Fréttablaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 20
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Leggjum lúxusvanda- málunum yfir hátíðirnar, hættum kvabbi og kveini, þökkum fyrir okkur og stefnum að því að fækka þeim sem verða út undan í okkar gjöfula samfélagi. Mín skoðun Guðmundur Steingrímsson Í dag er síðasti dagur reddinga fyrir jólin. Í dag verður því bjargað sem bjargað verður varðandi jólagjafir, skrautið, kortin, matinn, fötin. Á morgun blasir staðreyndin við: Jólin eru komin. Í öllum erlinum er allt eins líklegt að það gleymist af hverju maður er að þessu, jólastússinu. Í myrkrinu og rokinu göslast maður milli búða með drynjandi jóla- tónlist fasta í hausnum – jó jó jólin eru að koma – og gleymir einmitt þessu. Af hverju er maður að þessu? Dísess kræst, andvarpar maður í dyragættinni í Kringlunni áður en maður hellir sér í mannfjöldann. Ástæða jólanna, sjálfur frelsarinn, er þó enn lifandi í meðvitund manns sem andvarp. Fyrir ári síðan Á síðustu jólum ákallaði ég Jesús mjög stíft. Þá fékk ég nóróveiruna. Í eina örskotsstund eftir klukkan sex á aðfangadag gafst mér ráðrúm til að hrökkva í jóla- skap með mínum nánustu, lifa og njóta, en svo setti mig stigvaxandi hljóðan yfir borðhaldinu. Ónotin fóru vaxandi. Á meðan sumir fengu möndluna fékk ég sem sagt þetta. Nóró. Við tóku þrír dagar í fóstur- stellingu. Ég vann ljótujólapeysukeppnina sem haldin var í fjölskyldunni á jóladag klárlega, en ekki vegna þess að ég var í svo ljótri peysu heldur vegna þess hvað ég var sjálfur ljótur og í peysu. Í miðri viðureign við pestina var ekki sjón að sjá mig. Aflið í jólunum Samt voru þetta merkilega góð jól. Þau voru kannski ekki þau bestu, en góð samt. Málið er þetta: Jólin eru í eðli sínu góð. Þau eru hátíð hins góða. Í miðjum erlinum – í slabbinu í myrkrinu – vill það kannski gleymast, en á endanum skín það alltaf í gegn: Þetta er kærleikshátíð. Kærleikur er afl sem öllu fólki býðst að nota í öllum kringumstæðum til þess að gera heiminn betri. Jólin eru hátíð þessa afls. Í mínum huga er Jesús í einhverjum skilningi tákn- mynd, sonur, afsprengi þessa afls. Með því að fagna fæðingu Jesúss á jólunum er maður að fagna þessu afli og endurnýja það í sálinni. Þessi einfalda hug- mynd nægir mér til að skilja jólin. Mér finnst þetta vera kjarni þeirra. Upp að þessu marki trúi ég. Svo er ég ekki mikið að elta ólar við frekari álitamál. Aldrei færi ég að skipta skapi í rökræðu um það hvort Jesús hafi gengið á vatni eða ekki. Um daginn var fullt af fólki að ganga á vatni í miðbæ Reykjavíkur. Það var ekkert flókið við það. Róttækur boðskapur Mér finnst ég fyrst og fremst geta fagnað fæðingu Jes- úss út af því hversu ótrúlega flottur boðskapur hans er. Hann var magnaður heimspekingur. Speki hans er sígild. Þessi mikla áhersla hans á það að maður viður- kenni breyskleika sinn og láti af dómhörku í garð annarra, hún er mögnuð. Í fósturstellingunni uppi í pestarbæli á jólunum finnur maður það svo sterkt hversu lítill maður er og vanmáttugur. Við erum öll undirseld sama eyðingarmættinum, öll leiksoppar alls kyns afla og hvata, fórnarlömb eigin breysk- leika og ófullkomnunar. Við erum iðandi mannhaf í Kringlunni, öll að redda hlutum á síðustu stundu. Dæmið ekki, segir Jesús. