Morgunblaðið - 03.06.2017, Síða 8

Morgunblaðið - 03.06.2017, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017 Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Vandaðar þakrennur Allir fylgihlutir fáanlegir Frábært verð! Sjá verðlista á: www.murbudin.is Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ Forgangsröðun ráðherra ogþingmanna kemur stundum á óvart. Nefna má að velferð- arráðherra lagði allt undir til að fá samþykkt frumvarp um jafn- launavottun, sem mun hlaða kostnaði á atvinnurekstur í landinu, sennilega án þess að það skili nokkrum árangri.    Á sama tíma er af-greiðslu frum- varps ráðherrans um notendastýrða per- sónulega aðstoð (NPA) við fatlað fólk leyft að frestast.    Annað dæmi umforgangsröðun er að finna í fjármálaáætlun fjármálaráðherra til 2022. Í nefndaráliti meiri hluta fjárlaganefndar um fjármálaáætl- unina má lesa að raunaukning á framlögum til Ríkisútvarpsins eigi að vera 23,2% á gildistíma fjár- málaáætlunarinnar.    Á sama tíma er gert ráð fyrir aðframlag til almanna- og rétt- aröryggis skuli aukast um 2,8%.    Framlag til háskólamenntunarskuli aukast um 7,7%.    Framlag til málefna aldraðraskuli aukast um 13,1%.    Hafa starfsmenn Ríkisútvarps-ins virkilega svona mikil tök á ráðherrum og þingmönnum?    Eða getur verið að þingmennséu þeirrar skoðunar að Ríkis- útvarpið skuli vaxa um 23,2% á sama tíma og útgjöld aukist að meðaltali um 13%?    Varla. Þorsteinn Víglundsson. Er Ríkisútvarpið forgangsmál? STAKSTEINAR Benedikt Jóhannesson. Veður víða um heim 2.6., kl. 18.00 Reykjavík 9 rigning Akureyri 8 rigning Nuuk 3 heiðskírt Þórshöfn 10 léttskýjað Ósló 9 skýjað Kaupmannahöfn 17 heiðskírt Stokkhólmur 12 heiðskírt Helsinki 7 skýjað Lúxemborg 23 léttskýjað Brussel 26 heiðskírt Dublin 17 léttskýjað Glasgow 17 léttskýjað London 20 þrumuveður París 20 þrumuveður Amsterdam 23 heiðskírt Hamborg 23 heiðskírt Berlín 25 heiðskírt Vín 26 léttskýjað Moskva 6 léttskýjað Algarve 25 léttskýjað Madríd 31 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 25 léttskýjað Róm 26 heiðskírt Aþena 29 heiðskírt Winnipeg 25 léttskýjað Montreal 11 alskýjað New York 21 heiðskírt Chicago 25 léttskýjað Orlando 28 rigning Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:17 23:36 ÍSAFJÖRÐUR 2:30 24:33 SIGLUFJÖRÐUR 2:10 24:19 DJÚPIVOGUR 2:36 23:16 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Lokahnykkur Hreyfiviku UMFÍ er um helgina og eru aðstandendur átaksins ánægðir með undirtekt- irnar. „Þetta hefur gengið frábær- lega vel,“ segir Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi hjá UMFÍ. „Í þessari átaksviku í Evr- ópu eru flestir viðburðir skráðir á Íslandi auk þess sem við höf- um verið fyrirmynd hvað varðar að fá stóra bakhjarla fyrir verkefnið og hugmyndir úr grasrótinni.“ Fjölbreytni á Akranesi Íþróttabandalag Akraness hefur boðið upp á mjög fjölbreytta dag- skrá alla vikuna. Þar má nefna gönguferðir, göngu á línu, hlaupa- æfingar, kraftlyftingar, vatns- leikfimi, sjósund, samflot, hreyfi- stjórn, körfubolta og fleira. Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri ÍA, segir að vel hafi gengið vegna sameiginlegs átaks flestra aðildarfélaga. Allir hafi gefið vinnu sína og frítt hafi verið á alla viðburði. Hún hafi haldið úti síðu á Facebook, Hreyfivika á Akra- nesi, og þar hafi hún sett reglulega inn myndir og fleira. „Það var til dæmis fullt í fimleika fyrir full- orðna, eins í samflotinu og hreyfi- stjórnun var mjög vinsæl,“ segir hún. „Akranes er mikill hjólabær og hjólakynningu hjá hjólahópnum var vel tekið.“ Hildur bætir við að þrjár gönguferðir á Akrafjall hafi verið vinsælar og skemmtilegt hafi verið að sjá hvað margir hafi viljað reyna sig í kraftlyfting- um. Klifurfélagið hafi boðið upp á klifuræfingar og sennilega hafi ekki víða annars staðar verið boðið upp á að ganga á línu. Fjölbrautaskólinn á Akranesi er heilsueflandi framhaldsskóli og kominn í frí. Hildur segir það mið- ur, því á næsta ári vilji hún höfða meira til skólanna, en nægur tími sé til þess að finna lausn á því. „Áhug- inn er mikill og við erum rétt að byrja,“ segir hún. Sabína áréttar að UMFÍ hafi það alltaf að leiðarljósi að allar vikur séu hreyfivikur. Öflugir boðberar um allt land hafi gert þessa hreyfi- viku sérstaka, þar sem í boði hafi verið yfir 400 viðburðir. Að loknu átakinu fari nöfn boðberanna í pott og verðlaunahafar verði dregnir út í næstu viku. „Allir boðberar eiga því möguleika á að vinna glæsileg verð- laun,“ segir hún. Hreyfivika á Akranesi Anna Bjarnadóttir og Dóra Björk Scott á Akrafjalli. Flestir viðburðir skráðir á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.