Morgunblaðið - 20.06.2017, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2017
Komið hafa fram
upplýsingar um að
með aflaukningu í nú-
verandi vatnsaflsvirkj-
unum væri hægt að
auka orkugetu lands-
kerfisins um samtals
840-960 GWh/ári.
Óhætt er að fullyrða
að stækkun Búrfells-
virkjunar er ekki hluti
af þessu mati.
Æskilegt hefði verið að fá þetta
mat sundurliðað á einstakar virkj-
anir til að sannprófa niðurstöður.
Einnig ber að hafa í huga að aukn-
ing á uppsettu afli í virkjunum eru
kostnaðarsamar framkvæmdir.
Lítum nú á einstakar vatnsafls-
virkjanir á Íslandi, sem flestar eru
í eigu Landsvirkjunar. Áhugaverð-
astar eru Búrfellsvirkjun og Kára-
hnjúkavirkjun, en fyrst nokkur orð
um orkugetu og uppsett afl.
Orkugeta, uppsett afl
og nýtingartími
Mikilvægir þættir í hönnun á
vatnsaflsvirkjunum eru orkugeta,
sem er gefið upp í gígavatt-
stundum á ári eða GWh/ári, og
uppsett afl, sem er gefið er upp í
megavöttum eða MW. Orkugeta og
uppsett afl er ákvarðað með aðstoð
þar til gerðra reiknilíkana.
Orkugeta virkjunar hefur verið
skilgreind sem sú markaðsaukning
sem kerfið mundi geta annað með
tilkomu virkjunarinnar. Orkugeta
er þannig kerfisstærð, en reiknilí-
könin ákvarða einnig framleiðslu
virkjana. Oft er orkugeta og fram-
leiðsla virkjana í reiknilíkönum
svipaðar stærðir, en í afbrigðileg-
um tilvikum getur munað nokkru
þar á.
Afleidd stærð er nýtingartími
uppsetts afls, sem er fundinn með
því að deila aflinu í orkugetuna.
Nýting á uppsettu afli í prósentum
fæst síðan með því að deila heild-
arfjölda klst. í ári (8.760) upp í nýt-
ingartímann.
Búrfellsvirkjun
Uppsett afl Búrfellsvirkjunar er
270 MW og orkugetan talin vera
2300 GWh/ári. Þetta leiðir til nýt-
ingartíma upp á 8.500
klst./ári sem jafngildir
97% nýtingu á upp-
settu afli. Varla getur
verið forsvaranlegt að
leggja svo mikið á
hina gömlu Búrfells-
virkjun til langframa.
Eitthvað gæti bilað
eða farið úrskeiðis og
þá gæti þurft að taka
vélar úr rekstri um
tíma vegna viðgerða
eða viðhalds. Við það
lækkar nýtingar-
tíminn.
Um þessar mundir standa yfir
framkvæmdir við aukningu á afli
Búrfellsvirkjunar með byggingu
Búrfellsvirkjunar II sem verður
100 MW. Samtals verður uppsett
afl Búrfellsvirkjana þá 370 MW.
Nýja virkjunin eykur orkugetu
Landsvirkjunarkerfisins um 300
GWh/ári. Talið er að Búrfells-
virkjun II muni kosta 14 milljarða
íslenskra króna og miðað við geng-
isskráningu í dag þá jafngildir það
kostnaðarverði orku upp á 36 US$/
MWh. Orkulega séð er Búrfells-
virkjun II því mjög hagkvæm
virkjun en því til viðbótar koma já-
kvæð áhrif þess að fá aukið upp-
sett afl á staðnum til að tryggja ör-
yggi í rekstri hinnar gömlu og
yfirhlöðnu virkjunar.
Kárahnjúkavirkjun
Uppsett afl Kárahnjúkavirkjunar
er 690 MW og orkugeta er talin
5.000 GWh/ári. Þetta leiðir til nýt-
ingartíma upp á 7250 klst./ári sem
jafngildir um 83% nýtingu á upp-
settu afli. Þarna er töluvert meira
svigrúm í rekstri en í Búrfells-
virkjun.
Aukning á afli með Kárahnjúka-
virkjun II væri í sjálfstæðri virkj-
un svipað og í Búrfellsvirkjun II.
Vatn tekið úr Hálslóni og virkjað
niður í Fljótsdal. Í hinni nýju
virkjun er gert ráð fyrir nokkru
lægri fallhæð en í Kárahnjúka-
virkjun.
230 MW uppsett afl í
Kárahnjúkavirkjun II mundi auka
orkugetu kerfisins um 50 GWh/ári.
