Fréttablaðið - 23.12.2017, Page 38

Fréttablaðið - 23.12.2017, Page 38
Ást og stuðningur Fjölmargir sjálfboðaliðar taka þátt í starfinu fyrir hver jól. Reg- ína Sigríður Ólafsdóttir aðstoðar við að setja gjafir í poka. „Ég kem hingað tvisvar í viku í opið hús og hef margt annað fyrir stafni. Ég hef líka verið að vinna í Hertex, tvisvar til þrisvar í viku. Það fer eftir ástandi sálar og líkama,“ segir Regína. Hún býr í Breiðholti og því er ekki langt fyrir hana að fara. „Starfið hér er gefandi. Árið 2013 greindist ég með krabbamein og það hjálpaði mér að takast á við sjúkdóminn að koma hingað. Félagsskapurinn skiptir máli, maður fær ást og stuðning frá fólki hér,“ segir Regína. Gefur til baka Linda Sjöfn Jónsdóttir er komin til sjálfboðastarfa annað árið í röð og mætir líka á aðfangadagskvöld til að þjóna til borðs. Hún er 25 ára gömul og þekkir það sjálf að búa við skort. „Ég aðstoðaði við jóla- máltíðina í fyrra og þetta voru ein bestu jól sem ég hef upplifað. Mig langaði til að gera þetta aftur því þetta var mikil gleðistund. Ég er að gefa til baka á vissan hátt. Mamma og pabbi eru bæði öryrkjar og það var ekki alltaf til nóg til jólahalds. Ég á góðar minningar sem tengjast góðvild annarra. Ég er frá Keflavík og bær- inn, kirkjan og mæðrastyrksnefnd hafa aðstoðað okkur yfir jól. Að finna fyrir þessum hlýhug. Um það snúast jólin. Að finna fyrir því að allir vilja leggjast á eitt til að sjá til þess að aðra skorti ekki neitt. Fyrir nokkrum árum fengu foreldrar mínir aðstoð í gegnum Facebook. Fólk kom til þeirra með fullan bíl af mat og gjöfum,“ segir Linda Sjöfn. Linda Sjöfn Jónsdóttir gefur til baka með sjálfboðastarfi sínu fyrir Hjálp- ræðisherinn. Hún þekkir það að reiða sig á góðvild annarra fyrir jól. Regínu finnst gefandi að sækja starf hersins í Mjóddina og lætur ekki sitt eftir liggja í sjálfboðaliðastörfum. Rósa og Linda raða gjöfum í poka handa börnum. Linda er sjálfboðaliði annað árið í röð. FRéttabLaðið/SteFÁn aðsóknin hefur stóraukist í breiðholtinu Starfsemi Hjálpræðishersins fluttist úr Herkastalanum og upp í Mjódd í haust. Við flutninginn heyrðust óánægjuraddir. Einstæð- ingar ættu erfitt um vik að fara í Mjóddina. Annað hefur komið á daginn. Boðið er upp á heitan mat tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, á opnu húsi. „Við erum að fá frá svona 80 og upp í 160 manns í mat á opnu húsi. Þegar við vorum niðri í bæ komu vanalega í kringum 30 manns. Aðsóknin hefur stóraukist frá því í haust,“ segir Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksleiðtogi í Hjálpræðishernum. Ingvi segir hópinn sem kemur í opið hús fjölbreyttari en áður. Margir komi úr nágrenninu, Breið- holti. „Það koma hingað einstæðing- ar, öryrkjar, flóttamenn, eldri borg- arar, hælisleitendur, innflytjendur. Og alls konar fólk. Að koma hingað er ekkert endilega spurning um að eiga ekki fyrir mat. Fólk kemur hingað fyrir félagsskapinn og það er velkomið. Og reyndar nauðsyn- legt. Hér kemur fólk og talar saman, tengist. Sumir búa við einangrun,“ segir Ingvi. ↣ Herinn starfar í 128 löndum og Hefur verið á íslandi í 122 ár. 2 3 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r38 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 2 3 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 9 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 8 -B 8 C 4 1 E 9 8 -B 7 8 8 1 E 9 8 -B 6 4 C 1 E 9 8 -B 5 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.