Morgunblaðið - 03.06.2017, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
og á leiðinni
Sími 4 80 80 80
2017 Ford F-350 Lariat
6,7L Diesel , 440 Hö, 925 ft of torque
með upphituð/loftkæld sæti,
heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í
hlera, Driver altert-pakki og
Trailer tow camera system.
VERÐ
9.290.000
2017 Suburban LTZ
Perluhvítur Suburban LTZ, Cocoa
Dune að innan. Keyrður 12 þús. km.
7 manna bíll með 4 kapteinsstólar,
Blu Ray spilari með tvo skjái, sóllúga
og fl. 5,3L V8, 355 hö.
VERÐ
12.990.000
2017 Chevrolet Silverado
High Country
Nýja 6.6L Duramax Diesel vélin, 445
HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upp-
hitað stýri, BOSE hátalaraker-
fi, upphituð og loftkæld sæti og
heithúðaður pallur. Einnig til hvítur.
VERÐ
9.590.000
2017 GMC Denali
Með sóllúgu, heithúðaðan pall, hita í
styri og fl. Nýja 6,6L Duramax Diesel
vélin 445 hö. Einnig til hvítur og Dark
Slate.
VERÐ
9.890.000
Ath að myndin er af sambærilegum bíl
3. júní 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 98.78 99.26 99.02
Sterlingspund 126.82 127.44 127.13
Kanadadalur 73.15 73.57 73.36
Dönsk króna 14.897 14.985 14.941
Norsk króna 11.681 11.749 11.715
Sænsk króna 11.322 11.388 11.355
Svissn. franki 101.85 102.41 102.13
Japanskt jen 0.8883 0.8935 0.8909
SDR 136.58 137.4 136.99
Evra 110.84 111.46 111.15
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 137.9085
Hrávöruverð
Gull 1260.95 ($/únsa)
Ál 1929.0 ($/tonn) LME
Hráolía 51.17 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Íslensk verðbréf hafa lokið fyrsta
áfanga í fjármögnun fyrir þrjá milljarða
króna á nýjum framtakssjóði sem ber
heitið TFII slhf.
Hluthafar eru lífeyrissjóðir og aðrir
fagfjárfestar, alls 18 talsins. Sjóðurinn
mun fjárfesta í eignarhlutum í félögum
með trausta rekstrarsögu og taka
virkan þátt í uppbyggingu og virðis-
aukningu þeirra. TFII mun meðal ann-
ars horfa til fjárfestingatækifæra á
landsbyggðunum. Stefnt er að því að
ljúka síðari hluta fjármögnunar sjóðsins
fyrir árslok og að stærð hans verði þá
fimm milljarðar króna, segir í tilkynn-
ingu. Framkvæmdastjórar sjóðsins
verða tveir: Sigþór Jónsson, fram-
kvæmastjóri Íslenskra verðbréfa, og
Jón Steindór Árnason. Hann hefur á
undanförnum árum m.a. stýrt fjárfest-
ingafélaginu Tækifæri, en það fjárfestir
í nýsköpun á Norðurlandi.
Íslensk verðbréf voru í árslok 2016
með tæpa 130 milljarða króna í virkri
stýringu fyrir viðskiptavini sína.
Íslensk verðbréf með
þriggja milljarða sjóð
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Fasteignafélagið Heimavellir hyggst
afla frekara hlutafjár með skráningu
á hlutabréfamarkað síðar á árinu, á
fjórða ársfjórðungi, til þess að styðja
við vöxt félagsins, að sögn Guð-
brands Sigurðssonar framkvæmda-
stjóra. Stjórnendur félagsins stefna
að því að kaupa 400 íbúðir á næstu
18-24 mánuðum, einkum á höfuð-
borgarsvæðinu. Það á nú um tvö þús-
und íbúðir.
Iða Brá Benediktsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fjárfestingarbanka-
sviðs Arion banka, benti á að um yrði
að ræða fyrstu skráningu frá fjár-
málahruninu 2008 þar sem fyrirtæki
aflar aukins hlutafjár. Þetta kom
fram á Kauphallardögum Arion
banka.
Tekjur jukust um milljarð
Heimavellir er stærsta almenna
leigufélag landsins. Félaginu var
komið á fót árið 2014 og hefur fyrst
og fremst vaxið með kaupum á
eignasöfnum og sameiningum við
leigufélög. „Við höfum ekki verið að
kaupa eignir á markaði,“ sagði hann.
Leigutekjur námu 1,5 milljörðum
króna í fyrra og jukust um milljarð á
milli ára.
Um þessar mundir eru hluthafar
um 80. Viðskiptafélagarnir Tómas
Kristjánsson og hjónin Finnur Reyr
Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir
eru stærstu hluthafar Heimavalla
með 23% hlut í gegnum þrjú félög á
þeirra vegum.
Guðbrandur sagði að félagið eigi
erindi í Kauphöll og að eðlismunur
væri annars vegar á starfsemi fast-
eignafélaga sem leigja út íbúðir og
hins vegar þeirra sem leigja út at-
vinnuhúsnæði, eins og fasteigna-
félögin þrjú sem fyrir eru í Kauphöll-
inni.
Hann sagði að leiguverð og íbúða-
verð hafi haldist í hendur frá árinu
2011 til 2014 en þá hafi fasteignaverð
hækkað mun skarpar en leiguverð.