Aukning á afli Kárahnjúkavirkj-
unar um 33% eykur því orkugetu
virkjunarinnar aðeins um 1%. Nýt-
ingartími uppsetts afls í stækk-
uninni verður aðeins 220 klst./ári
og nýting á aflinu því aðeins um
2,5%. Hin lága nýting mundi
örugglega leiða til þess að stækk-
unin væri langt frá því að vera
hagkvæm. Ekki eru tök á að fara
nánar út í þá sálma hér enda þyrfti
að hanna útfærslu á hinni nýju
virkjun og reikna stofnkostnað.
Ekki veit ég hvort eitthvað hefur
ennþá verið gert í þeim málum á
viðeigandi stöðum.
Í rekstri Kárahnjúkavirkjana
væri rekstraraðila þá að sjálfsögðu
frjálst að dreifa að vild framleiðsl-
unni milli virkjananna tveggja og
mundi þá raunveruleg nýting
breytast í samræmi við það.
Hugmyndir um Kárahnjúka-
virkjun II geta ennþá varla talist
meira en létt hjal. Niðurstöðurnar
hér að framan benda eindregið til
þess að borin von sé að koma
þarna upp hagkvæmum virkj-
unarkosti.
Aðrar vatnsaflsvirkjanir
Aukning á uppsettu afli í öðrum
vatnsaflsvirkjunum skilar sáralítilli
aukningu í orkugetu fyrir hina
hefðbundnu markaði, sem eru í
gangi allt árið. Hér er átt við Sogs-
virkjanir, Sultartangavirkjun, Búð-
arhálsvirkjun, Hrauneyjafoss-
virkjun, Sigölduvirkjun,
Vatnsfellsvirkjun og Blönduvirkj-
un.
Sæmileg stækkun á afli hverrar
virkjunar fyrir sig mun leiða til
aukningar í orkugetu kerfisins á
bilinu 0-10 GWh/ári, í flestum til-
vikum nær núllinu. Það vantar
vatn til að knýja viðbótaraflið, þeg-
ar þess er þörf.
Niðurstaða
Eins og vikið hefur verið að í
greininni er fjarstæða að halda því
fram að hægt sé að fá aukningu í
orkugetu upp á 840-960 GWh/ári
með aflaukningu í núverandi vatns-
aflsvirkjunum.
Engu að síður hefur þessi orka
verið í boði bæði fyrir orkuskipti á
bílaflota og fiskimjölsverksmiðjur
og fyrir sæstreng til Bretlands.
Er ekki þarna verið að tvíbjóða
einhverja orku, sem því miður er
bara ekki til?
Aflaukning í vatnsaflsvirkjunum
Eftir Skúla
Jóhannsson » Fjarstæða er að
halda því fram að
hægt sé að fá aukningu í
orkugetu upp á 840-960
GWh/ári með aflaukn-
ingu í núverandi vatns-
aflsvirkjunum
Skúli Jóhannsson
Höfundur er verkfræðingur.
skuli@veldi.is
Nú er mikil um-
ræða um vopnaburð
lögreglu. Það er hollt
og nauðsynlegt að
ræða hlutina til að
hafa sem mestan
skilning á þeim. Um-
ræðan sem nú á sér
stað er ekki um al-
mennan vopnaburð,
heldur er rætt um
hvort sérþjálfaðir lög-
reglumenn í sérsveit ríkislög-
reglustjóra megi eða eigi að vera
viðstaddir fjöldaviðburði gráir fyrir
járnum.
Þeir sem sjá mest ofsjónum yfir
því að lögregla sé með slíkan við-
búnað eru Vinstri grænir og Pírat-
ar. Þeir tala um sakleysi landsins
og að aldrei hafi verið framin
hryðjuverk hér á landi, þess vegna
sé óþarfi að vera með viðbúnað
sem þennan. Þeir hafa líklegast
aldrei heyrt um að byrgja fyrir
brunninn áður en barnið dettur of-
an í hann. Það gífurlega vantraust
sem þeir sýna lögreglunni er
skammarlegt og virðast þeir frekar
vera tilbúnir að láta þá sem gætu
framið voðaverk njóta vafans en
lögreglu sem starfar við að reyna
að halda okkur öruggum.
Það er enginn að tala um að
veita lögreglu auða ávísun í þessu
en verðum við ekki að trúa því að
sérfræðingar í öryggismálum og
aðilar með mun meiri þekkingu en
téðir þingmenn sem hafa tjáð sig
séu við stjórnvölinn? Vissulega er
gott að velta hlutum fyrir sér, en
öryggismál og viðbragðsáætlanir
við þeim eru sennilega ekki best
geymd fyrir allra augum eins og
sumir virðast vilja. Við getum haft
ákveðnar stefnur en þingmenn
ættu ekki að blanda sér með of
miklum hætti í störf lögreglu þegar
kemur að þessum málum.
