Morgunblaðið - 03.06.2017, Síða 40

Morgunblaðið - 03.06.2017, Síða 40
40 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017 Við Við erum meðlagersölu í Síðu-múlanum í dag svo ég verð að vinna en í kvöld ætla ég út að borða með mínum nán- ustu,“ segir Guðrún Jó- hannesdóttir, eigandi verslunarinnar Kokku, en hún á 50 ára afmæli í dag. „Við verðum með opið til klukkan 4 og jafnvel lengur ef það verður fullt út úr dyrum hjá okkur. Síðan verður lokað hjá okkur á morg- un vegna hvítasunn- unnar en annars er opið sjö daga vikunnar hjá okkur og alltaf á netinu.“ Guðrún hefur rekið Kokku ásamt systrum sín- um í 16 ár. „Já, maður trúir því varla, það er ótrúlegt hvað tíminn líð- ur hratt þegar það er nóg að gera. Reksturinn hefur líka vaxið og dafnað. Við tókum yfir reksturinn á Dúka í Kringlunni 2007 og opn- uðum aðra búð í Smáralind 2011. Sú búð flutti innan Smáralindar og stækkaði til muna á síðasta ári.“ Að auki er fjölskyldan með heildsölu sem selur beint til veitinga- húsa og hótela um allt land. „Mikið af vörunni sem við flytjum inn er fyrir fagmenn, en fólk gerir ekkert minni kröfur heima í eigin eld- húsi.“ Mikil umræða hefur verið að undanförnu um ferðamenn í miðborg- inni og hvers konar áhrif þeir hafa á verslun þar. „Mér finnst gaman hvað það er fjölbreytt mannlíf í miðborginni og mælingar Reykja- víkurborgar sýna að heimsóknum Íslendinga hingað niður í bæ hefur ekki fækkað. Útlendingarnir eru hrein viðbót. Þeir koma oft í Kokku, en það eru aðallega Íslendingar sem versla við okkur, enda eru ferða- mennirnir ekki að kaupa potta eða eldavélar.“ Eiginmaður Guðrúnar er Þorsteinn Torfason, en hann sér um að selja vörur Kokku til veitingageirans. Dóttir þeirra er Una, sem er 18 ára. Dóttir Guðrúnar frá fyrra hjónabandi er Ástríður Jónsdóttir, 25 ára. „Svo fékk ég kaupbæti með manninum mínum, Þór Þorsteinsson 30 ára. Ekki má gleyma hundinum Krumma, en hann fær mann til að fara út og hreyfa sig. Frítímanum eyði ég með fjölskyldunni, en sumarfríið í ár fer í að gera upp eldhúsið hjá okkur, enda aðaláhuga- málið eldhús og eldamennska.“ Frú Kokka Guðrún Jóhannesdóttir. Verður í vinnunni fram eftir degi Guðrún Jóhannesdóttir er fimmtug í dag R akel Garðarsdóttir fæddist í Ósló 3.6. 1977 en ólst upp í Skaftahlíðinni í Reykjavík. Hún þurfti ekki að fara langt í skólann því hún var í Ísaksskóla og Æfingadeild Kennaraskólans sem báðir eru í allra næsta nágrenni og stundaði síðan nám við MH. Þá var hún eitt ár í Gommerud-skóla í Bærum í Noregi og stundaði síðar nám í lög- fræði við HR: „Á æskuárunum fór- um við reglulega á sumrin til Noregs og ég hlakkaði alltaf til að fara til Ömmu Stjörnu á Stranda.“ Á menntaskólaárunum starfaði Rakel á Grund, hjá ÁTVR, á Café au lait og á Kaffibarnum. Hún ferð- aðist með vinkonum sínum um Skandinavíu árin 1995 og 1996 og vann þar jafnframt ýmis störf sem til féllu. Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturports – 40 ára Með eldri börnunum Björn Hlynur og Rakel, með Hlín og Emil Adrian, sem vill bæta heiminn, eins og mamma hans. Á fullu að bæta heiminn Yngsti fjölskyldumeðlimurinn Rakel með augasteininn sinn, Jón Marlon. Selfoss Hilda Linnea Aðalsteinsdóttir fæddist 3. júní 2016 kl. 10.19 á Selfossi og er því eins árs gömul í dag. Hún vó 3.760 g og var 57 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Elin Moqvist og Aðalsteinn Aðal- steinsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 Bátasaumur Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Bátasaumur, bátaspiker og rær fyrir báta og gömlu húsin 1 1/4“ - 5“ allar stærðir fyrirliggjandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.