Morgunblaðið - 03.06.2017, Side 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017
✝ Þorsteinn Ósk-arsson fæddist
26. nóvember 1945
á Firði í Múla-
hreppi, Austur
Barðastrandar-
sýslu. Hann lést
25. maí 2017.
Hann var sonur
hjónanna Óskars
Þórðarsonar
hreppstjóra, f. 10.
mars 1910, d. 19.
apríl 1979, og Ólafíu Kristínu
Þorsteinsdóttur húsmóður, f.
25. ágúst 1915, d. 18. apríl
2012. Systkini Þorsteins voru
Jens Valgeir, f. 1941, Einar, f.
1944, Þórður, f. 1947, Bergljót
Ósk, f. 1953, Óskar Kristinn, f.
1957, d. 15. mars 1987, og
Brynjólfur, f. 1958.
Þorsteinn giftist Hrönn
Ágústsdóttur, f. 1.4. 1951, þann
30.12. 1972. Hún er dóttir
Matthildur Bylgja, f. 2014. 3)
Brynjar Davíð, f. 6.11. 1980,
maki Natalie Anne Pearce, f.
1987. Þau eiga tvo syni: a) Erik
Jón Þorsteinn, f. 2015, og b)
Leon Alexander, f. 2017.
Þorsteinn ólst upp við hefð-
bundin sveitastörf og gekk í
fjarskóla í sveitinni. Hann var
16 ára gamall þegar hann fór
fyrst á sjóinn á Tálknafirði.
Hann lauk 2. stigi í
Stýrimannaskólanum vorið
1970. Lengst af starfaði hann
sem skipstjóri á hinum ýmsu
bátum, bæði hjá öðrum og sín-
um eigin. Má þar nefna Höfr-
ung II GK 27 og Sandvík GK
325. Hann starfaði hjá Bláa
lóninu sem næturvörður í fimm
ár, fór þaðan að vinna í
Grindavíkurhöfn sem hafn-
arvörður og vann þar í 10 ár
þar til hann þurfti að hætta
vegna aldurs. Hann var heiðr-
aður af sjómanna- og vélstjóra-
félagi Grindavíkur fyrir störf
sín á sjónum á sjómannadaginn
2016.
Útför Þorsteins fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag, 3. júní
2017, klukkan 13.
hjónanna Matt-
hildar Sigurð-
ardóttur frá
Grindavík, f. 1.6.
1914, d. 10.9. 2005,
og Sveinbjörns
Ágústs Sigurðs-
sonar frá Skaga-
strönd, f. 11.8.
1906, d. 28.6. 1975.
Þorsteinn og
Hrönn áttu saman
þrjú börn, þau eru:
1) Ólafía Kristín, f. 21.12. 1971,
maki Jóhann Björn Elíasson, f.
1971. Þau eiga tvö börn: a)
Hrönn María, f. 1992, maki
Karl Martin Lövstad, f. 1988.
Þau eiga saman tvo syni: Emil,
f. 2011 og Oliver, f. 2015. b)
Elías Bjarni, f. 2002. 2) Sal-
björg Júlía, f. 6.7. 1975, maki
Magnús Már Jakobsson, f.
1969. Þau eiga tvær dætur: a)
Elísabet María, f. 2001, og b)
Elsku pabbi minn.
Mitt hjarta er brostið og púsl í
það vantar.
