Fréttablaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 38
Ást og stuðningur Fjölmargir sjálfboðaliðar taka þátt í starfinu fyrir hver jól. Reg- ína Sigríður Ólafsdóttir aðstoðar við að setja gjafir í poka. „Ég kem hingað tvisvar í viku í opið hús og hef margt annað fyrir stafni. Ég hef líka verið að vinna í Hertex, tvisvar til þrisvar í viku. Það fer eftir ástandi sálar og líkama,“ segir Regína. Hún býr í Breiðholti og því er ekki langt fyrir hana að fara. „Starfið hér er gefandi. Árið 2013 greindist ég með krabbamein og það hjálpaði mér að takast á við sjúkdóminn að koma hingað. Félagsskapurinn skiptir máli, maður fær ást og stuðning frá fólki hér,“ segir Regína. Gefur til baka Linda Sjöfn Jónsdóttir er komin til sjálfboðastarfa annað árið í röð og mætir líka á aðfangadagskvöld til að þjóna til borðs. Hún er 25 ára gömul og þekkir það sjálf að búa við skort. „Ég aðstoðaði við jóla- máltíðina í fyrra og þetta voru ein bestu jól sem ég hef upplifað. Mig langaði til að gera þetta aftur því þetta var mikil gleðistund. Ég er að gefa til baka á vissan hátt. Mamma og pabbi eru bæði öryrkjar og það var ekki alltaf til nóg til jólahalds. Ég á góðar minningar sem tengjast góðvild annarra. Ég er frá Keflavík og bær- inn, kirkjan og mæðrastyrksnefnd hafa aðstoðað okkur yfir jól. Að finna fyrir þessum hlýhug. Um það snúast jólin. Að finna fyrir því að allir vilja leggjast á eitt til að sjá til þess að aðra skorti ekki neitt. Fyrir nokkrum árum fengu foreldrar mínir aðstoð í gegnum Facebook. Fólk kom til þeirra með fullan bíl af mat og gjöfum,“ segir Linda Sjöfn. Linda Sjöfn Jónsdóttir gefur til baka með sjálfboðastarfi sínu fyrir Hjálp- ræðisherinn. Hún þekkir það að reiða sig á góðvild annarra fyrir jól. Regínu finnst gefandi að sækja starf hersins í Mjóddina og lætur ekki sitt eftir liggja í sjálfboðaliðastörfum. Rósa og Linda raða gjöfum í poka handa börnum. Linda er sjálfboðaliði annað árið í röð. FRéttabLaðið/SteFÁn aðsóknin hefur stóraukist í breiðholtinu Starfsemi Hjálpræðishersins fluttist úr Herkastalanum og upp í Mjódd í haust. Við flutninginn heyrðust óánægjuraddir. Einstæð- ingar ættu erfitt um vik að fara í Mjóddina. Annað hefur komið á daginn. Boðið er upp á heitan mat tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, á opnu húsi. „Við erum að fá frá svona 80 og upp í 160 manns í mat á opnu húsi. Þegar við vorum niðri í bæ komu vanalega í kringum 30 manns. Aðsóknin hefur stóraukist frá því í haust,“ segir Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksleiðtogi í Hjálpræðishernum. Ingvi segir hópinn sem kemur í opið hús fjölbreyttari en áður. Margir komi úr nágrenninu, Breið- holti. „Það koma hingað einstæðing- ar, öryrkjar, flóttamenn, eldri borg- arar, hælisleitendur, innflytjendur. Og alls konar fólk. Að koma hingað er ekkert endilega spurning um að eiga ekki fyrir mat. Fólk kemur hingað fyrir félagsskapinn og það er velkomið. Og reyndar nauðsyn- legt. Hér kemur fólk og talar saman, tengist. Sumir búa við einangrun,“ segir Ingvi. ↣ Herinn starfar í 128 löndum og Hefur verið á íslandi í 122 ár. 2 3 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r38 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 2 3 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 9 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 8 -B 8 C 4 1 E 9 8 -B 7 8 8 1 E 9 8 -B 6 4 C 1 E 9 8 -B 5 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.