Morgunblaðið - 20.06.2017, Síða 27

Morgunblaðið - 20.06.2017, Síða 27
sameiginleg að snúa að vélum og tækjum. Þar „brasaði“ hann í ró og næði í mörg ár, ásamt því að halda við húsnæðinu. Þegar heilsu eigin- konu hans, Dóru, fór að hraka þurfti hann að skipta um hlutverk og fara að sinna henni. Þegar hún fór svo að lokum á hjúkrunarheimili ók hann sjálfur þangað daglega um nokkurra ára skeið til að heilsa upp á hana og sjá til þess að henni liði sem best. „Ég er hættur að keyra núna, vildi ekki eiga það á hættu að fá aðsvif undir stýri þannig að ég gæti slasað fólk.“ Jón fylgist enn með fréttum og les blöðin þótt sjón og heyrn sé að- eins farin að daprast. Engin formleg veisla verður í til- efni afmælisins, en opið hús verður fyrir þá sem vilja heilsa upp á Jón. Fjölskylda Eiginkona Jóns var Hallfríður Halldóra Brynjólfsdóttir, f. 7.11. 1922, d. 2.8. 2008, húsmóðir. For- eldrar hennar voru hjónin Brynj- ólfur Oddsson bóndi í Þykkvabæjar- klaustri í Álftaveri, f. 15.2.. 1898, d. 30.4. 1987, og Guðrún Þórðardóttir, f. 2.12. 1888, d. 18.4. 1965. Börn Jóns og Halldóru eru 1) Brynjólfur, f. 17.9. 1955, dr.med., bæklunarlæknir, bús. í Kópavogi. Maki: Kristín Hanna Siggeirsdóttir, f. 10.6. 1960, MS, framkvæmdastjóri. Börn: a) Siggeir Fannar, f. 8.1. 1980, dr.med., líffræðingur, bús. í Gauta- borg í Svíþjóð. Maki: Berglind Ósk Einarsdóttir, f. 26.1. 1979, dr.med., líffræðingur. Börn: Krista Ýr, f. 4.12. 2007, Styrmir, f. 6.8. 2011. b) Jón Hjalti, f. 12.1. 1984, MS, félags- ráðgjafi, bús. í Reykjavík. Maki: Sig- ríður Ósk Hannesdóttir, leiðbein- andi, f. 20.11. 1987. Barn: Kristín Hanna, f. 23.2. 2017. c) Ragnheiður Dóra, f. 2.12. 1985, BA, uppeldis- og menntunarfræðingur, bús. í Stirling í Skotlandi. Maki: Sæmundur Óskar Haraldsson, f. 30.6. 1981, PhD. Börn: Guðný Birna, f. 6.2. 2007, Brynjólfur Kristinn, f. 7.3. 2009. 2) Hannes Rún- ar, f. 11.8. 1958, MS FIT, tölvunar- fræðingur, bús. í Kópavogi. Maki: Beatriz Ramirez Martinez, f. 19.11. 1982, starfsstúlka. Kjördóttir: Claudia, f. 15.11. 2005. 3) Guðrún, f. 22.12. 1959, BS, fjármálastjóri, bús. í Reykjavík. Maki: Eiríkur Ingi Ei- ríksson, f. 24.10. 1956, vélvirkja- meistari. Börn: Margrét og Þórður, nemendur, f. 30.1. 1996. 4) Soffía Guðný, f. 14.6. 1963, hæstaréttar- lögmaður, bús. í Kópavogi. Maki: Björn Lárus Bergsson, f. 4.3. 1964, hæstaréttarlögmaður. Börn: Ingi- björg, f. 22.12. 1993, háskólanemi, Dóra, f. 23.11. 1999, nemi, Birna, f. 29.8. 2006. Systkini Jóns: Guðný Marta Hannesdóttir, f. 28.7. 1913, d. 15.7. 2011, húsmóðir í Reykjavík; Hálfdán Hannesson, f. 4.10. 1914, d. 12.2. 2011, bifvélavirki í Reykjavík; Ragn- heiður Hannesdóttir, f. 12.10. 1915, d. 5.3. 2015, húsmóðir í Reykjavík; Elínborg Hannesdóttir, f. 23.8. 1917, d. 19.5. 2010, hattagerðar- og sauma- kona í Reykjavík; Þóra Hannes- dóttir, f. 2.6. 1919, d. 6.2. 2000, versl- unarkona í Kópavogi; Sigurður Hannesson, f. 28.4. 1922, d. í maí 1922. Foreldrar Jóns voru hjónin Hannes Sigurðsson, f. 16.8. 1881, d. 14.2. 1981, bóndi á Brimhóli í Vest- manneyjum, og Guðrún Jónsdóttir, f. 24.5. 1884, d. 5.5. 1976, húsfreyja á Brimhóli. Úr frændgarði Jóns Hannessonar Jón Hjaltalín Hannesson Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja á Kirkjulandshjáleigu í A-Landeyjum Þorbjörn Jónsson útvegsbóndi á Kirkjulands- hjáleigu og á bátnum Farsæl Guðný Þorbjarnardóttir húsfreyja á Seljalandi Jón Jónsson bóndi á Seljalandi undir Eyjafjöllum Rang. