Morgunblaðið - 20.06.2017, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2017
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í sumar frá kl. 8.30-15.45. Opin
smíðastofa frá kl. 10-15. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30.
Hádegismatur, soðin ýsa með tilheyrandi frá kl. 12.40-12.45. Kaffiveit-
ingar á vægu verði kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, blöðin liggja
frammi. Allir velkomnir nær og fjær.
Boðinn Brids og kanasta kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Lesið og spjallað kl. 10.30. Botsía kl. 10.40-11.20. Bónusrútan
kemur kl. 12.30. Gönguhópur kl. 13.30, tekinn léttur hringur um hverf-
ið. Opið kaffihús kl. 14.30-15.30.
Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera í vinnustofu kl. 9, félagsvist
kl. 14.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Félagsvist kl. 13.30-16. Vinningar í boði
fyrir efstu sætin. Opið kaffihús frá kl. 14.30-15.30. Hádegisverður alla
daga í sumar frá kl. 11.30-12.30. Verið öll velkomin til okkar á Vitatorg,
Lindargötu 59. Síminn er 411-9450.
Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl.
9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma 617-
1503. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.45. Gönguhóp-
ur fer frá Jónshúsi kl. 10. Botsía í Sjálandsskóla kl. 13.45. Bónusrúta
fer frá Jónshúsi kl. 14.45.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 alkort.
Gullsmári Myndlist kl. 9, botsía kl. 9.30, ganga kl. 10, kanasta kl. 13.
Fótaaðgerðastofa á staðnum, allir velkomnir!
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9–14. Jóga kl. 10.10–11.10. Hádegismatur kl. 11.30.
Bónusbíllinn kl. 12.15. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl.
9.45, matur kl. 11.30. Eftirmiðdagskaffi kl. 14.30, fótaaðgerðir 588-
2320, hársnyrting 517-3005.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, Bónusbíll kl. 12.40, listasmiðjan er opin kl. 9-15.30, brids kl. 13,
bókabíll kl. 14.30, síðdegiskaffi kl. 14.30, allir velkomnir óháð aldri og
búsetu, nánar í síma 411-2790.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, opin listasmiðja kl. 9-16, morg-
unleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, kl. 13-16, ganga með starfsmanni
kl. 14, botsía, spil og leikir kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í Sundlaug Seltj. kl. 07:15, tækninám-
skeið í Valhúsaskóla kl. 10:00, kaffispjall í króknum kl. 10:30, pútt á
Skólabraut kl. 13:30. Skráning í sumarferðina sem farin verður
fimmtudaginn 29. júní stendur yfir. Skráningarblöð liggja frammi á
Skólabraut. Einnig er skráning og upplýsingar hjá Kristínu í síma
8939800.
Stangarhylur 4 Ferð á Reykjanes við Ísafjarðardjúp 26.-28. júní. Gist-
ing Hótel Reykjanesi. Náttúruperlur Vestfjarða skoðaðar, m.a. Unaðs-
dalur, Skjaldfönn, Laugarland o.fl. Leiðsögn Magnús S. Sædal.
Nokkur sæti laus, uppl. og skráning í síma 588-2111.
Smáauglýsingar
Atvinnuhúsnæði
Gott skrifstofuhúsnæði til leigu
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhús-
næði við Bíldshöfða. Skiptist í mót-
töku, fimm stór skrifstofuherbergi,
eldhús og geymslu. Ágæt vinnu-
aðstaða fyrir allt að 12 starfsmenn
Sameiginlegar snyrtingar eru á
hæðinni. Vsk. innheimtist ekki af
leigunni og hentar húsnæðið því vel
aðilum sem eru í vsk. lausri starf-
semi. Beiðni um frekari upplýsingar
sendist í tölvupósti til
dogdleiga@gmail.com.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Þjónusta
Tek að mér lagfæringar á
harðviðarútihurðum.
Slípum og pússum. Lagfæri fúa í
gluggum, Húsaþjónustan.