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Þetta er ótrúlega róttækt. Getum við farið eftir þessu? Er það hægt? Út af öllu þessu sem býr að baki – allri þessari sögu og róttæku, fallegu og umhugsunarverðu speki – eru jólin alltaf jafn kraftmikil. Ég fæ alltaf gæsahúð þegar kirkjuklukkurnar hringja í útvarpinu og þulurinn segir þessi orð, líkt og hann boði fagnaðarerindið sjálfur: Útvarp Reykjavík. Útvarp Reykjavík. Gleðileg jól. Þá má nóróveiran koma fyrir mér. Jesús minn Stundum er engu líkara en að á Íslandi ríki styrjaldarástand, slík eru stóryrðin í opinberri umræðu. Ef einungis væru lesnar fréttir og viðhorfsgreinar mætti halda að hér væri allt á hverfanda hveli.Gerspilltar ríkisstjórnir með Panama- höfðingja í broddi fylkingar. Núna með stuðningi svikulla vinstrimanna sem segja eitt en iðka annað. Kirkjunnar fólk sem fær milljónir í aftur- virkar kauphækkanir. Dómsmálaráðherra sem situr sem fastast þrátt fyrir að dómstólar segi hana ekki hafa farið að lögum. Við þetta má svo bæta viðvarandi deilum um fiskveiðistjórnun, landbúnað, gjaldmiðil, spítala og nýja stjórnarskrá. Hvert stefnum við eiginlega ef ekki tekst að ná sátt um slík grundvallarmál? Þegar betur er að gáð er ekki allt sem sýnist. Á Íslandi ræður ríkisstjórn sem nýtur fordæmalauss stuðnings meðal landsmanna. Efnahagslífið er með blóma þótt vitaskuld séu blikur á lofti, hættu- merki góðærisins sem við þekkjum öll frá fyrri tíð. Nánast hvergi á byggðu bóli ríkir meiri jöfnuður en á Íslandi, hvort sem litið er til eigna eða meðal- tekna. Við búum við ágætt heilbrigðiskerfi og skóla- kerfið er gott á nánast alla mælikvarða, þótt auð- vitað megi gera betur. Listir, menning og íþróttir blómstra svo eftir er tekið um lönd og álfur. Ísland er í fremstu röð í jafnréttismálum, þótt auðvitað þurfi alltaf að halda jafnréttisbaráttu áfram. Nýlegar væringar bera vott um það. Hér ríkir bæði málfrelsi og tjáningarfrelsi og öfl- ugir fjölmiðlar eru starfræktir. Þrátt fyrir að sumir þeirra eigi það til að setja sig í hlutverk fórnar- lambsins í þeim efnum. Raunveruleg og áþreifanleg vandamál á borð við styrjaldir og hungursneyð þekkjum við aðeins af afspurn. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir forsetann okkar eins og sumar mun stærri þjóðir, og leiðtogar okkar hafa heldur ekki farið í óþarfa uppreisn gegn Evrópusambandinu þvert á eigin hagsmuni líkt og hjá annarri þekktri stórþjóð. Nánast er sama hvar borið er niður. Ísland er öruggt land þar sem gott er að alast upp. Vanda- mál okkar eru í flestum samanburði fremur smá- vægileg – svokölluð fyrsta heims vandamál. Gleymum því þó ekki að hér í okkar litla landi er engu að síður fólk sem á um sárt að binda. Gerum okkar til að rétta hlut þess varanlega. Í landi þar sem stærstu vandamálin eru laun biskups og afleikur dómsmálaráðherra á enginn að þurfa að líða skort. Leggjum lúxusvandamálunum yfir hátíðirnar, hættum kvabbi og kveini, þökkum fyrir okkur og stefnum að því að fækka þeim sem verða út undan í okkar gjöfula samfélagi. Það er stærsta verkefni samtímans. Gleðileg jól. Lúxusvandi PREN TU N .IS mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is PREN TU N .IS TARTALETTUR Íslenskar hátíðar ................................................ 2 3 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r20 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN 2 3 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 8 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 8 -7 8 9 4 1 E 9 8 -7 7 5 8 1 E 9 8 -7 6 1 C 1 E 9 8 -7 4 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.