Fréttablaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 30
Öll mál í einni hrúgu Það sem brennur á Björgvini nú svo stuttu eftir að hann hefur samþykkt tilboð Skjern er skortur á skilningi á aðstæðum hóps barna sem þurfa sér- hæfðan stuðning. Honum finnst illa búið að þessum hópi barna í íslensku samfélagi. „Ef æska mín er skoðuð í samhengi við þau börn sem Vinakot aðstoðar þá finnst mér það sem ég hef gengið í gegnum alger tittlinga- skítur. Þetta er hópur barna sem eru með fjölmargar greiningar. Þau hafa upplifað hluti sem ekkert barn á að þurfa að gera,“ segir Björgvin og segir að sér finnist það bæði skakkt og skringilegt að öllum þessum málum sé hrúgað saman í einn bunka. „Sama bunka og ég var í þegar mál mitt var til meðferðar hjá Barnaverndarstofu. Það er algerlega galið. Þessi hópur barna og ungmenna með fjölþættan vanda er gríðarlega krefjandi og svo langt frá því að passa inn í þennan margumtalaða kassa,“ segir Björgvin og beinir tali sínu til stjórnvalda sem honum finnst að ættu að greiða götu fyrirtækja sem vilja aðstoða börn í vanda og falla á milli kerfa. Týnast eða þurfa að bíða dýrmætan tíma lífsins. Falla á milli kerfa „Þó svo að nýr heilbrigðisráðherra ætli ekki að auka einkavæðingu innan heilbrigðiskerfisins þá vona ég að hún geri sér grein fyrir því að kerfið er fullt af götum sem góð og velviljuð fyrirtæki eru að fylla upp í og veita þannig ákveðnum hópum skjól sem kerfið getur ekki veitt þeim, allavega ekki að svo stöddu. Þess vegna er mikilvægt að heil- brigðiskerfið samþykki að þessi hópur barna sé einnig þess vanda- mál og sýni aukna ábyrgð. Þetta eru börn sem falla í raun inn á milli kerfa og þarfnast þess að það sé samfella í þjónustu ríkis og sveitarfélaga,“ segir Björgvin og segir úrlausn þessara mála hafa legið hjá mörgum aðilum. Björgvin hefur kynnt sér vel stöð- una í dag og vísar í skýrslu nefndar um samhæfða þjónustu við börn með alvarlegar þroska- og geðrask- anir sem var gefin út árið 2013. „Í skýrslunni kemur fram að það er ekki ljóst hver ber meginábyrgð á því að börn njóti nauðsynlegrar þjónustu og umönnunar og að for- eldrunum standi aðstoð til boða,“ segir Björgvin. Nefndin hafi rætt í þaula tengsl barnaverndar og þjónustukerfis fatlaðra og komist að þeirri niður- stöðu að þjónusta við þennan afmarkaða hóp eigi í meginatriðum heima innan þjónustukerfis fatlaðs fólks þar sem til staðar er þekking og reynsla af mismunandi fötlunum og aðgengi að mikilvægri nærþjónustu sveitarfélaga, hvort sem um er að ræða almenna félagsþjónustu, sér- hæfða þjónustu vegna fötlunar eða barnavernd. Krónur mega ekki verða hindrun Björgvin hefur áhyggjur af þessu og vill að vandað verði til verka. Fjár- mögnun megi ekki verða forsenda þjónustu. Börnin eigi að fá þjónustu skilyrðislaust. „Forsenda þess að sveitarfélögin geti tekið að sér þjónustu við börnin og fjölskyldur þeirra er sú að af hálfu ríkisins verði tekið sérstakt tillit til þeirra barna sem hafa miklar þjón- ustuþarfir vegna geð- og þroskarask- ana við mat á kostnaði sveitarfélag- anna við þjónustu við fatlað fólk. Nefndin talar um að leggja verði mat á þetta og eyrnamerkja mála- flokknum fé. Auðvitað er það synd að þetta skuli í lok dags alltaf snúast um peninga en þegar kemur að börnum okkar þá mega krónur ekki vera