Uppl. í síma 899 0840.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
LOKAÐ 6. til 20. júní
Ýmislegt
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Til sölu Quicksilver CLASSIC 20
hraðbátur
Verð: 5,7 milljónir. Myndir og uppl.
thorsteinn@concordia.is
Sími: 696 9621
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
VIÐHALD
FASTEIGNA
Lítil sem stór verk
Tímavinna eða tilboð
℡
544 4444
777 3600
jaidnadarmenn.is
johann@2b.is
JÁ
Allir iðnaðarmenn
á einum stað
píparar, múrarar, smiðir,
málarar, rafvirkjar
þakmenn og flísarar.
Hreinsa
þakrennur
ryðbletta þök og tek
að mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
in heimsóttum Sigurlaugu síðast
rétt fyrir jólin og þáðum þá sérrí
úr fínu glösunum. Færnin til orða
var ennþá til staðar, færni til at-
hafna þorrin og ákefðin til lífsins.
Þegar við kvöddum sagði hún:
„Nú verð ég næst. Ég er tilbúin.“
Það er söknuður og þakklæti
við þessi tímamót og við Jón
bróðir og fjölskyldur þökkum ár-
in sem þau pabbi áttu saman og
færðu okkur gleði og þeim ham-
ingju.
Blessuð veri minning um góða
konu.
Jóhannes Torfason.
Það var dimmt haustkvöld árið
1968 að rúta renndi inn í sand-
barið fiskiþorp. Meðal farþega
var undirritaður, nýútskrifaður
kennari, sem örlögin höfðu valið
þennan stað, sem hann vissi þó
einna þokkalausastan á landinu,
því þar hafði hann aðeins komið
þegar engin leið var önnur frá
Vestmannaeyjum til lands en að
lenda þar við brimbrjótinn.
Á móti piltinum tók Gunnar
Markússon skólastjóri á staðnum
sem dreif hann heim til sín á G-
götuna í mat. Þar var fyrir frú
hans, Sigurlaug Stefánsdóttir,
handavinnukennari við grunn-
skóla þorpsins. Það fór vel á með
þeim þremur og kviknaði vinátta
sem aldrei bar skugga á.
Gunnar Markússon lagði
mikla áherslu á að tónlist yrði
kennd í skólanum, enda formað-
ur skólanefndar, Ingimundur
Guðjónsson kórstjóri og söng
Sigurlaug í kórnum. Ég hafði
gutlað við tónlist og lært m.a. tvo
vetur við Tónlistarskólann í
Reykjavík. Sigurlaug söng mikið
og kunni nokkuð fyrir sér í gít-
arleik. Við lögðum saman krafta
okkar.
Hún kenndi á gítar og söng, en
ég á blokkflautu og voru allir
nemendur skólans færir um að
leika einfalt lag með svo sem einu
formerki. Stofnuðum við skóla-
hljómsveit og keyptar voru alt-,
tenór- og bassablokkflautur og
margskonar slagverk kennd við
Carl Orff. Segja má að okkur
Sigurlaugu hafi gengið ótrúlega
vel, miðað við frumstæðar að-
stæður, að þjálfa þessi börn, sem
voru forverar þess blómlega tón-
listarlífs sem síðar hefur verið
unnið við Grunnskóla Þorláks-
hafnar.
Þegar hreppurinn keypti hús
fyrir kennara við B-götu 7, fékk
ég þar stórt kjallaraherbergi,
enda einhleypur þá, og gat loks-
ins flutt hljómflutningstæki mín
og plötur í Höfnina. Þar heim-
sótti Sigurlaug mig oft og læddi
ég lagrænum djassi á fóninn milli
þess sem við hlustuðum á stór-
virki Bachs. Hægindastólunum
hafði verið stillt nákvæmlega til
að stereóið nyti sín sem best, eins
og tíðkaðist á þessum árum. Það
var nautn að hlusta á tónlist með
Sigurlaugu, velja tónverk og
spjalla um þau og Gunnar hæst-
ánægður með að þurfa ekki að
sitja þarna með okkur. Aftur á
móti kom hann með Sigurlaugu á
magnaða tónleika danska bassa-
snillingsins Niels-Hennings Ørs-
ted Pedersens og brasilísku
söngkonunnar og píanistans
Tönju Maríu, er við Jazzvakning-
armenn stóðum fyrir í Háskóla-
bíói og nutu þau þeirra í botn.
