Fréttablaðið - 21.12.2017, Page 58
Helga systir mín, nú veit ég ekki hvort þau eru borin út blöðin á þeim stað þar sem þú dvelur núna og ég veit heldur ekki hvort það þætti við hæfi að lesa þau. Ég ætla samt að taka sénsinn og skrifa þér örfáar línur í þeirri von að það minnki líkurnar á því að
hjarta mitt springi af harmi og hver veit nema þið takið á
móti flöskuskeytum í plássinu þínu nýja. Ég ætla að byrja á
því elsku systir að segja þér að ég á engin orð sem ná utan um
það æðruleysi sem þú sýndir eftir að þú lasnaðist og þurftir
að horfast í augu við dauðann á hverjum degi. Auðvitað
vannstu ekki störukeppnina, vegna þess að dauðinn er með
þeim galla gerður að hann kann ekki að blikka. En þú blikk-
aðir ekki heldur og hélst reisn þinni og gleði og mýkt og varst
okkur öllum til óendanlegrar ánægju allt fram í andlátið. Ég
var svo heppinn að koma til þín um miðnætti daginn áður
en þú lést og þú settist upp í rúminu og við töluðum um
lífið og tilveruna og meðan á því stóð hringdi hún Sólveig
dóttir mín sem var að koma frá London til þess að hitta þig.
Hún bað mig að skila því til þín að hún myndi koma til þín
morguninn eftir. Þú brást við því með því að segja: „Nei, hún
á að koma núna.“ Sólveig kom og þið áttuð ótrúlega fallegan
fund og við föðmuðumst og hlógum og ég held að okkur hafi
tekist að láta væntumþykju vera það alls eina sem var til í
heiminum á þeirri stundu.
Ég efast ekki um að þú manst eftir bók sem heitir Svo
mikið veit ég, eftir bandaríska rithöfundinn Wally Lamb.
Hún endar á þessari setningu: „Fjölskylda mín hefur kennt
mér þrennt, að kærleikurinn spretti upp úr djúpum jarðvegi
fyrirgefningar, að blendingar séu góðir hundar og að stað-
festinguna á tilvist guðs sé að finna í mýktinni.“ Það var svo
ótrúlega mikil mýkt í nærveru þinni og í öllu sem þú gerðir,
meiri en ég hef fundið fyrir annars staðar, þannig að ef ég
tryði á guð væri það sjálfsagt þér að kenna. Síðast þegar þú
komst í heimsókn til mín upp á Vatnsenda sastu í sófanum
hvíta og horfðir til austurs út um stóra glugga og dásamaðir
útsýnið. Daginn eftir sat ég í sama sófa og horfði á sólarupp-
rásina og lét hana plata mig til þess að semja eftirfarandi
ljóð:
Þegar himinninn heiðskír
og glóandi af morgunroða
vefur sig utan um
það
sem ætíð er fagurt
og blítt
verður úr því enn meiri og annars konar fegurð
og blíða
sem fá mig til að doka við
og hætta öllu
nema kannski
hægum andardrætti
og segja stundarhátt
við sjálfan mig
og það
sem blasir við augum:
Þessi hugmynd
um að til sé algóður guð
er alls ekki svo galin.
Ég vildi að ég tryði á þennan guð þótt ekki væri nema
vegna þess að þá vissi ég að það hefði verið vel tekið á móti
þér hinum megin við móðuna miklu. Algóður guð hefði
örugglega tekið á móti þér með fangið fullt af bókum. Meðal
þeirra hefði verið Saga Ástu eftir Jón Kalman, vegna þess að
guð hefði ekki sparað við þig það besta og ólíklegt að hann
hefði tekið eftir því í annríki aðventunnar að þú ert auðvitað
búin að lesa hana. Nú ef efasemdir mínar um tilvist guðs
reynast réttar þá gerir það í sjálfu sér ekkert til, vegna þess
að þú verður alltaf hérna í mannheimi endurborin í afkom-
endum þínum, þeim sem eru til í dag og þeim sem munu
fæðast síðar. Þannig heldur lífið okkar áfram þótt við deyjum
og er bæði með okkur og án í sömu andrá. Elsku systir mín
góða, ég er viss um að ég mun finna fyrir fjarveru þinni það
sem ég á eftir ólifað, þótt ég vonist til þess að geta af og til séð
einstaka hreyfingu og svip sem tilheyra þér og fundið fyrir
mýktinni þinni með því að umgangast afkomendur þína. Það
breytir því hins vegar ekki að heimurinn er nú allur annar.
Kári Stefánsson
Helga Stefánsdóttir
Fædd 26. júlí 1945 og lést 6. desember 2017.
Jarðsungin 21. desember 2017.
Hópur tónlistarfólks frá Íslandi, Georgíu, Marokkó, Líbanon og Þýskalandi heldur í kvöld jólatónleika í húsnæði Hjálpræðis-
hersins í Mjódd en ágóðinn af tónleik-
unum rennur til Hjálpræðishersins og er
meiningin að hann verði nýttur í opna
daga sem eru á þriðjudögum og fimmtu-
dögum þegar fólki er boðið að koma og
fá mat, sækja sér margvíslega félagsþjón-
ustu, ráðgjöf og fleira.
