Fréttablaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 40
þulinn segja „Útvarp Reykjavík, Útvarp Reykjavík, gleðileg jól“.“ Aftansöngurinn er samofinn jólahaldi flestra núlifandi Íslend- inga allt frá barnæsku. „Þetta er mjög hátíðleg stund, þar sem fólk er prúðbúið og tilbúið að taka á móti jólunum. Þögnin í útvarpinu er látin vera í loftinu en um leið og klukkurnar byrja að klingja vita allir að jólin eru komin, fallast í faðma og óska gleðilegra jóla.“ Hefð okkar Íslendinga Í árdaga útvarps var lítið um útvarpsefni utan frétta, en Lands- símahúsið og Dómkirkjan stóðu nálægt hvort öðru og var stundum útvarpað frá útförum með beinni línu á milli húsa. „Það var einfalt og þægilegt og því var auðvelt að útvarpa aftan- söngnum líka. Hann varð fljótt að mjög sterkri hefð meðal lands- manna, eins og guðsþjónustan á sunnudögum, sem er önnur sterk og gömul hefð. Þjóðin kunni vel að meta þessa þjónustu sem þótti eðlileg fyrir þá sem ekki komust að heiman eða voru fastir í vinnu, því margar starfsstéttir vinna á jólum og komast ekki til kirkju, sem og sjúklingar og aldraðir,“ segir Jónatan. Mælingar á hlustun sýna að nán- ast allir sem kveikt hafa á útvarpi á aðfangadag hlusta á aftansönginn. „Aftansöngurinn er hefð okkar Íslendinga og sér ekki fyrir endann á henni þótt komið hafi til umræðu að breyta þessu. Það sama á við um sunnudagsmessuna, en allt tal um að leggja hana af hefur alltaf mætt sterkum mótbyr þeirra sem hlusta og það er merkilega stór hópur,“ segir Jónatan. Dómkirkjuprestarnir sjá oftast um aftansönginn og í ár verða það séra Sveinn Valgeirsson og séra Karl Sigurbjörnsson í Dóm- kirkjunni. Á jóladag klukkan 11 sér séra Bjarni Þór Bjarnason um jóla- messu frá Seltjarnarneskirkju og á annan í jólum klukkan 11 verður útvarpað frá messu í Grafarvogs- kirkju undir prédikun Örnu Ýrar Sigurðardóttur. Á gamlárskvöld verður messað samkvæmt venju frá Hallgrímskirkju undir prédikun séra Sigurðar Árna Þórðarsonar og Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar og á nýársdag klukkan 11 prédikar frú Agnes M. Sigurðardóttir frá Dómkirkjunni í Reykjavík og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 Jónatan Garðarsson er dagskrárritstjóri Rásar 1 á RÚV. MYND/EYÞÓR Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@365.is HVERAGERÐIS- PRESTAKALL JÓL OG ÁRAMÓT 2017 Helgistund Kotstrandarkirkja 24. desember kl. 13:00 Friðarloginn frá Betlehem borinn í kirkju og garð. Tónlist og almennur söngur Aftansöngur Hveragerðiskirkja 24. desember kl. 18:00 Hátíðarguðsþjónusta Kotstrandrkirkja 25. desember kl. 14:00 Aftansöngur Hveragerðiskirkja 31. desember kl. 17:00 Hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar fluttir við aftansöngva og í hátíðarguðsþjónustu af Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna undir stjórn Miklósar Dalmay. HELGIHALD Í DÓMKIRKJUNI UM JÓL OG ÁRAMÓT Aðfangadagur 24. desember Dönsk messa kl. 15:00, séra Þórhallur Heimisson Aftansöngur kl. 18:00, Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Hjálmar Jónnson þjónar. Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30 sr. Karl Sigurbjörnsson biskup og Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Jóladagur 25. desember Messa kl. 11:00 Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar, séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Dagbjört Andrésdóttir syngur einsöng. Dómkórinn, Kári Þormar. Annar í jólum 26. desember Messa kl. 11:00 sr. Sveinn Valgeirsson prédikar, kór Menntaskólans í Reykjavík og organisti Kári Þormar. Gamlársdagur 31. desember Aftansöngur kl. 18:00 sr. Sveinn Valgeirsson prédikar. Nýársdagur kl.11 Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn og Kári Þormar. Helgihald í Langholtskirkju um jól og áramót Aðfangadagur - aftansöngur jóla kl. 18 Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar. Kór Langholtskirkju leiðir sönginn ásamt eldri félögum undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Jóna G. Kolbrúnardóttir söngkona syngur einsöng. Jóladagur – sálmar og textar jólanna kl. 14 Komið og syngjum saman uppá­ halds jólasálmana leidd af Kór Langholtskirkju og eldri félögum undir stjórn Magnúsar Ragnars­ sonar organista. