Fréttablaðið - 21.12.2017, Page 30
Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna segir í texta lagsins „Hátíð í bæ“ eftir Ólaf Gauk
í samræmi við tíðarandann þegar
textinn var saminn. Í dag myndum
við alveg eins syngja „hún fékk bók
en hann fékk nál og tvinna“ enda
stelpur og konur ekki minna áhuga
samar um bóklestur en drengir,
nema síður sé, og piltarnir margir
hverjir lagtækir með nál og tvinna.
Lestur er undirstaða allrar mennt
unar og það fer vel á því, í miðju
jólabókaflóðinu, að minna foreldra
og forráðamenn og ömmur og afa á
að gleyma ekki að lesa fyrir og með
börnunum um jólin.
Lesturinn þarf ekki að vera á
sama formi og á skólatíma, það er
tilvalið að skiptast á að lesa upphátt
úr skemmtilegum bókum, jafnvel
með leikrænum tilburðum. Muna
bara að velja bækur sem hæfa aldri
og áhugasviði þess sem les. Ungl
ingarnir geta til dæmis lesið fyrir
ömmu og afa og öfugt, litlu börnin
fyrir eldri systkini og mamma og
pabbi hvort fyrir annað því við full
orðna fólkið erum jú fyrirmyndir
barnanna þegar kemur að lestri.
Það má stofna fjölskyldubóka
klúbb og láta alla segja stuttlega frá
einni bók eða allir lesa sömu bókina
og ræða hana svo sín á milli. Lestrar
keppni fjölskyldunnar getur líka
verið góð hugmynd eða að brydda
upp á einhverju öðru skemmtilegu
sem tengir kynslóðir saman í lestri.
Hvernig væri svo að lesa upp
skriftir að uppáhalds jólasmákök
unum áður en þeim er stungið í ofn
inn og textana í öllum skemmtilegu
jólalögunum áður en farið er á jóla
ball. Svo má lesa á götuskilti þegar
verið er að keyra út kort og pakka,
æfa sig að skrifa bréf til Sveinka og
auðvitað lesa á jólapakkana.
Það er um að gera að nota hug
myndaflugið til að finna skemmti
legar leiðir til að örva börn á öllum
aldri til lesturs.
Á vef Heimilis og skóla, www.
heimiliogskoli.is, má finna jóla
lestrarbingó sem er skemmtilegt
fyrir allan aldur, þar má einnig finna
Læsissáttmála Heimilis og skóla
og góð ráð til foreldra varðandi
stuðning við lestur. Á vef Mennta
málastofnunar, www.mms.is, má
finna áhugaverðan leik, Jólasveina
lestur, sem er samvinnuverkefni
með Félagi fagfólks á skólasöfnum
og KrakkaRÚV.
Eigum saman notaleg lestrarjól
með fjölskyldunni.
Lestrarhestar stórir og smáir
Bryndís
Jónsdóttir
verkefnastjóri hjá
Heimili og skóla
Íslendingar elska gjaldmiðil þjóðarinnar, íslenska krónu. Og sú mikla ást, sem meir og meir ber
með sér einkenni þráhyggju, veldur
efnahag okkar allra sem í landinu
okkar búa miklu tjóni. Gott dæmi
um það eru vextir á Íslandi sem eru
miklu hærri en bjóðast í löndunum
í kringum okkur. Margir stjórn
málamenn vilja ríghalda í íslenskan
gjaldmiðil. Þeir vita sem er að mis
tök þeirra við fjármálastjórn ríkisins
má alltaf leiðrétta með því að lofa
gengi krónunnar að rúlla.
Nú er Salek nýtt töfraorð yfir
samningakerfi sem á að leiða til
stöðugleika í landinu með hóflegum
launahækkunum. Hingað til hefur
ekkert komið fram sem bendir til
þess að þetta fyrirkomulag muni
lukkast eins og menn vonast til.
Til þess að Salek gangi upp þarf að
ríkja traust á milli aðila og einnig
þurfa menn að bera talsvert traust
til þess gjaldmiðils sem notaður er
við samningagerðina. Eftir margra
áratuga bitra reynslu treysta fáir,
þrátt fyrir háleitar hugástir, íslensku
krónunni og því fer sem fer. Aðal
atriðið er því að vera alltaf á undan
öllum hinum í höfrungahlaupi
kjarasamninga. Þannig gengur þetta
koll af kolli og almenningi blæðir
þegar gengi krónunnar að lokum
fellur.