„Ég hef haft það sem sið að halda tón-
leika rétt fyrir jól og fæ til liðs við mig
fjölbreytt tónlistarfólk úr mismunandi
áttum. Í þetta skiptið, þegar ég stóð
frammi fyrir annasömu hausti og fjöl-
mörgum uppákomum, sviðsverkum,
tónleikum og fleiru, reyndist erfitt að
koma saman hópi og finna tónleikastað,
í ljósi þess að nú hefur aldrei verið jafn
mikil vertíð í jólatónleikahaldi,“ segir
Bragi Árnason tónleikahaldari.
„Ég komst svo í samband við aðstand-
endur Hjálpræðishersins, þar sem ég
hafði í huga að gera einhvers konar
fjáröflunartónleika. Þeim leist mjög vel
á framtakið, og buðu okkur upp á tón-
leikaaðstöðu hjá sér í Mjódd, með frá-
bæru sviði, hljóðkerfi, ljósum, heilt yfir
frábærri aðstöðu. Aðgangur er ókeypis
en það verða síðan söfnunarbaukar á
svæðinu þar sem fólki er velkomið að
leggja til frjáls framlög, sem renna beint
til starfsemi Hjálpræðishersins.“
Hljómsveitina skipa Sigrún Krist-
björg Jónsdóttir, Rusa Petriashvili, Imad,
Thabit Lakh, Salome Onashvili, Valentin
Valle Domring, Martin Tornow og Bragi
Árnason. Bragi segir að komin séu á blað
alls konar jóla-, vetrar- og stemmingslög
og einnig segir Bragi, sem hefur fengist
við uppistand, að það sé aldrei að vita
nema einhver skemmtiatriði verði á
milli laga. Tónleikarnir hefjast klukkan
níu í kvöld.
stefanthor@frettabladid.is
Fjáröflunartónleikar í
húsi Hjálpræðishersins
Tónlistarfólk víða að úr heiminum leikur á sérstökum fjáröflunar-jólatónleikum í hús-
næði Hjálpræðishersins í Mjóddinni. Ágóðinn rennur til opinna daga, verkefnis Hjálp-
ræðishersins, þar sem fólk getur nálgast alls kyns þjónustu á þriðju- og fimmtudögum.
Hópurinn sem leikur á tónleikunum er úr öllum áttum, m.a. frá Georgíu og Líbanon.
69 Vespasíanus verður keisari Rómar.
860 Aðalbert verður Englandskonungur.
1844 Jónas Hallgrímsson yrkir stökur, sem hefjast á:
„Enginn grætur Íslending...“
1929 Varðskipið Þór strandar við Húnaflóa, mannbjörg
verður. Þetta er fyrsta íslenska varðskipið sem bar fallbyssu.
1930 Ríkisútvarpið hefur útsendingar.
1945 Ölfusárbrú er formlega opnuð fyrir umferð. Hún er
hengibrú með 84 metra á milli stöpla og leysir af hólmi brú
frá 1891.
1952 Kveikt er í fyrsta sinn á stóru jólatré á Austurvelli, sem
er gjöf frá Óslóarbúum til Reykvíkinga.
1969 Árnagarður er vígður, en þar er Stofnun Árna Magnús-
sonar til húsa auk kennsluhúsnæðis fyrir Háskóla Íslands.
1975 Sex manna hópur palestínskra skæruliða, þar á meðal
Sjakalinn Carlos, tekur orkumálaráðherra þrettán OPEC-ríkja
í gíslingu í Vínarborg.
1981 Belís fær sjálfstæði frá Bretlandi.
1984 Sovéska könnunarfarinu Vega 2 er skotið upp.
1988 Flugslys verður við Lockerbie í Bretlandi. Alls farast
270 manns, þar af 243 farþegar, 16 í áhöfn og 11 á jörðu
niðri.
1990 Skipafélagið Samskip er stofnað um skiparekstur
Sambands íslenskra samvinnufélaga.
2001 Ný kvikmyndalög taka gildi á Íslandi og Kvikmynda-
miðstöð Íslands er stofnuð.
2012 Nýtt tímabil hefst samkvæmt tímatali Azteka.
Merkisatburðir
Ástkær sonur okkar,
faðir, bróðir og mágur,
Þorvaldur Magnússon
lést 12. desember síðastliðinn.
Útför hans fer fram í Grafarvogskirkju
föstudaginn 22. desember kl. 13.00.
Kristín Guðmundsdóttir Sigurður Óli Sigurðsson
Særós Kristín Þorvaldsdóttir Engill Þór Hölluson
Harpa Særós Magnúsdóttir
Ólafur Jónsson Guðmundur F. Magnússon
og fjölskyldur.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Esjugrund 66, Reykjavík,
lést á Landspítalanum 9. desember
2017. Útför hennar hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Ólafur Friðriksson
synir, tengdadætur og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Örn Erlendsson
hagfræðingur,
andaðist mánudaginn 18. desember.
Útför hans fer fram frá Háteigskirkju
fimmtudaginn 4. janúar kl. 15.00.
Finnbogi Rútur Arnarson Þórunn Hreggviðsdóttir
Sigríður Arnardóttir Kristján Franklín Magnús
Ormur Jarl Arnarson Amanda Garner
Rolf Hákon Arnarson Eva Sif Jóhannsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra
sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför
Helgu Guðmundsdóttur
Dalbraut 20, Reykjavík.
Gréta Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir
2 1 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U d A G U r42 T í m A m ó T ∙ F r É T T A b L A ð I ð
tímamót
2
1
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
9
3
-A
B
2
4
1
E
9
3
-A
9
E
8
1
E
9
3
-A
8
A
C
1
E
9
3
-A
7
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
9
6
s
_
2
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K