Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.2007, Side 24

Freyr - 01.04.2007, Side 24
BÚNAÐARÞING lendra búvara og tolla í matvælaverði. Búnaðarþing þakkar stjórn og starfsfólki B( fagleg viðbrögð við þessari umræðu. 2. Nú hafa stjórnvöld lækkað verndartolla á kjöti og grænmeti og rýmkað toll- kvóta. Þá hafa mjólkuriðnaðurinn og kúabændur ákveðið tímabundna verð- stöðvun á mjólkurvörum til neytenda. Búnaðarþing 2007 leggur áherslu á að stjórnvöld grípi ekki til frekari aðgerða sem skerða afkomu bænda. Úttekt á nýtingu úrvinnslugjalds 1. Búnaðarþing 2007 beinir því til stjórnar B( að hún vinni að breyttri flokkun land- búnaðarplasts á þann hátt að það verði flokkað sem umbúðir. 2. Þingið hvetur stjórn B( til að gera úttekt á því hvernig staða einstakra bænda/ landssvæða er gagnvart söfnun rúllu- plasts. UMHVERFIS- OG JARÐRÆKTARNEFND IjJMRL'’ Búnaðarþing 2007 vekur athygli á miklum verðhækkunum á rekstrarvörum s.s. éburði og kjarnfóðri og hvetur BÍ og aðildarfélög þess til að leita allra leiða til að ná hagkvæmum innkaupum með sameiginlegum útboðum. Varnir gegn sinu- og skógareldum Búnaðarþing 2007 hvetur Brunamálastofnun (slands, í samvinnu við Samband fsl. sveit- arfélaga, til að skipa starfshóp sem vinni að markvissum og fyrirbyggjandi vörnum gegn sinu- og skógareldum. Greinargerð Á síðari árum hefur landnotkun og búseta breyst mikið og hafa stór landssvæði verið friðuð fyrir beit. Þá hefur sumarhúsum fjölgað mjög á vel grónum svæðum. Þessi breytta landnotkun kallar á öflugar bruna- varnir. Kolefnisbinding Búnaðarþing 2007 beinir því til stjórnvalda að vegna markaðsvæðingar kolefnisbind- ingar, verði jarðeigendum tryggð réttindi til markaðsetningar og sölu á kolefniskvóta innanlands og /eða hlutdeild í tekjum vegna sértækra aðgerða ríkisins. Lausaganga hunda Búnaðarþing 2007 vekur athygli sveitarfé- laga og bænda á að í lögum um holl- ustuhætti og mengunarvarnir nr. 7 1998 er sveitarfélögum veitt vald til að takmarka eða banna lausagöngu hunda á ákveðnum svæðum. Stjórnun refaveiða Búnaðarþing 2007 skorar á umhverfisráð- herra að breyta lögum um veiðar á ref, þannig að ríkisvaldið beri 80% kostnaðar af þeim. Þá leggur Búnaðarþing áherslu á að refastofninum sé haldið niðri um allt land, en ekki séu hafðar sérstakar uppeld- isstöðvar fyrir refi, samanber t.d. friðlandið á Hornströndum. Mikilvægt er að aðgerðir til fækkunar á ref séu samræmdar milli samliggjandi sveitarfélaga og skorar Búnaðarþing 2007 á Samband fsl. sveitarfélaga að beita sér fyrir því, með hvatningu og beinum fjárstuðn- ingi, þar sem nauðsyn er á slfku. Greinargerð Veiðar á ref er verkefni alls samfélagsins og það að sveitarfélögin stjórni veiðunum er nauðsynlegt til að nýta staðbundna þekk- ingu, á hegðun og útbreiðslu dýranna svo og tilfinningu fyrir vandanum á hverjum stað. Kostnaðarhluti sveitarfélaganna ætti fyrst og fremst að vera til þess að þau hafi þá kostn- aðarvitund sem nauðsynleg er til að fjárhags- legs aðhalds sé gætt. Núverandi fyrirkomulag er íþyngjandi fyrir sveitarfélögin sem gerir það að verkum að veiðunum er ekki sinnt sem skyldi. Sveitarstjórnir sem eru að spara á þess- um lið til skemmri tíma, velta þar með vand- anum yfir á önnur sveitarfélög. Lögð hefur verið áhersla á það af hálfu bænda að halda þurfi refastofninum í skefjum vegna þess skaða sem hann veldur á lífríki landsins. Búnaðarþing 2007 skorar á Alþingi að afnema hið fyrsta stimpilgjöld sem lögð eru á veðskuldabréf við þinglýsingu. Þau séu til þess fallin að torvelda lántakendum að færa viðskipti sín milli lánastofnana og draga þannig úr möguleikum þeirra til að njóta hagstæðustu lánskjara á hverjum tíma. 24 FREYR 2007

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.