Fréttablaðið - 21.12.2017, Page 31
Nokkur orð alþingismönnum til umþenkingar.Athuganir stjórnmála
fræðinga hafa sýnt að 70% borgar
anna í lýðræðisríkjum hafa svo til
engin áhrif á ákvarðanatöku stjórn
valda, ákvarðanir sem þó skipta
meginmáli fyrir allan almenning.
Auðvitað er hér um að ræða hina
tekjulægri. Vera má að þetta eigi
ekki með öllu við á Íslandi eftir
hrun, þar sem almenningur hefur
lært að láta vel til sín heyra – milli
kosninga.
Óumdeilt er að hærri tekjur og
eignir leiða til meiri áhrifa, jafnvel
yfirráða, meira er tekið tillit til skoð
ana hinna efnameiri og þeir í efsta
0,1 prósentinu ráða nokkurn veginn
því sem þeir vilja ráða, þar með talið
hve miklu þeir sjálfir skila til sam
félagsins af auði sínum.
Fyrir næstsíðustu kosningar áttu
sér stað stórfelldustu atkvæðakaup í
Íslandssögunni. Millistéttinni, eigna
mönnum sem vissulega höfðu orðið
fyrir búsifjum í hruninu, var heitið
bótum af almannafé. Niðurstaðan
varð yfir 70 milljarða fjárframlög
til stéttarinnar. Þótt Íslendingar
eigi að heita stéttlaus þjóð er það
samt staðreynd að eignafólki var
bættur skaði sem það hafði orðið
fyrir – og bar öðrum fremur ábyrgð
á – þegar hinum snauðari sem gjarna
skulduðu yfirdráttarskuldir í bönk
unum, var á engan hátt umbunað.
Almannafé ætti nú samt að vera það
– almannafé. En greinilega er ekki
sama hver úthlutar.
Sjötíu milljarða aðgerðin rauf
að mínu viti þá samfélagssátt sem
þessari þjóð er nauðsynleg – eins
og öllum þjóðum hvar sem er í ver
öldinni.
Aðgerðin sýndi með afgerandi
hætti að þeim sem valist hafa til
valda með þjóðinni er skítsama
þótt almenningur upplifi að í raun
séu tvær þjóðir í landinu, annars
vegar þeir sem eiga og mega, og hins
vegar þeir sem mega og eiga að eta
það sem úti frýs.
Samfélagssáttmáli er mikilvægari
en svo að stjórnvöld megi komast
upp með að vinna vísvitandi að
niðurrifi hans.
Sérgæskulýður
Það nýjasta af þeim toga eru ákvarð
anir um laun alþingismanna, ráð
herra og ýmissa embættismanna
þar sem laun voru hækkuð um allt
að 45% með einu pennastriki kjara
ráðs. Ekki var talin nein þörf á að
birta rökstuðning fyrir ákvörðun
inni og þingmönnum jafnvel sagt að
þeim komi ekkert við hvaða launum
þeim sé úthlutað. Við sauðsvartir
kjósendur héldum hins vegar að við
hefðum kosið þingmenn sem síðan
stýrðu fjárveitingavaldinu í okkar
umboði.
Elíta (elite á ensku) er hugtak yfir
úrvalshóp, heldra fólk í samfélög
um, sem gjarna er betur launað og
nýtur virðingar og valda. Mér er nær
að þýða orðið með sérgæskulýður,
og byggi það á hvernig elítan starfar
oftar en ekki.
Með órökstuddri 45% launa
hækkun þingmanna – á kjördegi
af öllum dögum – var öllum þing
mönnum, nýgræðingum jafnt sem
rótgrónum, skyndilega lyft upp í
elítu nýfrjálshyggjunnar sem mesta
ábyrgð ber á fjármálahruninu. Þeir
voru allir klipptir og skornir, ekki
niður við trog, nei, öðru nær, heldur
sviptir sínum hugsjónum, hafi þær
annars verið að vefjast eitthvað fyrir
þeim.
Þeir eiga svo bara eftir að kvitta
fyrir með stuðningi við óbreytt
ástand sem elítunni er að skapi –
stöðugleika hinna ríku.