Þegar „arabíska vorið“ hófst fyr-
ir nokkrum árum var byrjunin rak-
in til grænmetissala sem hellti
bensíni yfir sig og kveikti í. Ég
man að ég hugsaði með mér að
þetta hefði nú aldrei gerst á Íslandi
að mér vitandi og myndi vonandi
aldrei gerast, að manneskja hellti
yfir sig bensíni og kveikti í. En viti
menn, nokkru síðar tók hælisleit-
andi sig til, hellti bensíni yfir sig
labbaði inn í Rauða krossinn og
hótaði að kveikja í sér, fyrir bragð-
ið veitti Alþingi honum ríkis-
borgararétt. Ákvörðun sem er Al-
þingi til ævarandi skammar, að ýta
undir svona hegðun; skilaboðin frá
Alþingi voru í raun þau að því
lengra sem þú gengur því meira
færðu. Nokkru síðar var annar
hælisleitandi sem hellti yfir sig
eldsneyti og kveikti í
sér. Hann lést því mið-
ur af sárum sínum,
hræðilegur atburður
sem maður skilur vart.
En hvað segja þessi
tilvik okkur í raun og
veru? Ísland, okkar
saklausa land, er að
breytast. Það er hugs-
un og hugmyndafræði
að koma til landsins
sem við höfum ekki
fullan skilning á. Það
má að sjálfsögðu ekki tala um hæl-
isleitendur á neinn annan hátt en
að þeir séu allir saklaus lömb sem
vilji öllum ekkert nema gott. En
því miður er heimurinn ekki svona
saklaus og þeir sem hingað koma
eru það varla allir heldur. Ég geri
ráð fyrir því að yfirgnæfandi meiri-
hluti þeirra sé góðhjartaðar mann-
eskjur sem eigi allt gott skilið. Það
er þó ekki meirihlutinn sem þarf að
hafa áhyggjur af, það er rotna eplið
sem skemmir tunnuna.
Og þrátt fyrir að við viljum trúa
því að Íslendingur myndi aldrei
gera neitt í líkingu við það sem
gerist úti í hinum stóra heimi þá er
það því miður svo að internetið fer
yfir öll landamæri og boðskapur
ISIS og annarra getur sýkt huga
fólks hvar sem það er statt í heim-
inum. Ég að sjálfsögðu vona að það
sé spurning um hvort frekar en
hvenær hryðjuverk sé framið hér á
landi, en við verðum að vera und-
irbúin og lögreglan þarf að vera í
stakk búin undir viðburð sem slík-
an.
Með breyttum heimi þar sem IS-
IS grasserar sem aldrei fyrr og
hugmyndafræði þeirra virðist sýkja
huga manna um allan heim er
nauðsynlegt að hafa varann á sér.
Það að aldrei hafi verið framið
hryðjuverk hér á landi er engin af-
sökun fyrir hirðuleysi og værukærð
í þessum málum. Í hryðjuverkaárás
sem gerð var í London fyrir stuttu
tók það lögreglu átta mínútur frá
því að ódæðin hófust að fella söku-
dólgana. Átta mínútur geta verið
heil eilífð fyrir þá sem eru í hættu
frá slíkum einstaklingum. Á dögum
þar sem stórir viðburðir eru og
mikill fólksfjöldi þá myndi maður
telja það eðlilegt á þessum tímum
að lögregla sé með viðbúnað líkt og
var til staðar við Color Run í
Reykjavík og verður væntanlega á
fleiri viðburðum. Það má svo halda
áfram með umræðuna um hvað
fleira sé hægt að gera, það er um-
ræða sem nauðsynlegt er að halda
áfram.
En eftir alla umræðu stendur þó
ávallt sú staðreynd, að vænlegra til
vinnings er að treysta lögreglunni
fyrir öryggismálunum frekar en
þingmönnum Vinstri grænna og Pí-
rata. Vopnuð lögregla skilar líkleg-
ast meiri árangri en veifandi
vinstrimenn.
Að byrgja brunninn
Eftir Ólaf
Hannesson
» Það að aldrei
hafi verið framið
hryðjuverk hér á landi
er engin afsökun fyrir
hirðuleysi og værukærð
í þessum málum.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Ólafur Hannesson
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?
Mikið úrval keðjusaga með tvígengis- eða fjórgengismótor.
Einnig keðjusagir fyrir 230V og 18V eða 36V rafhlöður.
Keðjusög með 74 cm sverði
Mótor 90 cc / 4,9kW
Þyngd 8,2 kg
Keðjusög með 45 cm sverði
Mótor 42,4 cc / 2,1kW
Þyngd 4,8 kg
Keðjusög með 35 cm sverði
Mótor 32cc / 1,35kW
Þyngd 4,2 kg
Keðjusagir
ÞÓR FH
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 - 18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is