Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2007, Blaðsíða 9

Freyr - 01.04.2007, Blaðsíða 9
VIÐURKENNINGAR Sigríður Björnsdóttir ásamt föður síðum Birni Sigurðssyni í Úthlíð, Stefán Guðmundsson og Katrín Sigurðardótttir minkabúinu Mön, Guðni Ágústsson iandbúnaðarráðherra, Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir og Einar Eylert Gíslason að Syðra-Skörðugili í Skagafirði og Laufey Bjarnadóttir og Þröstur Aðalbjarnarson á Stakkhamri ÁSASKÓLI - MÖN Mön ( Gnúpverjahreppi á sér ekki langa sögu. Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson störfuðu um árabil við tónlistarkennslu og söngiðkun í Reykjavik, m.a. við óperusöng í (siensku óperunni og Þjóðleikhúsinu. Menntun þeirra beggja er í tónlistinni. Katrín er tónmenntakennari og píanóleikari og þau bæði söngkennarar frá Söngskólanum í Reykjavík. Auk þess lögðu þau stund á framhaldsnám á Ítalíu, í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Katrín er Húsvíkingur og Stefán Gnúpverji og því stefndi hugurinn fljót- lega úr borgarysnum. Árið 1996 fluttu þau austur í Ásaskóla, gamla skólahúsið í Gnúpverjahreppi, ásamt sonum sínum þremur. Mörgum þótti það fífldirfska að flytjast út í sveit og ekki síður þegar þau réðust í minkarækt eftir hinar miklu þreng- ingarsem greinin hafði mátt þola. Þau hófu búskapinn í leiguhúsnæði með 325 líflæð- ur. Ári síðar reistu þau nýjan minkaskála og stofnuðu þar með minkabúið Mön. Allt frá því hefur búið verið að stækka, mest þegar hjónin festu kaup á býlinu Hraunbúi í sömu sveit árið 2003. Nú búa þau með 4.500 læður og reka þar með stærsta loðdýrabú landsins. Frá upphafi hefur áhugi og námsfýsn ein- kennt búskapinn. Þau náðu líka fljótt mjög góðri frjósemi og að skipa sér í efstu sæti á skinnasýningum. Þau hafa ætíð haft það að leiðarljósi að fagleg þekking, markvisst ræktunarstarf og samvinna bænda væri það eina sem dygði í búskapnum. Þessi atriði hafa líka skilað greininni fram á veg- inn. í því eiga þau Katrín og Stefán drjúg- an hlut. Árangur af ræktunarstarfinu hefur borið góðan ávöxt og skinnin frá Mön sóma sér vel á erlendum mörkuðum sem hluti af því besta í íslenskri framleiðslu. Þau hjónin hafa látið mikið til sín taka í félagsmálum loðdýrabænda og hafa sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir greinina frá upphafi. Þau sitja m.a. bæði í stjórn Sambands íslenskra loðdýrabænda. Það er fyrir áræði, framsækni og tak- markalausan áhuga á að efla loðdýra- rækt í sveitum landsins sem þau Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson hljóta landbúnaðarverðlaunin 2007. ÚTHLÍÐ Úthlíð í Biskupstungum er landnámsjörð og sátu hana niðjar Ketilbjörns sem nam Mosfell. Hefur hún verið, og er enn, ein af stærstu jörðum landsins. Landstærðin gaf möguleika á miklum búskap en auk þess taldist birkiskógurinn mikil hlunnindi. Árið 1961 hófu þau hjónin Björn Sigurðsson og Ágústa Margrét Ólafsdóttir frá Hjálmhoiti í Flóa, félagsbúskap í Úthlíð með foreldrum Björns, þeim Sigurði Tómasi og Jónínu. Tíu árum seinna tók Jón Sigurðsson við hlut foreldra sinna og bjó hann ásamt Birni félagsbúi í Úthlíð til 1980 