Morgunblaðið - 03.06.2017, Síða 11

Morgunblaðið - 03.06.2017, Síða 11
Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Ný og stærri verslun Spennandi opnunartilboð Kr. 5.900 Str. s-xxl Opið í dag 11-16 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Blúndu toppar Við höfum lækkað vöruverð í samræmi við tolla og gengi Kringlunni 4c – Sími 568 4900 FLOTT Í SUMAR Buxur 6.995,- Bolur 4.995,- Peysa 4.995,-Jakki 10.995,- Tunika 9.995,- gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Nýtt frá GERRYWEBER Rómantískt og töfrandi Sömu verð og á hinum Norðurlöndunum Fylgdu okkur á facebook.com/laxdal.is Laugavegi 63, Skipholti 29b • S. 551 4422 Fyrir þremur dögum hófst nætur- innritun í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar og er innritunin opin frá miðnætti kvöldið fyrir morgun- flug. Fyrst um sinn verður þetta einungis í boði fyrir þá farþega Icelandair, WOW og Primera Air sem eiga morgunflug. Guðni Sig- urðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að næturinnritunin sé við- brögð við auknu álagi en oft voru hundruð farþega mættir við innrit- unarborðin á morgnana. „Við vor- um oft að eiga við það að nokkur hundruð manns voru að bíða á nóttunni eftir því að geta innritað sig, morguninn eftir myndaðist síðan nokkur örtröð í flugstöðinni. Þetta er því gert til þess að létta á álaginu við innritun og örygg- isleit,“ segir Guðni. Til að byrja með verður næt- urinnritunin til reynslu út júní og einungis fyrir farþega fyrr- greindra flug- félaga. Guðni segir að fylgst verði með þró- uninni í júní og svo tekin ákvörðun um hvort framhald verði á. „Þetta hefur farið ágætlega af stað, á bilinu 300-400 manns hafa nýtt sér þetta fyrstu tvær næturnar. Það er strax munur á ásýndinni í innrit- unarsal á morgnana.“ aronthordur@mbl.is Opnað fyrir næturinnritun í Leifsstöð Örtröð Fjölmenni í Leifsstöð. Tvær konur frá kúrdíska hluta Tyrklands halda fyrirlestra í Iðnó í dag kl. 12. Ebru Günay var í lög- fræðingateymi Öcalans og var fangelsuð fyrir vikið. Hinn fyrirles- arinn er Havin Guneser sem er mjög fróð um málefni Kúrda. Um málefni Kúrda Elín Margrét Böðvarsdóttir elinm@mbl.is Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, og Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlinda- ráðherra, kynntu í gær nýjan sátt- mála um húsnæðismál með 14 að- gerðum til að bregðast við þeim vanda sem að er á húsnæðismarkaði. Við sama tækifæri undirrituðu Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Dagur B. Egg- ertsson, borgarstjóri Reykjavíkur- borgar, viljayfirlýsingu um aukið framboð lóða á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðismarkaðurinn brást Í samtali við mbl.is sagði Þor- steinn að að húsnæðismarkaðurinn hefði tvívegis á síðastliðnum áratug- um brugðist fólkinu í landinu og með þessu verkefni væri verið að koma í veg fyrir að slíkt gerðist aftur. „Í stuttu máli er niðurstaðan sú að hér vantar 9.000 íbúðir á næstu þremur árum,“ sagði Þorsteinn. Nokkrir þættir sem snúa að þess- um aðgerðum felast í breytingu laga og reglna. Þá verða gjaldtaka innviða eða samfélagsgjald skoðað og metið með það að markmiði að hvati verði til þess að byggja smærri íbúðir, en einnig er stefnt að því að settir verði hvatar til almennrar notkun- ar íbúðarhúsnæðis, m.a. innheimtu tómthúsagjalds og með skattaleg- um hvötum, fræðsla til leigjenda og leigusala verður aukin og reglu- verk byggingamála verður einfald- að. Þá á einnig að flýta fyrir og fjölga sértækum húsnæðisúrræðum fyrir fatlað fólk og leita leiða til þess að ná niður kostnaði við byggingu slíkra úrræða. „Við ætlum að með þessum að- gerðum getum við hraðað því að jafnvægi náist aftur á fasteigna- markaði þannig að við metum þetta svo að með þessum aðgerðum myndi jafnvægi nást í kringum árið 2019,“ sagði Þorsteinn. Markaðurinn hef- ur brugðist of oft  Húsnæðissáttmáli var kynntur í gær Deiliskipulag ekki samþykkt Í frétt gærdagsins um deilu íbúa Árbæjar við Reykjavíkurborg kom fram að Reykjavíkurborg hafi breytt deiliskipulagi fyrir Elliðaárdalinn, en slíkt er ekki rétt. Um er að ræða tilkynningu um breytt deiliskipulag sem viðmælendur sáu í fjölmiðlum en nýtt deiliskipulag hefur ekki ver- ið samþykkt. mhj@mbl.is LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.