„Leiguverð mun ekki fara í sömu
hæðir og fasteignaverð en að sama
skapi mun það ekki fara í sömu dali
og íbúðaverð,“ sagði Guðbrandur.
Á árunum fyrir hrun bjuggu 13-
14% íbúa landsins í leiguhúsnæði en
eftir fjármálahrunið 2008, þegar
margir misstu heimili sín, fjölgaði
hratt á leigumarkaði. „Undanfarin
ár hefur hlutfallið haldist stöðugt í
22-23% og við reiknum ekki með að
það verði mikil breyting á því hlut-
falli,“ sagði hann.
Vaxtartækifæri Heimavalla liggja
meðal annars í því að leigja þeim sem
eru á eftirlaunaaldri í meira mæli.
Eins og sakir standa eru 28% leigj-
enda 20-29 ára og 30% eru 30-39 ára.
Bróðurpartur leigjenda er því undir
fertugu, eða 58%. Hlutfall viðskipta-
vina á aldrinum 40-49 er 18%, hlut-
fall þeirra sem eru á aldrinum 50-59
er 12%, 60-69 ára er 8% og þeir sem
eru sjötugt og eldri eru 5%.
„Þjóðin er að eldast hratt. Á næstu
20 árum mun þeim sem eru 68 ára og
eldri fjölga um 30.000,“ sagði hann.
Um er að ræða hóp sem oft á
stærri heimili og mun minnka við
sig. „Ef það eru 1,5 á hverju heimili
að meðaltali þarf íbúðum að fjölga
um 900 á ári fyrir þennan hóp,“ sagði
hann.
Kynslóðirnar sem fæddar eru á
árunum 1955-1960 og síðar eigi
„verulega“ betri lífeyriséttindi en
þeir sem eldri eru.. „Þau munu því
hafa meiri fjárráð,“ sagði hann.
Tveir risar
Landslagið á almenna leigumark-
aðnum hefur breyst hratt, að sögn
Guðbrands. Á fáeinum árum hafa
risið tvö stór leigufélög. Heimavellir
á um tvö þúsund íbúðir og Almenna
leigufélagið á um 1.400, að hans
sögn. Að öðru leyti byggist markað-
urinn fyrst og fremst á einstakling-
um sem mögulega eigi eina til fimm
íbúðir. Áætlað er að almenni leigu-
markaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
telji 16.500 íbúðir
Nýta skráningu til
að styðja við vöxt
Morgunblaðið/Eggert
Leiga Heimavellir eiga m.a. íbúðir við Tangabryggju í Bryggjuhverfinu.
Stærsta leigufélagið
» Heimavellir eru stærsta
almenna leigufélag landsins og
á um tvö þúsund íbúðir.
» Félaginu var komið á fót árið
2014 og hefur fyrst og fremst
vaxið með kaupum á eigna-
söfnum og sameiningum við
leigufélög
» Það stefnir á hlutabréfa-
markað síðar á árinu og hyggst
afla fjár til frekari vaxtar.
» Hluthafar eru 80.
Heimavellir fyrstir frá hruni til að sækja fé við skráningu
Þjónustujöfnuður var 43,1 milljarður
króna á fyrsta ársfjórðungi sam-
kvæmt tölum sem Hagstofa Íslands
birti í vikunni. Það er 44% meiri
afgangur á þjónustuviðskiptum en á
fyrsta ársfjórðungi í fyrra.
Í umfjöllun í Hagsjá hagfræði-
deildar Landsbankans um þróun
þjónustuviðskipta er bent á að án
vaxtar í ferðaþjónustu hefði jöfnuð-
urinn dregist saman.
Þjónustuútflutningur nam 126
milljörðum á fyrsta ársfjórðungi og
jókst um 11,3% á milli ára. Lands-
bankinn bendir á að hlutdeild ferða-
þjónustu í þjónustuútflutningi hafi
verið um 72% í síðasta fjórðungi, en
til samanburðar var þetta hlutfall
49% árið 2013.
Ferðaþjónusta í þjónustujöfnuði
skiptist annars vegar í ferðalög, sem
eru öll útgjöld erlendra ferðamanna
hér á landi, og hins vegar farþega-
flutninga með flugi, sem eru útgjöld
erlendra ferðamanna til íslenskra
flugfélaga hvort sem þeir koma hing-
að til lands eða ekki. Landsbankinn
bendir á að á síðustu árum hefur lið-
urinn ferðalög vegið mun þyngra til
aukningar útflutnings en farþega-
flutningar, sem rekja má til gríðar-
legrar fjölgunar erlendra ferða-
manna hér á landi á síðustu árum.
Farþegaflutningar hafa á hinn bóg-
inn þróast meira í takt við alþjóð-
legan vöxt ferðaþjónustu í heimin-
um.
Þjónustuinnflutningur nam 83
milljörðum króna og dróst lítillega
saman á milli ára.
Morgunblaðið/Ómar
Ferðamenn Þjónustuútflutningur
jókst um 11,3% á fyrsta fjórðungi.
Þjónustuafgangur jókst
um 44% á fyrsta fjórðungi
Ferðaþjónustan
nemur nú yfir 70% af
þjónustuútflutningi
Bílar