Fréttablaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 74
Lísaloppa og Róbert voru að skreyta jólatréð og skemmtu sér konunglega við það. Hlóðu á það öllu því fallega sem þau langaði til. „Þetta nnst mér nú allt of skreytt jólatré,“ sagði Kata. „Ég meina, hvað eru eiginlega margar rauðar kúlur á þessu tré? Eða kerti?“ Konráð byrjaði að telja og varð að viðurkenna að þær væru ansi margar kúlurnar og kertin. „Þetta er allt of mikið skraut, og þarna er leikfangabangsi. Og hvað er þessi mús að gera þarna? Er hún líka skraut?“ bætti hún við stórhneyksluð. „Svona, svona,“ sagði Lísaloppa. „Hvar er jólaandinn Kata mín. Þú þarˆ ekki alltaf að hafa allt á hornum þér. Reyndu frekar að njóta jólanna.“ Kata horfði smástund þögul á tréð. „Já, kannski, en þið verðið að viðurkenna að þið vitið ekkert hvað þið eruð búin að setja margar rauðar kúlur á tréð.“ Það urðu þau að viðurkenna. Þær voru jú orðnar ansi margar. Og hvaðan kom þessi mús? Konráð á ferð og ugi og félagar 281 Getur þú talið allar rauðu jólakúlurnar og kertin? Og hvar er nú bangsinn og músina? ? ? ? Lausn á gátunni sextán jólakúlur og tíu kerti ? Ó, hve dýrleg er að sjá alstirnd himinfesting blá, þar sem ljósin gullnu glitra, glöðu leika brosi' og titra :,: og oss benda upp til sín. :,: Nóttin helga hálfnuð var, huldust nærfellt stjörnurnar, þá frá himinboga' að bragði birti' af stjörnu', um jörðu lagði :,: ljómann hennar sem af sól. :,: Þegar stjarna' á himni hátt hauður lýsir miðja' um nátt, sögðu fornar sagnir víða, sá mun fæðast meðal lýða, :,: konunga sem æðstur er. :,: Vitringar úr austurátt ei því dvöldu', en fóru brátt þess hins komna kóngs að leita, kóngi lotning þeim að veita, :,: mestur sem að alinn er. :,: Stjarnan skær þeim lýsti leið, leiðin þannig varð þeim greið, uns þeir sveininn fundu fríða. Fátæk móðir vafði' hinn blíða :,: helgri' í sælu' að hjarta sér. : Stefán Thorarensen Jólalagið Kjötkrókur kom til byggða í nótt en þegar hann var á leiðinni upp til fjalla á ný í hellinn sinn í Dimmu­ borgum rakst blaðamaður krakka­ síðunnar á hann. „Það er svo gaman að koma og gleðja öll börnin,“ sagði kappinn kátur í bragði. Hann hafði náð sér í þrjú læri en var ekki viss um það fjórða, hélt jafnvel að það væri eitthvað fyrir vegan­ ætur. „Ég komst í kjötbirgðirnar hjá Bændahöllinni. Ólafur Helgi yfir­ kokkur þar er úr Mývatnssveit og hann setur lykilinn að kjötskápnum alltaf á sinn stað. Ég hef fylgst lengi með honum Óla mínum,“ segir Kjötkrókur. Sumir krakkarnir í borginni skildu eftir smá kjötbita handa kauða sem hann var ánægður með. Þannig fékk hann smá kjötflís í Hlíðunum frá Matthíasi og Svanhildi en einnig höfðu þau Elsa og Jói á Dalvík skilið eftir væna flís af feitum sauð. Enda Jóhann hálfgerður sauður sjálfur. „Hann fékk líka kartöflu í skóinn,“ segir hann og hlær. „Flest börnin hafa verið mjög stillt á árinu en sum eru reyndar svolítið mikið í símanum og spjaldtölvunum. Það getur ekki verið hollt. Ég man hvað Bjarni Ólafur og félagar, sem ég þurfti að fylgjast mikið með þegar þeir voru yngri, voru duglegir að leika sér úti. Núna sé ég að nokkrir gamlir vinir, sem ég þurfti að gefa kartöflu í skóinn, eru komnir með börn og þau eru sem betur fer stilltari en foreldrar þeirra. Ég get tekið fjölmörg dæmi. Matthildur og Kolfinna í Norðlinga­ holtinu til dæmis. Pabbi þeirra fékk nú yfirleitt kartöflu í skóinn enda vandræðagemsi af bestu gerð. En þær eru alveg dásamlega dásamleg­ ar og ég þarf aldrei að hafa áhyggjur af þeim.“ Í gamla daga voru jólasveinarnir á Íslandi hinar mestu barnafælur og yfirleitt klæddir í tætt og luraleg föt með stóra gráa húfu. Sem betur fer hefur Grýla orðið betri í sauma­ skapnum og er trúlega komin með overlock­vél. Núna eru þeir yfirleitt í fallegum rauðum fötum og góðum stígvélum. Kjötkrókur segir að honum verði aldrei kalt í þessum nýja galla þó ekkert komi í staðinn fyrir íslensku ullarpeysuna. „Mamma er nánast hætt að prjóna allt á okkur. Hún saumar allt. Ég kann samt alltaf best að meta prjónaða vettlinga og ullarsokk­ ana. Þeir eru svo hlýir og ekkert gervi neitt. Bara alvöru íslenskt og andar svo vel. Það kemur engin táfýla. Finndu bara,“ segir hann ákveðinn og rekur tærnar í andlitið á blaðamanni. Það vottast hér með að lyktin var ekkert svo slæm. Kjötkrókur er kátur kraftakarl en hann segist halda sér við með því að lyfta steinum og grjóti sem finna má í Dimmu­ borgum. Hann hefur ekk­ ert breyst varðandi smekk á hangikjöti en hann segist ætla að borða vel og mikið um jólin. Auka­ kílóin fara svo bara í janúar­ mánuði þegar hann ætlar að hreyfa sig meira – eins og allir aðrir. Það er alveg ljóst að hann kann vel við sig í sviðsljósinu og kann fjöl­ margar sögur af sjálfum sér og ævintýrum sínum. Þeir eru margir skemmtilegir jóla­ sveinarnir en Kjötkrókur hefur alltaf verið í sérstöku uppáhaldi. Hress og kátur Kjötkrókur Ó, hve dýrleg er að sjá Kjöt­ KróKur sá tólfti Kunni á ýmsu lag. Hann þrammaði í sveit­ ina á þorláKs­ messudag. 2 3 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r54 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð krakkar 2 3 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 9 8 -9 B 2 4 1 E 9 8 -9 9 E 8 1 E 9 8 -9 8 A C 1 E 9 8 -9 7 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.