Nú er nýtt höfrungahlaup að hefj
ast og eru flugvirkjar fyrstir að taka
sér stöðu í rásmarkinu. Aðrir undir
búa þátttöku sína.
Bráðum mun hátt láta í Hruna.
Ástkæra ylhýra króna.
Eitrað ástarsamband
Ingimundur
Gíslason
augnlæknir
Hvor sagan er trúverðugri, sú sanna eða ósanna?Bjössi í World Class réðst
í dýrar endurbætur á líkamsræktar
stöð sinni í Laugum en sendi svo
reikninginn á alla Reykvíkinga
hvort sem þeir voru kúnnar eða
ekki. Bjössi hafði búið svo um hnút
ana að enginn hægðarleikur var
að komast hjá greiðslum. Borgar
búar mótmæltu hástöfum. Bjössi
reyndi að róa mannskapinn með
innblásinni ræðu um að líkams
rækt hefði mikið forvarnargildi og
létti þannig á heilbrigðiskerfinu til
hagsbóta fyrir samfélagið. Bjössi
vitnaði meira að segja í rannsóknir
lýðheilsufræðinga sem sýndu að
stundi menn líkamsrækt, bæti það
heilsuna svo um munar og lífslíkur
aukast. En borgarbúar létu ekki
segjast og þar kom að Bjössi aftur
kallaði rukkunina. Þrátt fyrir háleit
sjónarmið Bjössa um samfélagsleg
gildi dugði það ekki til. Fólk á ekki
að þurfa að borga fyrir líkamsrækt
sem það stundar ekki sjálft.
Dagur Eggerts réðst í dýrar endur
bætur á Sundhöllinni en sendi
svo reikninginn á alla borgarbúa
hvort sem þeir voru kúnnar eða
ekki. Engin leið var að komast hjá
greiðslum. Lítið fór fyrir mótbárum
enda flestir með djúpan skilning á
hinu mikla forvarnargildi sem sund
hefur. Lýðheilsufræðingarnir hafa
jú margsinnis ályktað um heilsu
samlegt gildi sundiðkunar. Því
var endurbótum á Sundhöllinni
rækilega fagnað um alla borg með
tilheyrandi lofsöng fjölmiðla. Og
dirfðist einhver að mótmæla fékk
sá hinn sami að heyra að enginn
neyddi hann til að fara í sund; hann
gæti bara farið í World Class!
Þess ber svo að geta að Bjössi og
Dagur reka fleiri líkamsræktar og
sundstaði en World Class í Laugum
og Sundhöll Reykjavíkur. Í raun
reka þeir álíka marga staði þvers
og kruss um borgina. Þó er einn
munur á. Bjössi rukkar bara þá sem
sjálfviljugir kaupa aðgang; Dagur
Eggerts rukkar hins vegar alla óháð
vilja eða áhuga. Já, það er ólíkt við
skiptasiðferðið hjá þeim félögum,
Bjössa og Degi.
Er sund hollara
en líkamsrækt?
Guðmundur
Edgarsson
kennari
Það má stofna fjölskyldu-
bókaklúbb og láta alla segja
stuttlega frá einni bók eða
allir lesa sömu bókina og
ræða hana svo sín á milli.
Eftir margra áratuga bitra
reynslu treysta fáir, þrátt
fyrir háleitar hugástir,
íslensku krónunni og því fer
sem fer.
Vatnsheldir
gæðaskór
Skornirthinir.iS
Verð 16.995
Stærðir 36-47
Frá Lytos með innbyggðum
broddum í sóla.
Vitamix TNC er stórkostlegur.
Mylur alla ávexti, grænmeti, klaka
og nánast hvað sem er.
Býr til heita súpu og ís.
Til í þremur litum, svörtum,
hvítum og rauðum
KKælitækni ehf. Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
Besti vinurinn í
eldhúsinu
Jólatilboðsverð
kr. 79.527,-
Þjónustumiðstöð
tónlistarfólks
2 1 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U d A G U r30 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð
2
1
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
9
3
-7
4
D
4
1
E
9
3
-7
3
9
8
1
E
9
3
-7
2
5
C
1
E
9
3
-7
1
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
9
6
s
_
2
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K