Þú fórst allt of fljótt frá okkur
og héldum við í vonina til síðasta
dags og erfitt var að horfa á
veikindin sem drógu af þér á
degi hverjum. Ég á svo margar
góðar minningar með þér – jól,
áramót, páska, útilegur, sum-
arbústaðaferðir, utanlandsferðir,
ferðir í sveitina, alla rúntana
hvort sem var á bryggjuna eða
skoða landið okkar eða bæjar-
ferðirnar. Öll matarboðin og
varst þú sérstaklega duglegur og
iðinn við heimilisstörfin hvort
sem það var matargerð, þvottur
eða þrif. Þú varst fljótur til
verka. Einstaklega handlaginn
ef eitthvað bilaði og þurfti að
líma eða gera við. Hjálpsamur og
fannst lítið mál að skutlast í bæ-
inn eftir hinu og þessu. Ráðagóð-
ur varstu og leitaði ég mikið til
þín eftir ráðum. Þú áttir það til
að vera svartsýnn og vil ég
meina að ég hafi það frá þér að
búa mig undir það versta og þá
verð ég svo glöð ef hlutirnir fara
betur en ég taldi í fyrstu. Ég var
oft beinskeytt við þig og veit ég
vel að þú varst ekki alltaf sáttur
við mig, hvernig ég skellti orðum
mínum fram en alltaf tókstu því.
Þú varst ekki sáttur þegar ég
hringdi á Landspítalann og pant-
aði tíma í kæfisvefnsmælingu en
þegar þú fannst að vélin hjálpaði
þér og þú fannst mun á svefn-
inum þá sættir þú þig við tækið
og mig. Þú varst frábær afi og
finnst mér það miður að Matt-
hildur Bylgja fái ekki að eiga
eins margar stundir og minning-
ar með þér og Elísabet María,
eldri dóttir mín. Þú varst alltaf
tilbúinn í að skutla, smyrja hjól-
ið, segja sögur, fara með vísur,
lesa bækur, horfa á leiksýningar
og koma á hinar ýmsu uppákom-
ur í leikskólanum, grunnskólan-
um og íþróttunum. Einnig varstu
alltaf tilbúinn að leggja þitt af
mörkum í að passa dætur mínar.
Þú komst á þorrablót eldri borg-
ara til Matthildar í leikskólann á
bóndadaginn, þar áttuð þið
gæðastund saman. Þú varst
mjög söngelskur og elskaðir að
syngja og hlusta á tónlist, ég var
ekki gömul þegar ég byrjaði að
hlusta á plöturnar þínar og
syngja með. Lagið Angelína mun
alltaf minna mig á þig og heyrði
ég þig oft syngja það fallega lag.
Þú áttir mjög náið samband við
Jens, bróður þinn, og töluðuð þið
saman á hverjum degi. Það var
margt líkt með þér og Beggu,
systur þinni, drifkrafturinn,
dugnaðurinn, lundarfarið.
Ástarþakkir fyrir allar yndis-
legu stundirnar okkar saman og
allt sem þú hefur gert fyrir mig
og mína fjölskyldu. Ég er þakk-
lát fyrir að hafa fengið að vera
hjá þér ásamt mömmu, Stínu og
Brynjari þegar þú kvaddir þenn-
an heim. Ég kveð þig með orð-
unum sem ég sagði við þig á
hverjum degi á gjörgæsludeild-
inni, bless pabbi minn, ég elska
þig, eigðu góða nótt í nótt,
sjáumst á morgun. En það verð-
ur eitthvað lengra í að við
sjáumst, en ég veit að þú munt
fylgjast með þínu fólki eins og
þér er einum lagið. Að lokum vil
ég fyrir hönd mömmu og okkar
systkinanna þakka starfsfólki
gjörgæsludeildarinnar í Foss-
vogi fyrir góða umönnun og
stuðning við okkur aðstandend-
ur. Einnig viljum við þakka öll-
um þeim sem sýndu okkur
stuðning og gáfu okkur styrk í
veikindum þínum, sérstaklega
ber þar að nefna Beggu frænku
og Svenna.
Elsku mamma, systkini mín,
barnabörn, systkini pabba og
aðrir aðstandendur, ég og fjöl-
skylda mín sendum okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Minningin um yndislegan
pabba mun lifa. Þín dóttir,
Salbjörg Júlía.
Elsku besti pabbi, orð geta
ekki lýst hversu mikilvægur þú
varst í lífi mínu og hversu mikið
mér þótti vænt um þig.
Þetta ljóð finnst mér komast
næst því.
