Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.2007, Side 30

Freyr - 01.04.2007, Side 30
30 aukist jafnt og þétt og verðið þar með hækkað. Tækniframfarir eru augljóslega annar þáttur sem knýr áfram fækkun og stækk- un búa. Þær er ekki auðvelt að mæla en þó má sjá að framleiðsla á flestum afurðum hefur staðið í stað eða aukist um árabil á meðan starfandi fólki og framleiðslueining- um í landbúnaði fækkar jafnt og þétt. Þegar litið er aftur til ársins 1997 voru lögbýli með greiðslumark í mjólk alls 1.246 og meðalinnlegg hvers býlis tæplega 82 þús. lítrar. Árið 2006 voru býlin orðin 796 með tæplega 148 þús. lítra meðalinnlegg. Á sama hátt voru 2.405 sauðfjárbú með greiðslumark árið 1997 og heildarfram- leiðsla kindakjöts var 7.903 tonn. Árið 2006 voru býlin hins vegar 1.601 og heild- arframleiðslan komin upp í 8.647 tonn. Sífellt færri bú og hendur standa þannig undir framleiðslunni sem til viðbótar hefur heldur aukist á ný m.a. vegna aukinnar inn- anlandssölu. LÝSING Á GAGNAGRUNNUM Lögbýlaskrá landbúnaðarráðuneytisins inni- heldur upplýsingar um landnúmer lögbýlis, eigendur, ábúendur og hvort lögbýlið sé í ábúð, en það er skráð í eyði sé ekki skráður ábúandi á lögbýlinu með lögheimili þar. Tiltæk voru gögn úr lögbýlaskrá landbún- aðarráðuneytisins fyrir árin 2000 til 2006. Á móti hafa Bændasamtök Islands yfir að ráða upplýsingum úr búfjárskýrslum (forð- agæsluskýrslum) og skýrslum um fram- leiðslu mjólkur og kindakjöts sem eru grein- anlegar á lögbýli og einstaklinga. Á grundvelli landnúmera lögbýla reyndist unnt að samkeyra ofangreind gögn til að komast að því hvort landbúnaðarstarfsemi sem byggir á búfjárrækt er stunduð é við- komandi lögbýli. Lögbýli sem uppfylltu þau skilyrði að á þeim væri skráð búfjárhald, þ.m.t. alifuglar, svín og loðdýr eða fram- leiðsla mjólkur eða kindakjöts, töldust í framleiðslu, að frátöldum þeim býlum þar sem eingöngu komu fram færri en 20 hross eða færri en 500 alifuglar. Utan þessarar talningar falla lögbýli þar sem eingöngu er starfsemi í skógrækt og garðyrkju, þ.m.t. kartöflurækt, gulrófnarækt, ylrækt o.s.frv. Einnig falla utan þessarar talningar lögbýli þar sem stunduð er ferðaþjónusta eða nýting hlunninda en engin búfjárrækt. Á grundvelli ofangreindra gagna voru lögbýlin flokkuð i þrjá flokka eftir starfsemi: Lögbýli í framleiðslu, lögbýli í ábúð og öll lögbýli, þ.e. eyðibýli meðtalin. Niðurstöður um eignarhald lögbýla eru settar fram án jarðeigna ríkisins, en ríkið ásamt undirstofnunum sínum er stærsti einstaki jarðeigandinn. Sveitarfélög eru hins vegar meðtalin í niðurstöðum en þau eiga ein eða ásamt öðrum fjölda lögbýla. FREYR 2007 Tafla 1. Fjöldi lögbýla í ábúð allt landið. 1980 1990 1994 2000 2006 Lögbýli í ábúð 5.003 4.754 4.638 4.284 4.257 Lögbýli í eyði 1.388 1.715 1.836 2.149 2.239 Samtals 6.391 6.469 6.474 6.433 6.496 Breyting: -249 -116 -354 -27 Tafla 2. Fjöldi lögbýla í ábúð eftir landshlutum. 2001 2002 2003 2004 2005 2006 Breyting % Höfuðborgarsvæðið 149 148 137 138 141 141 -5,37% Suðurnes 59 53 48 46 47 47 -20,34% Vesturland 621 621 619 617 618 620 -0,16% Vestfirðir 271 267 264 264 264 263 -2,95% Norðurland vestra 650 645 640 643 649 652 0,31% Norðurland eystra 816 811 804 805 801 794 -2,70% Austurland 498 493 489 490 488 484 -2,81 % Suðurland 1.204 1.205 1.206 1.214 1.238 1.253 4,07% Alls 4.269 4.244 4.208 4.218 4.247 4.255 Tafla 3. Fjöldi lögbýla í búfjárframleiðslu eftir landshlutum. 2001 2002 2003 2004 2005 2006 Breyting % Höfuðborgarsvaeðið 46 47 45 50 50 48 4,3% Suðurnes 7 8 8 10 8 9 28,6% Vesturland 462 436 418 402 409 406 -12,1% Vestfirðir 208 202 196 194 190 188 -9,6% Norðurland vestra 560 553 534 544 540 536 -4,3% Norðurland eystra 525 503 502 492 478 472 -10,1% Austurland 353 353 336 324 312 302 -14,4% Suðurland 789 779 748 737 738 732 -7,2% Alls 2.950 2.881 2.787 2.753 2.725 2.693 -8,7% Tafla 4. Skipting lögbýla í búfjárframleiðslu eftir búgreinum. Ár Sauðfé Kýr Blandað Hross Annað Alls 2000 1.698 669 409 265 38 3.079 2001 1.599 667 337 303 44 2.950 2002 1.609 652 288 290 42 2.881 2003 1.575 623 280 271 38 2.787 2004 1.532 627 245 315 34 2.753 2005 1.507 590 238 355 35 2.725 2006 1.511 564 207 381 30 2.693 Tafla 5. Fjöldi eigenda að öllum lögbýlum. Ár Einstaklingar Fyrirtæki Sveitarfélög Samtals 2000 8.660 248 91 8.999 2001 8.811 274 89 9.174 2002 8.943 318 83 9.344 2003 9.029 370 81 9.480 2004 9.174 419 76 9.669 2005 9.336 470 75 9.881 2006 9.484 544 67 10.085

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.