Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2017, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 21.12.2017, Qupperneq 46
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is Eitthvert sérstakt tímabil sem þú tengir við í tískunni? Já, ég hef alltaf verið veik fyrir vintage- tískunni, sérstaklega kjólum frá 7. áratugnum. Afar heppilegt þegar ég bjó í Berlín en finna mátti margar litlar vintage-búðir í hliðargötunum í hverfinu mínu. Þar voru nú gerð mörg góð kjólakaupin. Áttu tískufyrirmynd? Nei, enga sérstaka. Nema þá kannski mömmu, hún er alltaf í stíl, kaupir vandaðar flíkur og lætur jafnvel sauma á sig. Hún er alltaf svo fín og smart. Hvernig föt kaupir þú oftast? Ég hef með árunum reynt að draga úr fatakaupum og kaupi frekar vandaðri flíkur sem duga lengur. Klassísk snið verða oftast fyrir val- inu, í svörtu, hvítu og bláu. Hvar kaupir þú föt? Mjög misjafnt, fer gjarnan í Cos og & Other stories þegar ég er erlendis. Einnig í Mass- imo Dutti. En skemmtilegastar eru litlar hönnunarbúðir með öðruvísi fötum. Mér finnst afar skemmtilegt að versla til dæmis í Hollandi. Hér heima fer ég stundum í Spúútnik, Evu, Yeoman, Kron Kron og Maia. Svo finnst mér gaman að fara í íþrótta- og útivistarbúðir, þar missi ég mig og kaupi á alla fjölskylduna. Finnst þér skemmtilegt að kaupa föt? Já, og mér finnst það skemmti- legra með aldrinum. Ég er orðin svo snögg að spotta það sem mér finnst smart og ég þekki vel minn stíl. Finnst þér gaman að klæða þig upp á? Já, mjög gaman en ég geri nú ekki nógu mikið af því. Vinnufötin taka stundum alveg yfir en þegar ég tek mig til þá elska ég að fara í kjól, pinna upp hárið og setja á mig varalit. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Svarti jakkinn minn. Klassískur og töff. Ég er alltaf jafn fín í honum. Hann er þessi dæmigerða tíma- lausa flík og passar við allt. Mamma saup hveljur þegar ég keypti hann á Queen Street í Edinborg, hann var svo dýr en hann hefur margborgað sig. Áttu þér uppáhaldshönnuð? Filippa K er einn af mínum uppá- halds og sparikjóllinn minn er einmitt frá henni. Einföld, látlaus og klæðileg lína. Svo lætur maður sig dreyma um Chanel, svarti stutti kjóllinn er alltaf klassískur og þessi fallegi dökkblái litur sem er svo ein- kennandi fyrir Chanel er algjörlega bjútífúl. Ertu veik fyrir aukahlutum? Nei, svo sannarlega ekki. Jú, bíddu – fyrir húfum! Á alls konar húfur, af öllum stærðum og gerðum og litum. Hvað kaupirðu þótt þú eigir nóg af því? Húfur! Og jakka og varaliti Áttu uppáhaldsskó? Já, ég keypti mér alvöru senjorítuskó þegar ég bjó í Sevilla. Opnir að framan, með háum pinnahæl, svartri lakkslaufu og ökklabandi – Olé! Einhver skemmtileg saga sem tengist fatakaupum? Ég á afar fal- legan hettukraga sem Philippe Clause, franskur hönnuður sem býr á Seyðisfirði, prjónaði. Ég keypti hann í Skaftfelli, myndlistarmið- stöð þeirra Seyðfirðinga, og það skemmtilegasta við hann er að hann tengir mann rakleitt austur. Ég hef til dæmis verið á rokktónleikum með hettuna góðu og þar var kallað í mannmergðinni Seyðisfjörður! og við vorum þrjú sem rákum upp óp, öll berandi prjónasnilld Philippes um hálsinn. Hvað er á döfinni hjá þér núna? Á morgun erum við að brautskrá stúdentsefnin okkar í Flensborgar- skólanum. Útskrift á jólum er alltaf mjög hátíðleg. Um kvöldið eru svo jólatónleikar Dómkórsins. Það er ákveðin stemning að syngja í kirkjunni svona seint að kvöldi, en tónleikarnir hefjast klukkan 22, um leið og búðum er lokað. Tónleika- gestir koma því gjarnan eftir bæjar- röltið, njóta þess að slaka og hlusta á falleg jólalög, hefðbundin sem ný, íslensk og erlend í bland. Hvað er fram undan? Dásamlegt jólafrí með fjölskyldunni. Uppáhaldsjakki frá Edinborg Erla Ragnarsdóttir, söngkona í Dúkkulísunum og aðstoðarskólameistari Flensborgarskóla, hefur í nógu að snúast þessa dagana og svarti jakkinn hennar mun nýtast við öll þessi tækifæri. Erla Ragnarsdóttir, söngkona og aðstoðarskólameistari, keypti þennan jakka í Edinborg og hefur notað hann við fjölmörg tækifæri síðan. MYND/EYþóR Erla er hrifin af hönnun prjónasnillingsins Philippes Clause frá Seyðisfirði. Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind – Levi ś Glerártorgi 13.990 GALLAJAKKI 6 KYNNINGARBLAÐ FóLK 2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 2 1 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 9 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 3 -C 3 D 4 1 E 9 3 -C 2 9 8 1 E 9 3 -C 1 5 C 1 E 9 3 -C 0 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.