er hann varð að hætta búskap vegna afleið- inga slyss. Björn og Ágústa bjuggu áfram en höfðu fram að því haft mikinn bústofn eða um 500 fjár og 20-30 kýr. Við þær miklu breytingar sem urðu ( hefðbundnum landbúnaði um 1980 drógu þau verulega úr þessum búskap og breyttu til. Þegar ferðaþjónusta bænda var stofnuð var Björn í stjórn hennar fyrstu þrjú árin og síðan formaður félagsins í 3 ár og leiðandi ( því starfi. Árið 1978 hófu þau hjónin ferða- þjónustu í Úthlíð sem fyrir löngu er orðin landsþekkt. Fyrir þeim vakti að þjóna áfram, en í breyttri mynd, þéttbýlisbúum eins og landbúnaðurinn hefur gert og skapa jafn- framt atvinnugrundvöll fyrir fólk í dreifbýli. Landbúnaðurinn hefur þjónað þéttbýlinu í tugi ára og þá fyrst og fremst hvað varð- ar matvælaframleiðslu. ( Úthlíð getur fólk fengið leigt land undir orlofshús og eru nú nær 200 slík á jörðinni og íbúar þeirra telja um 1.000 þegar hvað fjölmennast er. Björn þjónustar fólkið og annast vegi, vatn, raf- magn og annað slíkt sem fólkið þarf. Björn gerði sér strax grein fyrir að heita vatnið væri forsenda uppbyggingar og réðst hann í, ásamt fleiri bændum sveit- arinnar. að láta bora eftir heitu vatni á Efri-Reykjum. Ekki var gefist upp þótt erf- iðleikar steðjuðu að og það var ekki fyrr en eftir að boraðar höfðu verið 23 holur að árangur náðist. Eru nú um 500 hús tengd veitunni. Ekki var nóg að byggja sumarhúsin. Eittvað varð fólkið að gera og nú var ráð- ist í byggingu sundlaugar og heitra potta auk veitingastaðar í Úthlíð. Til að styrkja þetta samfélag var einnig byggður golf- völlur og eru nú félagar í klúbbnum um 140 og mynda náin og sterk kynni. Enn var ætlun þeirra hjóna að halda áfram að styrkja samfélagið og höfðu þau rætt um byggingu kirkju á þessum forna kirkju- stað. Þessi hugmynd átti eftir að breytast. Ágústa veiktist af alvarlegum sjúkdómi og lést 20. september 2004. En Björn vissi að lífið héldi áfram og ákvað að reisa kirkju í minningu konu sinnar og tveimur árum síðar, þann 9. júlí 2006, var kirkjan fullbúin og vígð. Björn er trúaður maður en hann er einnig gleðimaður sem veit að hvert samfélag manna þarf félagsaðstöðu. Kirkjunni er ætlað slíkt hlutverk og þar fara nú fram giftingar, skírnir og fermingar, ekki síst tengdar því fólki sem Björn hefur tekið að sér að þjóna í Úthlíð. Fyrir áræði, dugnað og trú á íslenskar sveitir er Birni í Úthlíð veitt landbúnaðar- verðlaunin 2007. HUGMYNDASMIÐURINN Ráðherra gat þess í upphafi ræðu sinnar hver það hefði verið sem átt hefði hugmyndina að landbúnaðarverðlaununum á sínum tíma og hefði æ síðan átt hvað stærstan þátt í vali á verðlaunaþegum hverju sinni ásamt því að annast framkvæmdina. „Þessi ágæti maður er Nfels Árni Lund, skrifstofustjóri í ráðuneytinu, sem er flestum hér að góðu kunnur. Vil ég færa Níelsi Árna m(nar bestu þakkir," sagði ráðherra. Hann gat þess einnig að frá fyrstu tíð hafi verðlaunagrip- irnir verið þeir sömu - veglegir gripir úr silfri og íslensku grjóti, hannaðir, handsmíðaðir og grafnir af (vari Björnssyni, gullsmiði og leturgrafara. FREYR 2007 9

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.