Árin mín í Þorlákshöfn urðu
12 og var það fyrst og fremst vin-
áttan við Sigurlaugu og Gunnar
sem varð til þess að ég flutti ekki
til Reykjavíkur fyrr en hann lét
af skólastjórn, en alltaf hélt ég
góðu sambandi við þau hjón.
Samvistir við Sigurlaugu voru
gefandi, innilegt viðmótið og
smitandi hláturinn náði til hjart-
ans. Hún bætti allt sem bæta
þurfti þegar hvessti í Þorláks-
höfn. Lífsgleðin ljómaði af henni
þó að lífið hafi ekki alltaf verið
dans á rósum. Níræðisafmælið
hennar var einstök stund. Síðast
hitti ég hana í Hörpu og hún
komin í hjólastól – þannig tengdi
tónlistin okkur alla tíð.
Vernharður Linnet.
Vonin er okkar
dýrmætasti fjár-
sjóður. Vonin um
að allt þetta sé til einhvers var
okkur gefin við upprisu frelsar-
ans. Vonin er því fjársjóðurinn í
lífi okkar kristinna manna, hún er
uppspretta gleðinnar, viðnám og
kenndin sem fjarlægir tár úr
hvarmi og orkugjafi lífsins er von-
in sem frelsarinn gaf okkur um
bjartan lífsvang að lokinni lífs-
göngu sinni.
„Við lifum sem blaktandi strá.“
Þessi hending þjóðskáldsins gefur
okkur sýn á stöðu mannsins á leik-
sviði lífsins. Áreitið er alls staðar,
gott og illt. Það er kannski þess
vegna sem við verðum að halda
fastar, en við gerum um einföldu
gildin í hinni kristnu siðfræði og
móta skipti okkar við náungann
með vonina að vopni.
Með vonina að vopni tókst hann
á við illvígan sjúkdóm, eins og
hann hafði tekist á við annað sem
brimöldur lífsins höfðu brotið á
hans brjósti.
Kristján var maður sem til for-
ystu og ábyrgðar var kallaður í
ríkisfyrirtækinu RARIK, sem
hafði verið stofnað til að rafvæða
allt landið á markvissan hátt, með
því litla fjármagni sem gæti
kannski skilað sér til verksins, ef
vel fiskaðist. Hvílík forréttindi að
fá að leggja til krafta og þekkingu
í svo göfugt verkefni.
Hlutskipti Kristjáns sem og
hinna sem á undan voru kallaðir til
forystu, var að slétta allar fyrir-
stöður á öllum draumkenndum
fjárvana verkefnum stjórnvalda,
meðan handar hvers og eins nyti
við.
Einkenni Kristjáns var hæv-
ersk og kurteis framkoma með
Kristján Jónsson
✝ Kristján Jóns-son fæddist
21. apríl 1939 í
Reykjavík. Hann
lést 9. maí 2017 í
Reykjavík. Útför
Kristjáns fór fram
23. maí 2017 í
kyrrþey.
þungri undiröldu al-
vöru manns. Óhætt er
að segja að viðskipta-
aðilar RARIK og við
vinnufélagar hans
bárum mikið traust til
allra verka sem hann
vann og naut Kristján
virðingar fyrir. Sann-
arlega vann hann af
trúmennsku og
ábyrgðarkennd fyrir
velferð RARIK og
hlúði að bjartri framtíðarhyggju.
Stjórinn varð að geta „dimmu í
dagsljós breytt, sem dropi breytir
veig heillar skálar“, já hver sam-
herjastund okkar verkamanna
verkanna var óðurinn til lífsins, þá
voru engir afslættir gefnir og
vinnugleðin kastaði birtu og yl á
allt sviðið hverja slíka stund, svo
stundin var önnur og betri en
stundin sem var liðin. Rarik hefur
á síðustu árum svo sannarlega
slitið barnsskónum og fest sig í
sessi sem eitt af bestu þjónustu-
fyrirtækjum ríkisins.
