulíf og samfélag byggðanna þó ekki telj-
ist til landbúnaðar í þrengsta skilningi." Svo komst
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra að orði við
upphaf afhendingar landbúnaðarverðlaunanna á
Búnaðarþingi 2007. Þetta var í áttunda sinn sem
Guðni veitti verðlaunin en hann sagðist vonast til
þess að hefð væri komin á þessa verðlaunaveitingu
og að þar yrði ekki breyting á þótt ráðherrar kæmu
og færu. Ráðherra benti jafnframt á að þeir sem
hljóta verðlaun hverju sinni eru valdir sem góðir full-
trúar bænda. Þeir eru verðugir þessarar viðurkenning-
ar en hún er einnig hugsuð öðrum til hvatningar. Hér
á eftir fara ummæli ráðherra við afhendinguna.
SYÐRA-SKÖRÐUGIL
Árið 1974 fluttu hjónin Einar Eylert Glslason
og Ásdfs Sigrún Sigurjónsdóttir að Syðra-
Skörðugili í Skagafirði og tóku við búskap af
foreldrum Ásdísar, þeim Sigrúnu Júlíusdóttur
og Sigurjóni Jónassyni eða Dúdda á
Skörðugili eins og hann var jafnan kallaður.
Þar gerðist Einar héraðsráðunautur í hrossa-
og sauðfjárrækt. Um daglegan rekstur bús-
ins að Syðra-Skörðugili, sem samanstendur
af sauðfjár-, hrossa- og loðdýrarækt, sá
Ásdís ásamt sonum þeirra hjóna sem allir
hafa menntað sig til landbúnaðarstarfa og
hafa valið sér störf í samræmi við það.
Þann 1. janúar árið 2000 urðu aftur kyn-
slóðaskipti á Skörðugili en þá hættu Ásdís
og Einar búskap en skiptu jörðinni milli
tveggja eldri bræðranna. Við sauðfjár- og
hrossarækt tóku Elvar Eylert Einarsson og
kona hans, Sigríður Fjóla Viktorsdóttir, en
við rekstri loðdýrabúsins tók Einar Eðvald
Einarsson og Sólborg Una Pálsdóttir. Þriðji
sonurinn, Eyþór Einarsson býr á Skörðugili
ásamt unnustu sinni, Þórdísi Sigurðardóttur,
og er nú ráðunautur í sauðfjár- og hrossa-
rækt i Skagafirði. Yngsti sonurinn, Sigurjón
Pálmi, er f dýralæknanámi erlendis.
Ekki er þar með sagt að Einar eldri hafi
hætt að vinna við búskap. Hann hefur séð
um mest alla daglega hirðingu á minka-
búinu ásamt því að hafa hönd í bagga með
sauðfjárræktuninni. ( gegnum tíðina hefur
árangur f búfjárrækt á Skörðugili verið í
fremstu röð á landsvísu.
Mikil þátttaka í félagslífi hefur einnig
verið einkennandi fyrir þá sem á Syðra-
Skörðugili búa og hefur Einar eldri verið
þar mjög virkur. Hann var frumkvöðull að
stofnun Félags sauðfjárbænda og var um
tíma formaður bæði í Félagi hrossabænda
og Sambandi íslenskra loðdýrabænda. En
nú hafa synirnir tekið við og haslað sér völl
í hinum ýmsu félagsmálum bændastétt-
arinnar.
Ásdís hefur einnig setið í ýmsum nefnd-
um og ráðum í sveitarfélaginu og verið
formaður Kvenfélags Seyluhrepps til
margra ára. Eftir að Einar hætti sem ráðu-
nautur í Skagafirði og fór að vera heima á
búinu hefur Ásdls starfað sem kennari við
Grunnskólann IVarmahlíð.
Gestagangur hefur alltaf verið mikill á
Syðra-Skörðugili og hefur heimilið tekið á
móti mörgum hópum, bæði innlendum og
erlendum, á hverju ári sem og einstakling-
um sem hafa haft löngun til að kynna sér
búfjárrækt.
Fyrir myndarbúskap, dugnað og metnað
fyrir íslenskum landbúnaði og íslenskum
sveitum er Syðra-Skörðugili veitt landbún-
aðarverðlaunin 2007.
STAKKHAMAR
Á Stakkhamri á Snæfellsnesi hefur um langt
árabil verið rekinn blandaður búskapur og
þá fyrst og fremst kúabúskapur, ásamt
hlunnindum s.s. selveiði á árum áður, dún-
tekju og laxveiði. Árið 1961 hófu hjónin
Ásta Bjarnadóttir og Bjarni Alexandersson
búskap sinn þar í félagi við foreldra Bjarna
sem þar höfðu búið frá 1943. I stað nútíma
tölvuvæddra fóðurkerfa náðu þau Ásta og
Bjarni góðum afurðum með takmarkaðri
kjarnfóðurnotkun en fóru f fjósið oft á dag
og bættu við heyi og kjarnfóðri þannig
að gjöfin dreifðist vel yfir sólarhringinn.
Við þessum auði tóku dóttir þeirra og
tengdasonur, Laufey Bjarnadóttir og Þröstur
Aðalbjarnarson, í júní 2003.
Ungu hjónin höfðu bæði haft
áhuga á búskap. Þröstur er alinn upp
í kringum lagðprúðar kindur í Norður-
Þingeyjarsýslu og leikskóli Laufeyjar, eins
og margra annarra sveitabarna, var fjósið
á Stakkhamri. Bæði héldu þau til náms við
Bændaskólann á Hvanneyri og luku námi
frá Búvísindadeildinni. Eftir að námi lauk
störfuðu þau bæði um hríð sem ráðunaut-
ar og við ýmis rannsóknastörf. Með þessu
byggðu þau upp þekkingu og reynslu sem
hefur reynst þeim gott veganesti í búskapn-
um.
Þau Laufey og Þröstur settu sér strax
það markmið að verða í fremstu röð
bænda í sinni stétt. Þau stækkuðu búið,
bættu við básum, keyptu greiðslumark
og efldu eigin fóðurframleiðslu. Á sfð-
asta ári var ráðist í gagngerar endurbæt-
ur og stækkun á fjósi og er nú komið
lausagöngufjós fyrir 55 kýr, mjaltabás og
önnur nútimaaðstaða. Næsti áfangi er að
setja upp heilfóðurkerfi. Fóðrun og með-
ferð kúnna telja þau lykilatriði við að bæta
afurðir og þau hafa sýnt og sannað að
möguleikar íslensku kúnna hafa ekki verið
tæmdir. Á árinu 2005 var bú þeirra í þriðja
sæti á landsvísu með 7.137 kg mjólkur
og á árinu 2006 stóð bú þeirra efst með
7.896 kg og 3,34% próteininnihald. Þetta
er hæsta meðalnyt sem náðst hefur á
íslensku kúabúi á einu ári.
[ rekstrinum hafa þau notið mikils
stuðnings foreldra Laufeyjar, þeirra Ástu
og Bjarna, sem hafa alltaf verið boðin og
búin að leggja hönd á plóg og miðla af
sinni reynslu. Árangur Laufeyjar og Þrastar
er frábært fordæmi fyrir ungt fólk sem er
nýbyrjað eða hyggur á búskap og und-
irstrikar að menntun er forsenda afburða-
árangurs f búskap.
Fyrir áræði og dugnað eru þeim Laufeyju
og Þresti veitt landbúnaðarverðlaunin
2007.
8
FREYR 2007