Guð gaf mér engil sem ég hef hér á
jörð
Hann stendur mér hjá og heldur um
mig vörð
Hann stýrir mér í gegnum lífið með
ljósi sínu
Ég er svo þakklát að hafa hann í lífi
mínu
Ég vona að hann viti að hann er mér
kær
Allar mínar bestu hugsanir hann fær
Hans gleði og viska við alla kemur
Við flestalla honum vel semur
Hann stendur mér hjá þegar illa liggur
við
Hann víkur ekki frá minni hlið
Nema sé þess viss að allt sé í lagi
Fer þá að vesenast í málarastússi af
ýmsu tagi
Hann er vandvirkur og iðinn
hann sinnir alltaf sínu vel
hann segir það aðalatriðin
sem er rétt, það ég tel
Hann hefur kennt mér að vera þolin-
móð og sterk
hvetur mig áfram að stunda mín dags-
verk
„þú skalt alltaf standa á þínu,“ hann
ávallt hefur sagt
mikla áherslu á það lagt
Þótt svo hann segi ekki við mann oft
mikið
Þá meinar hann alltaf margt
Hann getur aldrei neinn svikið
það getur hann ekki á neinn lagt
Hann er bara þannig maður
Hann er bara þannig sál
Hann er aldrei með neitt þvaður
Hann meinar allt sitt mál
Hann sýnir mér svo mikla ást
Hann vill aldrei sjá neinn þjást
Hann er minn klettur og hann er mín
trú
Hann er minn besti pabbi, staðreyndin
er sú!
(Katrín Ruth)
Við munum ávallt sakna þín.
Við munum ávallt elska þig.
Hvíldu í friði.
Brynjar Davíð Þorsteinsson
og fjölskylda.
Það hefur stórt skarð verið
höggvið í tengdafjölskyldu mína
með fráfalli Þorsteins Óskars-
sonar, tengdapabba míns. Hann
var frá Firði í Múlasveit við
Skálmanes. Ég er virkilega
þakklátur fyrir margt sem þú
hefur gert fyrir mig og mína fjöl-
skyldu, elsku Steini. Fyrsta
vandræðalega „mómentið“ okkar
var á Þorláksmessu árið 1994
þegar við Salbjörg Júlía, dóttir
þín, vorum nýbyrjuð saman og
þú skutlaðir mér á flugvöllinn í
Reykjavík, til að ég kæmist nú í
foreldrahús yfir jólin. Við Sal-
björg Júlía vorum að koma af
metsíldarvertíð á Hornafirði og
ég að tékka mig inn, en farang-
urinn of þungur og ég átti ekki
eina krónu. Það voru þung spor
fyrir mig að ganga til þín og
biðja um lán fyrir yfirvigtinni,
heilar 1.000 kr., já sjálfstraustið
mitt var hrunið, en þér minn
kæri fannst ekkert mál að redda
þessu. Á þessum tímapunkti hét
ég því að ég skyldi ekki verða
baggi á þér, elsku Steini, og vona
að ég hafi staðið við það. Stuttu
seinna bauðst þú mér að koma
með þér og Sævari vini þínum á
net á Sandvíkinni, sem þið áttuð
saman, og með okkur voru líka
þeir Jóhann Björn, svili minn,
tengdasonur þinn og Viggi
frændi þinn. Það var virkilega
gaman að róa með ykkur öllum,
þvílíkir snillingar allir saman, og
annað eins fiskirí hef ég bara
aldrei séð.