Kristján birtist æði oft sem hin-
ar hörðu bergsnasir hinnar ís-
lensku strandar sem ólgusjóir
virðast ekki getað brotið, bara
breytt til að taka betur á móti öld-
unni. En um leið sem maður hlýrra
en mikilla tilfinninga, maður sem
gat fundið til en borið harm með
reisn og glaðst af góðum árangri.
Við finnum til en leitum engra
svara, en í hljóðri bæn þakka ég
fyrir að hafa fengið að njóta sam-
fylgdar góðs vinar um tíma og átt
samvistastundir sem ekki gleym-
ast. Það var oft erfitt að finna
sjálfan sig og staðsetja, maður sér
þá illa sitt næsta spor, þá er gott
að vera svo ríkur að eiga sterkan
félaga. Já, stundum koma inn á
leiksvið sérhvers manns menn,
sem verða gimsteinar minning-
anna.
Innilegar samúðarkveðjur til
sonar hans, Walters Ragnars,
tengdadóttur og barna þeirra og
systur hans, Kristeyjar. Guðrúnu
sendi ég kveðju virðingar og sam-
úðar.
Erling Garðar Jónasson.
Við vorum systra-
dætur, hún einu ári
eldri en ég, báðar
léttar á fæti og fór-
um alveg eins og fiðrildi væru á
ferð.
Eitt sinn var ég með móður
minni í Vallanesi á sauðburðar-
tíma, pabbi hennar Jóhönnu, hann
Valdemar, kom inn kallandi í dyr-
unum „stelpur komið þið nú ég
þarf að ná lambi“, upp og út í ein-
um spretti fórum við. Nú faðir
hennar tók það ráð að henda poka
og hann lenti á réttum stað, á
hausnum á lambinu, þá hvein í
minni „pabbi því gerðir þú þetta?“
Svarið var: það dugði.
Þannig var að mamma fór oft til
systur sinnar, hennar Guðrúnar,
að prjóna á sína fjölskyldu. Jó-
hanna var afar lík föður sínum,
eins og snælda, aldrei kyrr. Hann
var alltaf með hestinn með
hnakknum á og gæruskinni sem
ég skildi ekki ef það var réttur árs-
tími en Guðrún móðir hennar var
hæglætiskona, geðgóð og haggað-
ist ekki þó að eitthvað væri í gangi,
kom það sér stundum vel. Hún
hlustaði og bóndi hennar hafði
kannski hátt, það þurfti að ganga
allt í hvelli sem hann var að gera,
Jóhanna
Valdemarsdóttir
✝ Jóhanna Valde-marsdóttir
fæddist 7. júní
1933. Hún lést 25.
mars 2017.
Útför Jóhönnu
fór fram 6. apríl
2017.
dugnaðarforkur eins
og hún en allt í góðu.
Nú síðast lágu
leiðir okkar saman
við útför systur
hennar, Herfríðar í
Brekku, þá hafði ég
litla mynd af Jó-
hönnu með sem ég
hafði átt lengi og
datt í hug að færa
henni, hún hefur
verið svona þriggja
ára eða svo. Þar var hennar fal-
lega bros sem einkenndi hana alla
tíð, geislaði af henni hvar sem hún
var. Eitt sem mig langar að segja
hér að lokum, þegar ég var krakki
kenndi mamma mér vísu sem ég
hef bara aldrei heyrt neins staðar,
hún er um systkini sem voru níu
talsins og er svona:
Imba, Gunna, Ólafur, engu má ég týna,
Sigfús, Gerða, Sigríður, Silla, Þóra,
Stína.
Þetta finnst mér frábært, ein-
hver gamall maður gerði þetta.
Merkilegt en virðast fáir kunna.
Blessuð sé minning þeirra, þau
voru öll myndar- og dugnaðarfólk.
Jæja, frænka mín góð.
Ég að lokum kveð þig klökk
kölluð ert frá lífsins þrautum.
Heiðurskona hafðu þökk
hæsta guðs á nýjum brautum.
(KR.)
Hvíl í friði. Megi guð styrkja
fjölskyldu þína.
Þín frænka,
Soffía.