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar. Annan í jólum - fjölskyldumessa kl. 14 Sr. Jóhanna Gísladóttir æskulýðsprestur þjónar. Barnakórinn Graduale Liberi flytur helgileik undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur kórstjóra. Organisti Magnús Ragnarsson. Gamlársdagur – guðsþjónusta kl. 16 – Athugið breyttan tíma. Sr. Jóhanna Gísladóttir æskulýðsprestur þjónar. Kór Langholtskirkju leiðir sönginn ásamt eldri félögum undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Allar nánari upplýsingar um helgihald og safnaðarstarf er að finna á heimasíðu kirkjunnar www.langholtskirkja.is Starfsfólk og sjálfboðaliðar Langholtskirkju biðja lesendum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. HELGIHALD Í DIGRANESKIRKJU UM JÓL OG ÁRAMÓT Aðfangadagur jóla 24. des. Jólagleði í Digraneskirkju kl. 15:00. Fjölskyldustund undir stjórn Maríu Magnúsdóttur. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Aftansöngur kl. 18:00. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Organ- isti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Einsöngvari Einar Clausen. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Jóladagur 25. desember Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Organ- isti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Einsöngvari Una Dóra Þorbjörnsdóttir. Sr. Magnús Björn Björnsson & sr. Gunnar Sigurjónsson. Föstudagur 29. desember Jólastund eldri borgara Hjalla- og Digranessóknar í Digraneskirkju kl. 14:00. Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi syngur. Kórstjóri og organisti Bjartur Logi Guðnason. Gamlársdagur 31. des. Aftansöngur kl. 16:00. Ath. breyttan tíma. Kammerkór Digraneskirkju. Einsöngvarar: Marteinn Snævarr Sigurðsson & Ásdís Arnalds. Organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. sr. Gunnar Sigurjónsson & sr. Magnús Björn Björnsson. Víðistaðakirkja HELGIHALD Í VÍÐISTAÐAKIRKJA UM JÓL OG ÁRAMÓT Aftansöngur Aðfangadag kl. 17:00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmunds­ dóttur. Einsöngur: Elmar Gilbertsson tenór. Hljóðfæraleikur: Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir fiðla og Guðbjartur Hákonarsson selló. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur Miðnæturguðsþjónusta Aðfangadag kl. 23:30 Einsöngur: Guðbjörg Tryggvadóttir sópran Hljóðfæraleikur: Antonía Hevesi Prestur : Sr. Hulda Hrönn Helga­ dóttir héraðsprestur Hátíðarguðsþjónusta Jóladag kl. 14:00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmunds­ dóttur. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur Helgistund Gamlársdag kl. 17:00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmunds­ dóttur. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur ÁSKIRKJA HELGIHALD Í ÁSKIRKJU UM JÓL OG ÁRAMÓT Aðfangad. jóla, 24. des.: Aftansöngur kl. 18. Hátíðasöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar. Jóladagur, 25. des.: Hátíðarguðsþjónusta á Skjóli kl. 13. Hátíðarguðsþjónusta í Áskirkju kl. 14. Hátíðasöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar. Föstudagur 29. des. Jólaguðsþjónusta á Dalbraut 27 kl. 13. Gamlárskvöld, 31. des.: Aftansöngur kl. 18. Hátíðasöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar. Föstudagur 5. jan. 2018 Guðsþjónusta í Norðurbrún 1 kl. 14. Sunnudagur 7. jan. Messa kl. 11. Sunnudagur 14. jan. Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Opið hús hefur göngu sína eftir jólahlé fimmtudaginn 11. janúar 2018 og verður vikulega til vors. Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! Þökkum árið sem er að líða. Sóknarprestur, sóknarnefnd og starfsfólk Áskirkju. Nánast allir sem kveikt hafa á útvarpi hlusta á aftansönginn. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . D E S E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U RHÁtÍÐAR- oG GuÐÞJÓNuStuR 2 3 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 3 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 8 -A 5 0 4 1 E 9 8 -A 3 C 8 1 E 9 8 -A 2 8 C 1 E 9 8 -A 1 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.