hindrun,“ segir Björgvin og beinir tali sínu til nýs heilbrigðisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur. Vill kerfisbreytingu „Ég set þá kröfu að heilbrigðisráð- herra stækki pott sveitarfélaganna í þessum mikilvægu málum og komi til móts við þennan einstaka hóp barna til þess að hægt sé að grípa fyrr inn í og halda þeim lengur inni í kerfi sem virkar fyrir þau. Með auknu fjármagni til sveitarfélaganna og auknum skilningi á þessum hópi eiga þau ennþá von um betra líf,“ segir Björgvin. Hann segir þess utan þörf á kerfis- breytingu í aðhlynningu barna niður í leikskóla landsins. „Það þarf betra utanumhald og það þarf að vinna í grunnvandamál- um íslenskra barna sem glíma við hinn ýmsa vanda. Það þarf að takast á við uppbyggingu á sterkum grunni. Hvort sem um er að ræða sálfræði- þjónustu við börn í grunnskólum eða hver sem öll kosningaloforðin voru hjá öllum þessum flokkum. Málefni barna þarf að leysa í dag,“ segir Björgvin og segir hættu á því að annars verði morgundagurinn enn þyngri til úrlausnar. Mál upp á líf og dauða „Börn og ungmenni sem glíma við þyngstan vanda sem hafa sprengt af sér öll önnur úrræði geta notið úrræða á borð við þau sem Vinakot býður. Hvort sem við köllum þetta börn með fjölþættan vanda, börnin á götunni, týndu börnin eða börnin sem glíma við þyngstan vanda, flest- ar greiningar. Hvað sem viljum kalla þau, þá eru þetta börnin okkar. Ég er tilbúinn að greiða mína skattpeninga í komandi framtíð í að þessum krökkum líði vel og verði hvorki sjálfum sér né öðrum til skaða. Þetta eru mál upp á líf og dauða,“ segir Björgvin. Ný ríkisstjórn geri meira Hann segist vonast til þess að þegar hann komi aftur heim eftir tvö ár í atvinnumennsku í Danmörku hafi á Íslandi orðið bylting í málefnum barna. „Nú í sumar stekk ég aftur út í atvinnumennsku í tvö ár til þess að búa mínum börnum til betra umhverfi en þegar ég kem heim aftur langar mig að sjá þessa krakka í bættu umhverfi. Aðgerðaleysi síðustu ára hefur orðið til þess að hvert málið á fætur öðru springur í andlitið á kerfinu í fjölmiðlum þegar kemur að þessum hópi. Mig langar mikið að geta opnað blöðin á hverjum degi og lesið um týndan hamstur eða að einhver þjóðþekktur einstaklingur hafi verið að gifta sig. Ég mun allavega ekki henda í „er þetta frétt?“ heldur njóta þess að það sé pláss fyrir slíkar ekki- fréttir í okkar samfélagi. Ég vona innilega að ný ríkisstjórn muni tala minna og gera meira en það er líklega eina leiðin til að þessi ríkisstjórn haldi velli, með því að láta verkin tala inni á vellinum. Það er ekkert mál að leysa öll mál á liðs- fundum í handboltanum en áskor- unin er að framkvæma hlutina þegar út á völlinn er komið. Við erum öll í sama liðinu,“ segir Björgvin. „Þegar kemur að börnunum okkar, þá mega krónur ekki vera hindrun,“ segir Björgvin og beinir tali sínu til nýs heilbrigðisráðherra. FréttaBlaðið/ErNir ↣ Dóttir Björgvins og Karenar og tvíburarnir í góðu yfirlæti. KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 K V IK A 2 3 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r30 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 2 3 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 8 -7 3 A 4 1 E 9 8 -7 2 6 8 1 E 9 8 -7 1 2 C 1 E 9 8 -6 F F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.