Sex dagar og kvótinn búinn
sem átti að duga okkur í tvo
mánuði allt upp í 25 tonn á dag í
40 ónýtar netadruslur eins og þú
sagðir sjálfur. Mér fannst mikið
til þess koma að róa með ykkur
félögum, þið voruð að mínu mati
miklir fagmenn og þú þvílíkur
fiskimaður. Ég fékk svo að róa
með þér á nokkrum bátum sem
þú áttir einn og notaðir þá sem
einhvers konar hobbýbáta. Þér
fannst gott og gaman að vera á
sjó, varst góður sjómaður, eins
hafðir þú skemmtilega frásagn-
arhæfileika. Þér fannst nú ekki
leiðinlegt að gera þér dagamun
og bregða undir þig betri fæt-
inum. Síðan gastu verið smá
grallari eins og þegar við fórum
að versla fyrir klinkið í Minnea-
polis og við fylltum eina tösku af
sælgæti. Þegar við vorum látnir
opna töskuna við innritunarborð-
ið, já, það verður bara að segja
eins og er að það var ekki öllum
skemmt þegar innihaldið blasti
við.
Þú varst mjög bóngóður og
vildir hafa alla í kringum þig
góða og kannski eftir á að
hyggja var það kannski þinn
stærsti galli líka. Dætur mínar
fengu oft að kynnast góð-
mennsku þinni, sérstaklega El-
ísabet María, enda er hún miklu
eldri en Matthildur Bylgja, sem
er bara að verða þriggja ára en
ef ég sagði nei við Elísabetu
Maríu þá sagði hún: ok, ég tala
bara við afa Steina. Ég mun
minnast þín með hlýhug og gera
mitt besta til að gera lífið hjá
þínu fólki sem bærilegast. Elsku
Hrönn, Salbjörg, Stína, Brynjar
og fjölskyldur, megi góður Guð
hjálpa ykkur í gegnum sorgina
og minningin um góðan mann
mun hlýja ykkur um hjartaræt-
urnar. Kveðja,
Magnús Már Jakobsson.
Þorsteinn
Óskarsson
Fleiri minningargreinar
um Þorstein Óskarsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir
síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HRAFN BACHMANN,
fyrrverandi kaupmaður,
lést á dvalarheimilinu Sunnuhlíð
þriðjudaginn 23. maí.
Útför hans fer fram í Kópavogskirkju þriðjudaginn 6. júní
klukkan 15.
Steinunn Þórðardóttir
Gunnar Bachmann Margrét Sigurðardóttir
Þórður Bachmann Claudia Luckas
Guðný Bachmann Ástgeir Kristjánsson
Guðrún Bachmann Istvan Seres
barnabörn og barnabarnabörn
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
RÚNARS GUÐJÓNSSONAR,
Klauf, Vestur-Landeyjum.
Hildur Ágústsdóttir
Sigurður Á. Rúnarsson Lára Ólafsdóttir
Guðjón Rúnarsson Sandra D. Georgsdóttir
Þórdís J. Rúnarsdóttir Skúli Guðmundsson
Magnús Rúnarsson Elísabet Ó. Helgadóttir
S. Lóa Rúnarsdóttir Steindór V. Reykdal
Ágúst Rúnarsson
R. Smári Rúnarsson
Sævar Rúnarsson M. Sóley Sigmarsdóttir
Sigurbára Rúnarsdóttir Einar Hjálmarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HALLFRÍÐUR BRYNDÍS
MAGNÚSDÓTTIR,
Kjarrlundi 2, Akureyri,
lést föstudaginn 26. maí.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. júní
klukkan 13.30.
Arnar Daníelsson
Magnús Viðar Arnarsson Sólveig Björk Skjaldardóttir
Ingibjörg Arnarsdóttir Einar Ólafsson
Gunnhildur Arnarsdóttir Jóhann Ólafur Ingvason
Bryndís Arnarsdóttir Kristinn Hreinsson
ömmu og langömmubörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANNES GUÐMUNDSSON
verkfræðingur,
Dalbraut 14, Reykjavík,
áður til heimilis að Laugalæk 48,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 1. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðrún María Tómasdóttir
Tómas Jóhannesson Pálína Héðinsdóttir
Helgi Jóhannesson Gunnlaug Helga Einarsdóttir
Sigríður Jóhannesdóttir Skarphéðinn B. Steinarsson
Guðmundur Þ. Jóhannesson Laufey Ása Bjarnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn