Morgunblaðið - 20.06.2017, Síða 8

Morgunblaðið - 20.06.2017, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2017 Styrmir Gunnarsson gerir að um-fjöllunarefni spurninguna um að skilja þátt fjárfestingarbanka frá viðskiptabankastarfsemi, eins og lengi hefur verið rætt hér á landi án niðurstöðu. Hann bendir á að Mervyn King, sem lengi stýrði Englands- banka, viðurkenni að bankar hafi minnkað en segi svo:    Er þetta nóg? Éger hræddur um ekki og af einni einfaldri ástæðu. Mikil óvissa þýðir að tilfinningin gagn- vart fjármálafyrirtækjum getur breytzt svo hratt að reglur sem kunna að virðast of íþyngjandi á þeirri stundu geta litið út fyrir að vera of mildar augnabliki síðar.“ Og nokkru síðar segir hann eftir umfjöllun um breytingar: „Ekkert af þessu þýðir að mistök hafi verið gerð í hinu sérstaka átaki til að bæta kerfið með reglum á undanförnum árum. En hættan er fólgin í því að sjá ekki skóginn fyrir trjánum.“ Og enn segir Mervyn King:    Öflugt átak stjórnvalda geturekki falið þá staðreynd að þótt margar gagnlegar breytingar hafi verið gerðar á reglum hafa engar grundvallarbreytingar orðið. Gull- gerðarlistin í bankakerfinu er enn til staðar. Þar sem björgunar- aðgerðir vegna banka í þróuðum ríkjum voru risavaxnar er und- arlegt að meira hafi ekki verið gert frá fjármálakreppunni til að takast á við grundvallarvandann.“ Kannski ættu starfshópar fjár- málaráðherra að lesa bók Mervyn King.“    King hefur aldrei komið hingaðen faðir hans gegndi herþjón- ustu hér í síðustu styrjöld. Gæti ver- ið að hann vildi því litast hér um. Mervyn King Af eða á vantar STAKSTEINAR Styrmir Gunnarsson Veður víða um heim 19.6., kl. 18.00 Reykjavík 10 skýjað Bolungarvík 9 skýjað Akureyri 10 léttskýjað Nuuk 3 rigning Þórshöfn 11 skýjað Ósló 18 alskýjað Kaupmannahöfn 23 léttskýjað Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 20 heiðskírt Lúxemborg 29 heiðskírt Brussel 30 heiðskírt Dublin 23 léttskýjað Glasgow 19 skýjað London 29 heiðskírt París 30 heiðskírt Amsterdam 28 heiðskírt Hamborg 28 heiðskírt Berlín 30 heiðskírt Vín 28 heiðskírt Moskva 17 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 33 heiðskírt Barcelona 28 léttskýjað Mallorca 33 léttskýjað Róm 27 heiðskírt Aþena 24 léttskýjað Winnipeg 16 léttskýjað Montreal 24 skúrir New York 28 þrumuveður Chicago 23 skýjað Orlando 30 þrumuveður Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:55 24:05 ÍSAFJÖRÐUR 1:35 25:35 SIGLUFJÖRÐUR 1:18 25:18 DJÚPIVOGUR 2:10 23:49 Ökumaður Toyota Corolla fólks- bifreiðar sem lést í árekstri tveggja bíla 13. desember 2015 á Suður- landsvegi við Lækjarbotna ofan við Reykjavík fékk hjartááfall undir stýri í aðdraganda þess að bílarnir skullu saman. Þessi skýring er nefnd í skýrslu Rannsóknarnefndar sam- gönguslysa sem kannað hefur til- drög slyssins. Ökumaðurinn sem lést ók til austurs og skömmu áður en hann kom að Lækjarbotnum fór hann yfir miðlínu vegar og utan í Toyota Land Cruiser jeppabifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Þannig hófst áreksturinn. Skv. skýrslunni höfðu vegfar- endur sem óku á eftir fólksbílnum veitt undarlegu aksturslagi eftir- tekt. Í árekstrinum lenti Corollan fyrst á Land Cruisernum en svo á Subaru-bifreið sem á eftir kom. Sá bíll kastaðist aftur, hafnaði utan veg- ar og fékk ökumaður hans áverka. Í skýrslu rannsóknarnefndar er bent á að ökumaður Toyota Coroll- unnar hafi átt við ýmis veikindi að stríða. Þá hafi ökuréttindi hans verið útrunnin. Segir nefndin hugsanlegt að eldri ökumenn með ökuréttindi, sem séu að renna út vegna aldurs þeirra, gleymi sér. Því megi bregð- ast við til dæmis með því að senda áminningu um endurnýjun ökurétt- inda, ásamt upplýsingum um heilsu- far og akstur. sbs@mbl.is Hjartaáfall ökumanns skýring á banaslysi  Árekstur við Lækjarbotna  Eldri ökumenn fái áminningu um réttindi og heilsu Morgunblaðið/Árni Sæberg 2015 Á vettvangi við Lækjarbotna. Sími: 535 1200 | sala@iskraft.is | iskraft.is Fjöldi þekktra vörumerkja sem fagmaðurinn þekkir og treystir Fáðu ráð hjá fagmönnum um val á lýsingu hefur tekið höndum saman við alþjóð- lega hönnuði um að kynna nýjar lausnir í lýsingu með steinsteypu, við og áli. S te yp a V ið ur Á l Maður, sem dró ökumann úr brenn- andi bifreið í kjölfar áreksturs í Ljósavatnsskarði árið 2015, fær ekki bætur úr ábyrgðartryggingu hjá tryggingafélagi bílsins. Maðurinn meiddist á öxl þegar ökumaður bif- reiðarinnar, sem hann dró út úr bíln- um, kippti í hægri handlegg manns- ins með þeim afleiðingum að hann fékk slink á öxlina. Bjargvætturinn krafðist bóta frá tryggingafélaginu sem hafnaði þeirri umleitan. Það hefur úrskurð- arnefnd vátryggingamála nú einnig gert. Í úrskurði hennar segir að skv. umferðarlögum skuli sá sem ber ábyrgð á skráningarskyldu bíls bæta tjón sem hlýst af notkun. Skv. úrskurði nefndarinnar má ráða að ökumaður bifreiðarinnar hafi verið valdur að árekstrinum og eldsvoðanum og skaðabótaábyrgð annarra hafi því ekki stofnast vegna þessa. Þá segir áfram í úrskurðinum að maðurinn kunni að eiga rétt á bótum fyrir líkamstjón sitt úr slysa- tryggingu ökumanns. Þó verði ekki fram hjá því litið að meiðslin hafi hlotist við það að ökumaður bifreið- arinnar kippti í handlegg hans þegar hann hugðist draga hann út. Bjargaði en fær ekki slysabætur  Dró mann úr brenn- andi bíl og meiddist

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.