Fréttablaðið - 21.12.2017, Blaðsíða 94
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is,
Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI
512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG
SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
13.12.17 - 19.12.17
1 2
5 6
7 8
109
43
Syndafallið
Mikael Torfason
Saga Ástu
Jón Kalman Stefánsson
Myrkrið veit
Arnaldur Indriðason
Gatið
Yrsa Sigurðardóttir
Mistur
Ragnar Jónasson
Fuglar
Hjörleifur H. / Rán F.
Sakramentið
Ólafur Jóhann Ólafsson
Amma best
Gunnar Helgason
Þitt eigið ævintýri
Ævar Þór Benediktsson
Heima
Sólrún Diego
Steinunn Anna Sigurjóns-dóttir, sem starfar sem sál-fræðingur hjá Litlu kvíða-meðferðarmiðstöðinni, þekkir það vel af eigin raun hversu kvíðvænlegur tími
jólin geta verið fyrir suma.
„Ég hef átt jól þar sem ég íhugaði
sjálfsvíg. Reyndar er það ekki svo
sjaldgæft að íhuga sjálfsvíg þegar
okkur líður illa. Það er bara stund-
um erfitt að vera til. Og þegar það er
erfitt að vera til þá eru jólin sérstak-
lega erfið.“ Steinunn Anna verður
vör við að fyrri skjólstæðingar sæki
aftur til hennar í desember. „Jólin
eru mjög tilfinningaþrunginn tími
og þau virðast ýfa upp tilfinningar
okkar, hvort sem þær eru gleðilegar
eða erfiðar.“
En hvað ráðleggur hún þeim sem
glíma við erfiðar hugsanir á aðvent-
unni og í kringum jól að gera?
„Það er sérstaklega gaman að eiga
kærasta á jólunum og það er enn þá
þungbærara að vera einhleyp/ur á jól
num (ef þig langar ekki að vera ein-
hleypur). Það er frábært að kaupa
sér jólakjól þegar þú ert ánægð/ur
með útlitið og til hvers að kaupa sér
jólaföt þegar maður lítur hvort eð er
svona illa út?
Allt sem er æðislegt verður stór-
kostlega æðislegt og allt sem er ömur-
legt verður óyfirstíganlega ömurlegt.
Næstum allir hjónaskilnaðir sem ég
hef orðið vitni að í kringum mig hafa
átt sér stað í nóvember eða desember.
Ég er ekki viss um að við ættum
að taka stórar ákvarðanir um lífið á
þessum árstíma.
Ef þú hefur einhvern tímann
kynnst miklum missi þá finnur þú
fyrir því á þessum árstíma. Ef þú ert
ekki á góðum stað í lífinu, þá hellist
sorgin yfir þig af fullum þunga, eða
eru þetta fyrstu jólin eftir mikinn
missi?
Ef þér líður vel með líf þitt í dag
eða lengra er liðið frá missi þá verður
þetta svona ljúfsár tilfinning. Þú situr
á jólatónleikum og kórinn byrjar að
syngja Nóttin var sú ágæt ein og þú
ert full/ur af gleðisorg, eins og gulbláu
kúlurnar í Inside Out (ef þú hefur
ekki séð hana, mæli ég með henni).
Grátur sem felur í sér sorg/þakk-
læti fyrir að vera ekki á þeim stað
sem þú varst á einu sinni á jólunum
er mjög gefandi. Þá geta jólin verið
ofboðslega góður árstími þó að stutt
sé í erfiðar tilfinningar og grátinn.
Þú, sem langar ekki að vera til akk-
úrat núna, bíddu bara aðeins.
Kveiktu samt á kertum, gráttu
dálítið, taktu á móti sorginni, dep-
urðinni og einmanaleikanum með
eins mikilli hlýju og þér er unnt. Ekki
gera ráð fyrir að þér muni líða svona
illa á nýju ári. Þetta eru líka bara þessi
jól, segir Steinunn Anna.“
astahrafnhildur@frettabladid.is
Jólin eru ekki alltaf
gleði og gaman
Jólin með öllu sínu glimmeri og glitri eru í huga flestra tími gleði
og hamingju, en raunin er sú að þessi hátíð vekur einnig upp
kvíða og depurð hjá fjölmörgum. Ýmislegt er samt hægt að gera.
Steinunn Anna Sigurjónsdóttir ráðleggur þeim sem kvíða jólunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Góð ráð fyrir þá sem eru
einir og einmana á jólum
l Gefðu þér leyfi til að gera það
sem þig langar til eins og þér
veitist kostur á.
l Er komin sería á Netflix sem
þig langar að sjá?
l Ertu búin að spila Witcher III
í PS4?
l Gætir þú hugsað þér að fara í
heitt bað með nýjustu bókina
hennar Yrsu?
l Göngutúrar í upplýstum kirkju
görðum eru notalegir, líka
heimsóknir til ömmu og afa.
l Áttu vin sem þú hefur ekki
heyrt í lengi, sem væri til í
koma með þér í bíó eða kíkja
í kaffi?
l Áttu pening og gætir þess
vegna ákveðið að fara til Taí
lands yfir jólin?
l Áttu hlýja sokka og náttslopp
til þess að ganga um í heima
hjá þér?
l Gætir þú hugsað þér að baka
lakkrístoppa (það er mjög ein
falt og ódýrt)?
l Jólin geta verið falleg, líka fyrir
okkur sem langar stundum
ekki að vera til.
2 1 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U d A G U r78 l í F I ð ∙ F r É T T A b l A ð I ð
2
1
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
9
3
-6
A
F
4
1
E
9
3
-6
9
B
8
1
E
9
3
-6
8
7
C
1
E
9
3
-6
7
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
9
6
s
_
2
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K