Þessi dýra hjörð (fyrir virðingar
sakir ritað hér í tveimur orðum!)
er svo kjarninn í stjórn landsins
sem við verðum að treysta á, líka
sá þriðjungur þjóðarinnar sem er
eignalaus, já, líka ef við skoðum 70
prósentin sem eru áhrifalaus á botn
inum. Þetta er veruleikinn sem m. a.
aldraðir og öryrkjar flestir búa við.
En það kemur elítunni ekkert við,
hún er jú skipuð eintómum ofur
mennum!
Um sama leyti og þingmanna
hjörðin hækkaði um sín litlu 45%
voru ellilaun undirritaðs hækkuð
um heilar 13 þúsund krónur, úr
185 í 198 þúsundir, hækkun um
7%. Við svo rausnarlega hækkun
fer maður hjá sér og hryggist yfir
að vera slíkur baggi á þjóðinni.
En að öllu gamni slepptu: Virðing
Alþingis mun aldrei hjarna við
ef 45 prósentunum verður ekki
hrundið og þingmenn deila nokk
urn veginn kjörum með – allri –
þjóðinni.
Elíta skal það vera!
Sigurjón
Þorbergsson
ellilífeyrisþegi
og fyrrverandi
formaður
Leigjenda
samtakanna
Veislumatur
FRIÐRIK V
Framleiðandi Norðlenska Húsavík, s 460-8800 ISA031EFTA3199 kr.kg
Lambalæri með sveppa- og púrtvíns fyllingu
eða camembert- og döðlu fyllingu
Aðeins í
Krónunni!
Jól2017
Jólabæklingur Smith & Norland er kominn út.
Glæsilegar vörur á sérstöku jólaverði.
Sjá nánar á sminor.is.
Afgreiðslutímar fyrir jólin:
Fimmtud. 21. des.: kl. 8.30 - 18.
Föstud. 22. des.: kl. 8.30 - 18.
Laugard. 23. des.: kl. 11 - 16.
Sunnud. 24. des.: Lokað.
BOSCH
Gufustraujárn
TDA 30EASY
Öflugt, 2400 W. Góður sóli.
Gufuskot: 180 g/mín. Slekkur
sjálfkrafa á sér þegar handfangi
er sleppt.
Fullt verð: 15.900 kr.
Jólaverð:
11.900 kr.
Stadler Form
Rakatæki
Eva
Öflugt, hljóðlátt og stílhreint.
Utanáliggjandi rakaskynjari
sem virkar líka sem fjarstýring.
Vatnstankur tekur 6,3 lítra. Hægt
að velja kalda eða heita gufu.
Fullt verð: 23.900 kr.
Jólaverð:
18.900 kr.
SIEMENS
Uppþvottavélar
SN 457W01IS, iQ500
SN 457S01IS, iQ500
13 manna. Sjö kerfi. Þrjú sérkerfi,
þar á meðal tímastytting. Hljóð:
44 dB. „aquaStop“-flæðivörn.
Fullt verð: 119.900 kr.
Jólaverð:
89.900 kr.
Orkuflokkur
BOSCH
Þvottavél
WAN 2828SSN, Serie 4
Vindur upp í 1400 sn./mín.
Kolalaus, hljóðlátur og
sparneytinn mótor með 10 ára
ábyrgð. Mjög stutt kerfi (15 mín.).
Fullt verð: 109.900 kr.
Jólaverð:
87.900 kr.
A
kg
8
SIEMENS
Espressó-kaffivél
TE 607203RW
Glæsileg vél sem bruggar og
útbýr ýmsa kaffidrykki. Þrýstingur:
19 bör. Kaffikvörn úr keramík.
Flóar mjólk sjálfvirkt.
Fullt verð: 169.900 kr.
Jólaverð:
127.900 kr.
BOSCH
Ryksuga, Free'e
BSGL 5400
Orkuflokkur A. Útblástur A. Parkett
og flísar, flokkur A. Teppi, flokkur B.
Hljóð: 74 dB. ULPA-sía.
Vinnuradíus: 15 metrar.
Fullt verð: 44.900 kr.
Jólaverð:
33.900 kr.
S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 31F i M M T u D A G u R 2 1 . D e S e M B e R 2 0 1 7
2
1
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
9
3
-6
6
0
4
1
E
9
3
-6
4
C
8
1
E
9
3
-6
3
8
C
1
E
9
3
-6
2
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
9
6
s
_
2
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K