Morgunblaðið - 03.06.2017, Side 10

Morgunblaðið - 03.06.2017, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri skrifstofur Áburðarverksmiðjunnar. Skipulag svæðisins sé á vissan hátt tilraunaverkefni. Mikilvægt sé að fyrirtæki hafi þar rými til að vaxa. Hann segir aðspurður svæðið geta orðið ódýrara en t.d. miðborgin. „Ef okkur ber gæfu til að leyfa þessu að vera hrátt og öðruvísi án þess að leggja út í dýra bílakjallara eða slíkt á þetta að geta verið það.“ Bátar tengi borgarhluta Hér fyrir ofan má sjá drög að nýrri bryggju í Gufunesinu. Dagur segir hugmyndir um að sundastrætó sigli þaðan til miðborgarinnar, t.d. að Hörpu. Þá sé í skoðun að koma við í Bryggjuhverfinu og víðar. Hann úti- loki t.d. ekki siglingar í Kársnes. „Við höfum falið umhverfis- og skipulagssviði að kanna raunhæfni bátasamgangna milli miðborgarinn- ar og Gufuness. Eins og skipulags- samkeppnin um Gufunes dró fram er þetta mjög áhugaverður kostur fyrir þá sem eru að fara frá Gufunesinu í miðbæinn. Siglingin tekur stuttan tíma og þetta er þægilegur og skemmtilegur ferðamáti sem myndi ekki skapa jafnmikla umferð og ef við myndum fara hefðbundar leiðir. Við ætlum jafnframt að hefja til- raunasiglingar milli Reykjavíkur og Akraness um miðjan júní,“ segir Dagur og víkur að þeim möguleikum sem nýja Akraborgin muni skapa. „Ef þú getur skutlast með nýju Akraborginni á innan við 30 mínútum og siglt inn í miðborgina og verið þar í seilingarfjarlægð við næstu hjólaleigu, þar sem þú getur rúllað þér út í háskóla eða hvert sem er, þá ertu alls ekki lengra ofan af Skaga en frá ýmsum öðrum ná- grannasveitarfélögum borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson. Nýtt kvikmyndaþorp að rísa  Áformað er að hefja kvikmyndagerð í húsi gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi fyrir áramót  Borgarstjóri boðar siglingar með „sundastrætó“  Muni draga úr annarri umferð frá Grafarvogi Mikið rými Páll Hjaltason hefur teiknað skrifstofur fyrir RVK Studios í „bragganum“.Nýtt hverfi Hugmyndir eru um blandaða byggð með atvinnustarfsemi og íbúðum. Morgunblaðið/Hanna Á jarðhæð Unnið er að því að taka niður gamlan búnað og tæki. Á útleið Gamli búnaðurinn verður sendur í endurvinnslu. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Framkvæmdir við að breyta gömlu Áburðarverksmiðjunni í kvikmynda- ver standa yfir og er stefnt að því að hefja þar framleiðslu fyrir áramót. Iðnaðarmenn eru að sjóða í sund- ur tæki og búnað sem áður var hluti af verksmiðjunni. Með því lýkur kafla í iðnsögu Íslands en um leið hefst nýr kafli í kvikmyndagerðinni. Hér á síðunni má sjá drög að því hvernig húsakynnin munu líta út. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir áformað að svæðið verði mið- stöð skapandi greina. Þá verði þar jafnvel yfir þúsund íbúðir. Nýtt deiliskipulag í haust Hann rifjar upp að í fyrrahaust sigraði arkitektastofan Jvantspijker + Felixx í hönnunarsamkeppni um nýtt Gufunes. Hann reiknar með að nýtt deiliskipulag liggi fyrir í haust. Hann segir RVK Studious, Kukl tækjaleigu, Félag kvikmynda- gerðarmanna, IRMU leikmynda- gerð og ýmis fyrirtæki munu verða frumbyggja í nýja kvikmyndahverf- inu. Kvikmyndafólkið vilji taka svæðið í notkun sem fyrst. Fjöldi fyrirtækja vilji hafa þar aðsetur. Dagur segir Félag kvikmynda- gerðarmanna munu verða með skrif- stofuhótel í húsnæði þar sem voru Teikning/Páll HjaltasonTeikning/Jvantspijker + Felixx Teikning/Páll Hjaltason Mikil breyting „Gamli bragginn“ mun taka stakkaskiptum. Páll Hjaltason arkitekt hefur unnið að endurhönnun gömlu Áburðar- verksmiðjunnar svo hún henti undir starfsemi RVK Studios. Verksmiðjan var í mörgum húsum og kallar Páll þennan hluta „gamla bragg- ann“. Á mynd hér fyrir ofan er sýnt þversnið af bragganum. Til glöggvunar á stærðinni hefur þar verið teiknuð inn farþegaþota. Gætu þurft mikinn mannskap Páll segir húsið um 3.200 fermetra og með 13 metra lofthæð í sal. „Þetta gæti orðið mjög stór vinnu- staður. Kvikmyndagerðarfólkið tal- ar um að allt að 200 manns geti starf- að við verkefnin,“ segir Páll. Páll segir aðspurður að fram- kvæmdir þurfi ekki að taka langan tíma. Það þurfi enda ekki að byggja húsin heldur aðeins að innrétta þau. „Ég hef verið að endurskipuleggja vélahúsið sem er utan á bragganum þar sem kvikmyndaverið verður. Þar verður innréttað skrifstofuhús- næði,“ segir Páll um vesturhlutann. Þök hönnuð fyrir sprengingar Það þurfi meðal annars að skipta um lagnir og leggja ljósleiðara svo svæðið henti undir starfsemina. Páll bendir á að þakið á sumum byggingunum sé ekki áfast þeim, heldur liggi þökin á þyngd sinni. Sú hönnun hafi tekið mið af hættunni á sprengingum í gömlu Áburðarverk- smiðjunni. Það hafi verið talið betra að þakið lyftist upp en að veggir þrýstust út við sprengingu. Hann segir heildarmynd svæðis- ins munu skýrast þegar búið er að vinna tillögur upp úr vinningstillög- unni sem kynnt var í fyrrahaust. Hann segir borgina sjá fyrir sér að norðurhluti svæðisins þróist fyrst. Ákveðin kaflaskil verði með því að Íslenska gámafélagið fari 2022. „Þróunarsvæðið mætti vel lengi vera að byggjast upp. Hér mætti lengi hafa lóðir og aðstöðu fyrir fyrirtæki til að flytja hingað. Þegar hér er kominn kjarni með sambæri- legri starfsemi er gott að geta bætt í hópinn. Það styrkir það sem fyrir er. Þá er ágætt að vera ekki búinn að klára uppbygginguna.“ Rúmar hundruð starfsmanna  Arkitekt endurhannar „braggann“ Páll Hjaltason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.