Morgunblaðið - 20.06.2017, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2017
Afmælið hjá mér verður þríþætt,“ segir Olly SveinbjörgAðalgeirsdóttir, spurð hvað hún ætli að gera í tilefni dagsins,en hún á 40 ára afmæli í dag.
„Kærastinn skipuleggur daginn sem byrjar á dekri í borginni og
svo afslöppun úti í sveit, sem ég framlengi fram á Jónsmessunótt sem
oftast felur í sér eitthvað mjög frelsandi í góðra kvenna hópi. Síðast
en ekki síst verður farið af þessu tilefni í helgarferð til Evrópu.
Á svona tímamótum fyllist maður þakklæti fyrir að búa í því örugga
og fallega landi sem við höfum hér og að hafa öðlast skilning á því
sem mestu máli skiptir í lífinu.“
Olly hefur lokið framhaldsmenntun í þróunarfræðum ásamt hönn-
un í sjálfbærri þróun.
Hún hefur að mestu starfað við samfélagslega tengd verkefni, bæði
sjálfstætt og einnig m.a. fyrir Reykjavíkurborg og Sólheima, ásamt
því að hafa stundað leiðsögn.
Olly hefur aflað sér réttinda í núvitund, jóga og vatnsmeðferð og
stefnir að því að nýta það frekar í verkefnum sínum í framtíðinni.
Kærasti Ollyar er Davíð Stefánsson, fjárfestingarstjóri hjá Íslands-
sjóðum. Sonur þeirra er Adam Kári, tveggja ára, en einnig á Olly son-
inn Alexander Mar Sigurðsson, 18 ára.
Með sonunum Adam, Alexander og Olly stödd í Versölum.
Framlengir afmæl-
ið yfir Jónsmessu
Olly Aðalgeirsdóttir er fertug í dag
J
ón Hjaltalín Hannesson er
fæddur í Vestmannaeyjum
20. júní 1912 og bjó þar
fram að gosi. Barns-
skónum sleit hann á Hjalla
við Vestmannabraut, ungur flutti
hann að Steinstöðum sem voru næsti
bær við Suðurgarð, sunnarlega á
Heimaey. Þaðan flutti svo fjöl-
skyldan að Brimhóli, þar sem Hann-
es faðir hans byggði hús fyrir fjöl-
skylduna og lifðu þau að mestu af
landbúnaði.
Menntunarmöguleikar voru litlir í
Vestmannaeyjum og þar sem Brim-
hóll var ekki neitt stórbýli voru ekki
heldur nein fjárráð til að senda börn-
in til mennta. Jón tók vélstjóra-
námskeið í Vestmannaeyjum 1930.
Hann vann sem vélstjóri, lengst af í
Hraðfrystistöðinni en skipti um
starfsvettvang um 1960. Þá fór hann
að vinna hjá Lárusi Guðmundssyni
frá Akri sem rafvirki. Samhliða
vinnunni fór hann í iðnskóla til að
öðlast réttindi í greininni. Þrátt fyrir
að hann hefði fyrir stórri fjölskyldu
að sjá og væri í fullri vinnu sóttist
honum námið vel.
Hann fékk meistararéttindi í raf-
virkjun frá Iðnskólanum í Vest-
manneyjum og nokkrum árum síðar
hóf hann eigin rekstur og vann sem
sjálfstæður raf- og rafvélavirki í
Vestmanneyjum fram að gosi. Eftir
gos vann hann hjá vélsmiðjunni
Héðni þar til hann fór á eftirlaun.
Jón var annálaður fyrir hversu nat-
inn hann var við vélar og fljótur að
átta sig á bilunum.
Vestmannaeyjagosið skapaði
þáttaskil í lífi hans eins og svo
margra annarra Eyjamanna. Hann
þurfti eins og aðrir eyjarskeggjar að
yfirgefa Heimaey fyrirvaralaust, þá
rétt orðinn sextugur. Þá hafði hann
fyrir sex manna fjölskyldu að sjá
ásamt því að aldraðir foreldar hans
bjuggu í sama húsi. Skiljanlega kom
talsvert rót á hagi hans og fjölskyld-
unnar, sem þurfti oft að flytjast bú-
ferlum þar til keypt var raðhús í
Kópavogi. Þar sem húsið var ekki
fullbyggt reyndi mikið á Jón að klára
bygginguna og ganga frá lóðinni.
Kom þá enn og aftur í ljós að hann
var bæði fjölhæfur og mikill verk-
maður. Þetta hafði einnig sýnt sig
þegar hann byggði við húsið á Helga-
fellsbrautinni í Vestmannaeyjum,
sem hann gerði að mestu leyti sjálfur
í byrjun sjötta áratugarins.
Ern þrátt fyrir háan aldur
Jón býr enn í húsinu sínu í Kópa-
voginum. Þegar eftirlaunaaldri var
náð lagði hann undir sig bílskúrinn í
Fögrubrekkunni og þar fann hann
sér ýmis verkefni sem öll áttu það
Jón Hannesson rafvirki – 105 ára
Með börnunum Frá vinstri: Hannes Rúnar, Soffía Guðný, Jón, Guðrún og Brynjólfur stödd í Toskana á Ítalíu árið
2013. Jóni leið vel í Toskana og hefði ekki haft neitt á móti því að vera „skilinn eftir“.
Natinn við vélar
og mikill verkmaður
Reykjavík Margrét Myrra Kristjáns-
dóttir fæddist 20. júní 2016 kl. 20.18
og á því eins árs afmæli í dag. Hún vó
2.675 g og var 45 cm löng. Foreldrar
hennar eru Ólöf Tinna Frímannsdóttir
og Kristján Albert Loftsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isSmiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt