Fréttablaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 18
Tæpum tveimur og hálfum mánuði eftir alþingis-kosningarnar 2016 var nýr stjórnar sáttmáli Sjálfstæðisflokks- ins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntur. Bjarni Benediktsson tók við lyklunum að forsætisráðuneyt- inu af Sigurði Inga Jóhannssyni hinn 11. janúar síðastliðinn. Benedikt Jóhannesson, þáverandi formaður Viðreisnar, varð fjármála- og efna- hagsráðherra og Óttarr Proppé, for- maður Bjartrar framtíðar, varð heil- brigðisráðherra. Ellefu ráðherrar sátu í ríkisstjórninni. Þar af sex frá Sjálfstæðisflokki, þrír frá Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. Í júní var Sigríður Andersen dómsmála- ráðherra gagnrýnd harðlega fyrir að neita að veita bæði þolendum Róberts Downey og fjölmiðlum gögn er vörðuðu uppreist æru hans. Synjunin var kærð til úrskurðar- nefndar um upplýsingamál. Bjarni leiðir ríkisstjórn Hinn 14. september upplýsti fréttavefurinn Vísir svo að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætis- ráðherra, hefði veitt dæmdum kyn- ferðisbrotamanni, Hjalta Sigurjóni Haukssyni, umsögn þegar Hjalti sótti um uppreist æru. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra viður- kenndi þann sama dag að hafa veitt Bjarna upplýsingar um málið um sumarið. Samstundis var boðað til fundar í stjórn Bjartrar framtíðar vegna trúnaðarbrests sem forystu- menn flokksins töldu að væri kom- inn upp. Á fundinum var ákveðið að slíta stjórnarsamstarfinu. Gengið var til kosninga 28. október. Niður- staðan varð sú að Björt framtíð fékk engan þingmann kjörinn. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fengu hins vegar kjörna menn. Þar með höfðu átta stjórnmálaflokkar fulltrúa á þingi, fleiri en nokkru sinni fyrr. Stjórnarmyndunarvið- ræður VG, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata skiluðu ekki árangri og hófust þá viðræður milli VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Ný ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur tók svo við 30. nóvember. Skammlífasta ríkisstjórn lýðveldisins 24. júní Barnsmóðir Hafþórs Júlíus- ar Björnssonar vaxtarræktarmanns sakar hann um alvarlegt ofbeldi í opnuviðtali í Fréttablaðinu. Júlí 5. júlí Markaðurinn greinir frá því að fjórir stjórnendur LBI fá að meðaltali um 90 milljónir á mann vegna fyrir- framgreiðslu frá Landsbankanum. 10. júlí Ólafur Arnarson segir af sér sem formaður Neytendasam- takanna eftir deilur við stjórnina. 19. júlí Erlendur ferðamaður fellur í Gullfoss. Leit hefst. 28. júlí John Snorri Sigurjónsson nær á topp K2. Ágúst 2. ágúst Afmælisveisla haldin fyrir afganska hælisleitandann Haniye sem til stóð að vísa brott. 16. ágúst Vogunarsjóðir og Gold- man Sachs ætla ekki að nýta sér kaupréttinn í Arion banka. 22. ágúst Réttað í máli Thomas Møller Olsen vegna morðsins á Birnu Brjánsdóttur. 23. ágúst Umhverfisstofnun sendir United Silicon bréf og segir að slökkt verði á kísilverksmiðjunni. September 14. september Björt framtíð ákveður að ganga út úr stjórnar- samstarfinu vegna upplýsinga um að faðir forsætisráðherrans hafi mælt með því að Hjalti Sigurjón Hauksson fengi uppreist æru. 21. september Greint frá því að biskup Íslands hafi sent Ólaf Jóhannsson sóknarprest í Grensás- kirkju í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. 29. september Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að myrða Birnu Brjánsdóttur. Október 9. október Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggir sér þátttökurétt á HM 2018. 11. október Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður formaður Viðreisnar. 28. október Kosið til Alþingis. Átta flokkar fá kjörna þingmenn, fleiri en nokkru sinni fyrr. Nóvember 21. nóvember Stjórnmálakonur tjá sig opinskátt um kynferðislega áreitni og birta áskorun þar sem stjórnmálaflokkar eru hvattir til að taka á málum. Konur í fjölda starfs- stétta fylgja á eftir. 22. nóvember Miklir skjálftar í Öræfajökli. Sóknarprestur í Öræfum segir íbúa þó rólega. 30. nóvember Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins kynntur opinberlega. Desember 1. desember Katrín Jakobsdóttir tekur við forsætisráðuneytinu. 17. desember Flugvirkjar Icelandair leggja niður störf í tæpa tvo sólar- hringa í baráttu sinni fyrir betri kjörum. 18. desember Lögregluyfirvöld á Íslandi og í Evrópu greina frá því að stór fíkniefnasmyglhringur hafi verið upprættur. Hald lagt á um 200 milljónir króna. Bjarni tók við lyklum að forsætisráðuneytinu úr hendi Sigurðar Inga. Þeir áttu eftir að mynda ríkisstjórn saman síðar á árinu. FréttaBlaðIð/VIlhelm Bjarni Benediktsson sagði frá því á blaðamannafundi í Valhöll að hann teldi ekki unnt að mynda nýja ríkisstjórn. Því þyrfti að boða til nýrra kosninga. FréttaBlaðIð/ernIr Þrjár stjórnmálakonur, þær Heiða Björg Hilmisdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir og Hanna María Sigmunds- dóttir, sögðu frá valdbeitingu karla í stjórnmálum í opinskáum fjöl- miðlaviðtölum hinn 21. nóvem- ber. Skoruðu þær á forystumenn stjórnmálaflokkanna að bregðast við. Konur úr fjölmörgum starfs- stéttum fylgdu í kjölfarið. Með hverri áskorun hafa fylgt lýsingar á óviðurkvæmilegri hegðun karl- manna gagnvart konum og í mörg- um tilfellum alvarlegu ofbeldi sem karlmenn eru sakaðir um að hafa beitt konur. Eftir að byltingin sem fékk heitið #metoo – Í skugga valdsins hófst hér á landi eru dæmi um að karlmenn hafi sagt upp störfum eða verið vikið úr störfum vegna framkomu sinnar. Í skugga valdsins Katrín Jakobsdóttir var ein þeirra kvenna sem lásu upp #metoo sögur í Borgarleik-húsinu. FréttaBlaðIð/SteFán innlendar fréttir ársins 2017 2 3 . D e S e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r18 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 2 3 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 8 -6 4 D 4 1 E 9 8 -6 3 9 8 1 E 9 8 -6 2 5 C 1 E 9 8 -6 1 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.