Fréttablaðið - 23.12.2017, Page 39

Fréttablaðið - 23.12.2017, Page 39
Hátíðar- guðsþjónustur L AU G A R DAG U R 2 3 . d e s e m b e r 2 0 1 7 Þögnin boðar helgan jólafrið Allt frá árinu 1930 hafa klukkur dómkirkjunnar í reykjavík hringt inn jólin í útvarpi allra lands- manna þegar klukkan slær sex á aðfangadagskvöld. Himneskur klukknahljómurinn er forleikur að aftansöng í útvarpinu sem þjóðin bíður eftir. Þá eru jólin sannarlega komin og hátíð ríkir í bæ. ➛2 Tilfinningar verða mjög sterkar og geðshræring grípur um sig þegar kirkjuklukkurnar í útvarpinu hringja inn jólin. Margir finna til söknuðar og ég hef heyrt í fólki utan úr heimi sem finnur til mikillar heimþrár þegar þessi stund rennur upp og þrá þá ekkert heitar en að vera heima á Íslandi en ekki í útlöndum,“ segir Jónatan Garðarsson, dagskrárrit- stjóri Rásar 1 á RÚV. Jónatan er að tala um aftan- söng í útvarpinu á aðfangadags- kvöld, sem er órjúfanlegur hluti af jólahaldi Íslendinga. „Aftansöngurinn er hluti af þjóðarsálinni og þeirri stemn- ingu að tilheyra þjóð og finna samhug hennar. Fyrir mörgum er það svo að þegar klukkur Dóm- kirkjunnar hringja inn jólin í útvarpinu eru jólin loks komin og sannlega hægt að segja gleðilega hátíð,“ segir Jónatan. Andakt á undan aftansöng Útvarpið hóf útsendingar 20. desember 1930 og strax á aðfanga- dag sama ár var fyrst útvarpað frá aftansöng í Dómkirkjunni. Er aftansöngurinn eini dagskrárliður- inn sem haldist hefur óbreyttur á dagskrá Útvarps frá stofnárinu 1930, fyrir utan fréttir og veður- fréttir. „Fimmtán mínútna þögn er í Útvarpinu áður en aftansöngurinn hefst og er sú þögn samkvæmt mælingum einn af þeim dagskrár- liðum í útvarpi sem mest er hlust- að á á landsvísu. Fólk er þá með kveikt á útvarpinu og bíður þess að kirkjuklukkurnar klingi og aftan- söngur hefjist klukkan sex. Þögnin er hugsuð sem andakt í þögn og snýst um að fá kyrrðina sem fylgir komu jólanna, ekki ósvipað því sem er viðhaft í útförum þar sem fimm mínútna þögn ríkir áður en athöfn hefst,“ útskýrir Jónatan. Aftansöngur í útvarpinu er helgi- stund fyrir alla, hvar sem þeir eru staddir, með Guðs orði, jólaguð- spjallinu og jólasálmum. „Það er venja hjá velflestum Íslendingum að jólin komi með aftansöng í útvarpinu,“ segir Jónatan. „Mjög margir Íslendingar í útlöndum stilla á Rás 1 á þessum sama tíma og skiptir þá engu hvað klukkan er hjá þeim. Þeir vilja bara upplifa stemninguna sem fylgir því að hlusta á klukkur Dómkirkjunn- ar í Reykjavík klingja og útvarps- MYND/VILHELM Kynningarblað 2 3 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 9 8 -A 9 F 4 1 E 9 8 -A 8 B 8 1 E 9 8 -A 7 7 C 1 E 9 8 -A 6 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.