Fréttablaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 39
Hátíðar- guðsþjónustur L AU G A R DAG U R 2 3 . d e s e m b e r 2 0 1 7 Þögnin boðar helgan jólafrið Allt frá árinu 1930 hafa klukkur dómkirkjunnar í reykjavík hringt inn jólin í útvarpi allra lands- manna þegar klukkan slær sex á aðfangadagskvöld. Himneskur klukknahljómurinn er forleikur að aftansöng í útvarpinu sem þjóðin bíður eftir. Þá eru jólin sannarlega komin og hátíð ríkir í bæ. ➛2 Tilfinningar verða mjög sterkar og geðshræring grípur um sig þegar kirkjuklukkurnar í útvarpinu hringja inn jólin. Margir finna til söknuðar og ég hef heyrt í fólki utan úr heimi sem finnur til mikillar heimþrár þegar þessi stund rennur upp og þrá þá ekkert heitar en að vera heima á Íslandi en ekki í útlöndum,“ segir Jónatan Garðarsson, dagskrárrit- stjóri Rásar 1 á RÚV. Jónatan er að tala um aftan- söng í útvarpinu á aðfangadags- kvöld, sem er órjúfanlegur hluti af jólahaldi Íslendinga. „Aftansöngurinn er hluti af þjóðarsálinni og þeirri stemn- ingu að tilheyra þjóð og finna samhug hennar. Fyrir mörgum er það svo að þegar klukkur Dóm- kirkjunnar hringja inn jólin í útvarpinu eru jólin loks komin og sannlega hægt að segja gleðilega hátíð,“ segir Jónatan. Andakt á undan aftansöng Útvarpið hóf útsendingar 20. desember 1930 og strax á aðfanga- dag sama ár var fyrst útvarpað frá aftansöng í Dómkirkjunni. Er aftansöngurinn eini dagskrárliður- inn sem haldist hefur óbreyttur á dagskrá Útvarps frá stofnárinu 1930, fyrir utan fréttir og veður- fréttir. „Fimmtán mínútna þögn er í Útvarpinu áður en aftansöngurinn hefst og er sú þögn samkvæmt mælingum einn af þeim dagskrár- liðum í útvarpi sem mest er hlust- að á á landsvísu. Fólk er þá með kveikt á útvarpinu og bíður þess að kirkjuklukkurnar klingi og aftan- söngur hefjist klukkan sex. Þögnin er hugsuð sem andakt í þögn og snýst um að fá kyrrðina sem fylgir komu jólanna, ekki ósvipað því sem er viðhaft í útförum þar sem fimm mínútna þögn ríkir áður en athöfn hefst,“ útskýrir Jónatan. Aftansöngur í útvarpinu er helgi- stund fyrir alla, hvar sem þeir eru staddir, með Guðs orði, jólaguð- spjallinu og jólasálmum. „Það er venja hjá velflestum Íslendingum að jólin komi með aftansöng í útvarpinu,“ segir Jónatan. „Mjög margir Íslendingar í útlöndum stilla á Rás 1 á þessum sama tíma og skiptir þá engu hvað klukkan er hjá þeim. Þeir vilja bara upplifa stemninguna sem fylgir því að hlusta á klukkur Dómkirkjunn- ar í Reykjavík klingja og útvarps- MYND/VILHELM Kynningarblað 2 3 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 9 8 -A 9 F 4 1 E 9 8 -A 8 B 8 1 E 9 8 -A 7 7 C 1 E 9 8 -A 6 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.