Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2007, Síða 16

Freyr - 01.04.2007, Síða 16
BÚNAÐARÞING þarf allra leiða til að lækka framleiðslu- kostnað og annan kostnað tengdan grein- inni. ( því sambandi minnti hún á ófremd- arstöðu í forritunarmálum fyrir kúabændur og að ekki sé til nothæft forrit til að koma upplýsingum frá kúabúum í skýrsluhaldi né heldur til að sækja upplýsingar á nothæf- an hátt. Þessi staða sé óþolandi hvaða leið sem svo valin verður. Hún nefndi olíugjald og raforkuverð og lýsti megnri óánægju með þær skipulagsbreytingar sem hafa leitt til kostnaðarhækkana hjá bænd- um. Hún tók undir hugmynd Sigurgeirs Þorgeirssonar um að nota olíugjaldið sem skiptimynt í samningaviðræðum um mót- framlag í Lífeyrissjóð bænda. Hún tók einn- ig undir með Þórhalli Bjarnasyni um nauð- syn skarpari reglna um upprunamerkingar matvæla. Hún spurði hvort það væri orðið tímaskekkja að gefa Handbók bænda út á hverju ári. Hún ræddi komandi stjórnarkjör og lýsti megnri óánægju með vinnubrögð varðandi það, sem vart hefur orðið við í aðdraganda þingsins. MARTEINN NJÁLSSON sagðist ekki vera neitt sérstaklega í fram- boði til stjórnar. Hann sagðist vera með fjölþættan búskap en hann er nýr bún- aðarþingsfulltrúi ferðaþjónustubænda. Engin sérstök mál liggja nú fyrir þinginu um ferðaþjónustu en eitt mál var afgreitt í fyrra um hagtölusöfnun um ferðaþjónustu í dreifbýli. Talið er að tekjur af ferðaþjón- ustu nemi 120 milljörðum króna og eru þá ótaldar tekjur af samgöngum og far- þegaflutningum til landsins. Alls eru 35% af öllu gistirými utan höfuðborgarsvæð- isins hjá Ferðaþjónustu bænda og hefur vörumerkið fengið ýmis verðlaun og við- urkenningar. Mikil þekking á markaðsmál- um og í að selja íslenskar sveitir er til hjá skrifstofu Ferðaþjónustu bænda sem gæti nýst í markaðsstarfi fyrir landbúnaðinn. Hann nefndi einnig handbók sem búið er að gera. (framhaldi af skoðanakönnun þar sem fram koma að tekjuhærra fólk og karl- menn eru neikvæðari en aðrir, mætti e.t.v. nota verkefnið „Beint frá býli" til að þróa sérstakar vörur sem beint væri að þessum hópi. SVANA HALLDÓRSDÓTTIR byrj- aði á að ræða niðurstöðu skoðana- könnunar Capacent sem væri sérstaklega glæsileg eftir alla þá umræðu sem verið hefur um verðlag á matvælum. Mikil harka er í umfjöllun um málefni í fjölmiðlum, helst á sem æsingamestan hátt til að ná athygli fólks. Hún hvatti menn til að koma á framfæri sem bestum upplýsingum, m.a. til Samfylkingarinnar. Hún gerði einnig upp- runamerkingar að umtalsefni og að mikil þörf á að bæta hér verulega úr. Hún taldi með ólíkindum hvernig þjóðlendumál hafa þróast. Bændur verða að halda áfram að berjast þótt á brattann sé að sækja. Hún kvaðst gefa kost á sér í stjórnarkjöri og lýsti enn fremur stuðningi sínum við þá stjórn- armenn sem gefa kost á sér til áframhald- andi stjórnarsetu. Hún fagnaði að margir gæfu kost á sér en tók fram að hún gæfi ekki kost á sér til að sinna afmörkuðum málaflokki heldur til að sinna öllum málum, búgreinum og landshlutum. EVA DÖGG ÞORSTEINSDÓTTIR, byrjaði á að segja þingfulltrúum sögu af blindri stúlku til að varpa Ijósi á störf vistforeldra í sveitum. Bændur geta verið stoltir af að standa við bakið á vel- ferð barna á (slandi. Rannsóknir hafa sýnt að stofnanir eru ekki góður kostur því að uppbygging mannlegra tengsla er afar mikilvæg auk þess sem vistun í sveit er mun ódýrari kostur. Árið 2006 voru 320 börn í tímabundnu og varanlegu fóstri. 55% barna (timabundnu fóstri eru vistuð á sveitaheimilum. Verið er að vinna að því að koma fósturmálum á eina hendi, þ.e. Barnaverndarstofu. Með þvi verður starfið markvissara og eftirlit betra. Einnig geta bændur með þessu orðið starfsmenn rík- isins og fá með því meiri réttindi. Hún sagði það von sína og trú að fósturráðstafanir verði fleiri í dreifbýli en þéttbýli. Að lokum tók hún undir umræður um merkingar mat- væla og með Guðna Einarssyni um lífræna ræktun og mikilvægi þess að horfa meira á gæði landbúnaðar og ná þannig betur til hátekjufólksins. Mikil vakning hefur orðið fyrir lífrænum vörum og við eigum að markaðssetja okkurá þeim grunni. GUÐNÝ H. JAKOBSDÓTTIR þakk- aði setningarathöfnina í gær og einnig sérstaklega fyrir að rektor Háskóla (slands skyldi flytja hátíðarræðu, þar hefði ýmislegt sameiginlegt komið í Ijós. Hún taldi B( hafa staðið sig vel í matvæla- verðsumræðunni sem niðurstöður skoð- anakönnunarinnar staðfesta. Hún ræddi skýrslu Lifandi landbúnaðar og hún sagði þetta stórmerkilegt verkefni sem hefði skilað miklu og væri mjög framsækið, sbr. Evrópuverkefnið sem er ( gangi. Þar ber ísland mesta ábyrgð með 47% af fjárhags- legri ábyrgð. Hún ræddi mál nr. 16-1 um þjónustu dýralækna og kvaðst óttast að dýralæknaþjónusta á ýmsum svæðum geti lagst af ef ekki verði staðinn vörður um að núverandi kerfi verði ekki kollvarpað. Hins vegar nefndi hún forritunarmál kúabænda en í gangi eru þrjú forrit sem ekki vinna saman. Framtíðarsýn hennar er sú að hver bóndi hafi eigið vefsvæði þar sem öll sam- skipti við skýrsluhald B( geti farið fram. Bændur verða að sjá sér hag í að nota forritunarþjónustuna. Hún taldi mikilvægt að láta fara fram viðhorfskönnun meðal bænda sbr. mál nr. 13. Togstreita er ( gangi milli ýmissa hópa og á henni höfum við ekki efni heldur þurfum við að standa saman. Að lokum minnti hún á jafnréttisáætlun BÍ og hvatti til að fleiri konur kæmu í stjórn. GUNNAR SÆMUNDSSON sagði í upphafi að hann væri hættur sem búnaðarþingsfulltrúi og gæfi ekki kost á sér í stjórn Bl. Hann ræddi matvælaverðs- umræðuna og störf formanns í henni. Erfitt hefði verið að koma því öllu til skila út um sveitir þar sem barátta hefði verið að komast að fyrst um sinn í ríkisfjölmiðl- unum. Hann ræddi síðan þjóðlendumálin sem hann hefur sem stjórnarmaður sinnt nokkuð. Það væri eins og fólk vaknaði ekki fyrr en skrattinn er kominn yfir það. Búið er að stofna Landssamtök landeigenda, þau hafa heimsótt þingflokka. Hann mæltist til þess að búnaðarþing sendi Áskeli Þórissyni kveðjur og þakkir fyrir að hafa mótað Bændablaðið. Hann ræddi störf sín í búfjár- sjúkdómanefnd og mæltist til að þingið styddi niðurstöður nefndarinnar. Hann ræddi samskipti við Samfylkinguna og taldi yfirlýsingar framkvæmdastjóra Lifandi landbúnaðar, sem er f framboði fyrir hana í NV-kjördæmi, vera árás (garð formanns BÍ. EDDA BJÖRNSDÓTTIR, nýr fulltrúi landssamtaka skógarbænda, þakk- aði stjórn B( fagleg vinnubrögð við skoð- anakönnun og hvatti menn til dáða við að halda áfram slíkri vinnu. Hún gerði merk- ingar matvæla að umtalsefni. „Dag með bónda" taldi hún áhugavert verkefni, og sagði mikilvægt að ná til efnameira fólks. E.t.v. mætti búa til sérstakt verkefni til að ná til þess. Hún lýsti ánægju með verkefnið "Beint frá býli" sem lýtur að heimavinnslu afurða og skýrsla liggur fyrir um á þinginu. Hún skoraði á bændaforystuna að halda áfram á þeirri braut sem verið er á. KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR sagði í landbúnaði starfa eldklárt og hæft fólk sem hefði fjölbreytta þekkingu, slíkt skipti afar miklu fyrir framttðina. ( dag þykir flott og fullnægjandi að byggja ætt- aróðalið með heilsárs frístundavillu en ekki að stunda þar landbúnað eða aðra starf- semi. Þetta þýðir að landbúnaður stendur frammi fyrir aukinni samkeppni um land. Ný eftirspurn, ekki aðeins eftir lúxus landi til búsetu heldur einnig eftir landi undir ýmsar framkvæmdir, heggur skörð í land til land- búnaðar. Hún fagnaði framkominni tillögu, sbr. mál nr. 8-1, sem væri tímabær. Hún ræddi baráttuna við að halda fjármagni inni í greininni, æ fleiri huga að því að losa fjár- magn bundið í landi og öðrum eignum og leita ávöxtunar á það eftir öðrum leiðum. Landbúnaðurinn býr því við margvíslega og mikla samkeppni sem þarf að hafa vak- andi auga fyrir. ( umræðu um umhverfismál má velta fyrir sér hvort það að halda landi í rækt sé umhverfismál, halda túnum sem 16 FREYR 2007

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.