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Brimhóli Sigríður Jónsdóttir húsfreyja á Bakka Jón Oddsson bóndi á Bakka í A-Landeyjum, Rang. Ástríður Vigfúsdóttir húsfreyja í Bakkakoti Sveinn Björnsson b. í Bakkakoti á Útskálum, Gull. Margrét Sveinsdóttir húsfreyja á Seljalandi Sigurður Sigurðsson b. á Seljalandi undir Eyjafjöllum Rang. Hannes Sigurðsson bóndi á Brimhóli í Vestmannaeyjum Sigurður Ísleifsson b. og hreppstjóri á Seljalandi og Barkarstöðum Guðný Marta Hann- esdóttir húsfr. í Rvík Ágúst Jónsson tann- smiður og aðalræðis- maður í Malmö Gísli Hannes Guðjónsson réttarsálfræðingur í Bretlandi Guðmundur Guðjónsson fyrrv. yfirlögregluþjónn Margrét Þóra Jóns- dóttir verslunareigandi og athafnakona í Rvík Þóra Hann- esdóttir versl- unarkona í Kópavogi Ingibjörg Sæmundsdóttir húsfreyja á Barkarstöðum í Fljótshlíð Tómas Sæmundsson Fjölnismaður Ökumaðurinn Jón keyrði bíl þar til hann varð 103 ára gamall. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2017 105 ára Jón Hannesson 95 ára Rakel Guðmundsdóttir 90 ára Sigurður H. Kristjánsson 85 ára Ólafur Walter Stefánsson 80 ára Ágústa Aðalh. Ágústsdóttir Hildur Ágústsdóttir Jóna Gissurardóttir Kristbjörg Jónsdóttir Sigurgeir N. Kristjánsson 75 ára Böðvar Jónsson Cheng Theng Pang Fanney Sigurðardóttir Gylfi Þór Ólafsson Jónína Bryndís Sigurðard. Margrét Björnsdóttir Sigurður Garðarsson Sverrir Magnússon 70 ára Einar Haraldsson Gunnar Th. Gunnarsson Hólmfríður Óskarsdóttir Kára Hrönn Vilhjálmsdóttir Magnús B. Marísson Ólafur Haraldsson Ragnheiður Kjærnested Richard Lunkevich Sigurrós Jóhannsdóttir Stefanía V. Sigurjónsdóttir Svanfríður Halldórsdóttir 60 ára Ásdís Sólrún Arnljótsdóttir Bryndís Þorsteinsdóttir Böðvar Ingvason Fjóla Erlingsdóttir Gunnar Jónsson Hafdís Una Júlíusdóttir Halldóra Þorgerður Leifsd. Ingvar Ingvarsson Ísak Pétur Lárusson Kristinn Kristinsson Kristín Sigurðardóttir Sigríður Arna Arnþórsdóttir Sigurður Á. Guðbjörnsson 50 ára Finnur Ingimarsson Guðbjörg Svandís Gíslad. Guðrún Jóhanna Stefánsd. Hafdís Fjóla O. Bjarnadóttir Halldór I. Indriðason Herdís Ingólfsdóttir Waage Hjalti E. Sigurbjörnsson Ingunn Sveinsdóttir Ingvar Reynisson Jón Berg Sigurðsson Kristín Hreiðarsdóttir Kristjana Skúladóttir Lilja Kristín Jónsdóttir Magnús Birgisson Sólrún Jörgensdóttir Thi Thien Nguyen Tryggvi Jónsson Unnur Óskarsdóttir Þórunn Óskarsdóttir 40 ára Adda Nari Silva Arna Rúnarsdóttir Björgvin Ölversson Davíð Ezra Magnússon Guðbrandur R. Sigurðsson Guðrún Sigurðardóttir Halldór Arnar Hilmisson Marcos Zotes López María Jónsdóttir Olly S. Aðalgeirsdóttir Ólafur Níels Eiríksson Sigrún Þóra Theodórsdóttir Stefanía Dögg Vilmundard. Sæþór Vídó Þorbjarnarson Thelma Guðrún Jónsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Arna er Reykvík- ingur og lífefnafræðingur og er próteindeildarstjóri hjá ORF líftækni. Maki: Karvel Þor- steinsson, f. 1977, sjálf- stætt starfandi smiður. Börn: Arnar Smári, f. 2005, og Haukur Freyr, f. 2006. Foreldrar: Rúnar Gunn- arsson, f. 1950, arkitekt, og Helga Jensdóttir, f. 1950, kennari í Breið- holtsskóla. Arna Rúnarsdóttir 40 ára Guðbrandur er Selfyssingur og er eigandi ásamt öðrum að tölvu- fyrirtækinu Endor ehf. Maki: Lucinda Árnadóttir, f. 1982, sálfræðingur hjá sveitarfélaginu Árborg. Börn: Jóhanna Kolbrún, f. 1999, Dagur Freyr, f. 2004, og Brynja Björk, f. 2011. Foreldrar: Sigurður Rand- ver Sigurðsson, f. 1952, d. 1996, kennari, og Kolbrún Guðnadóttir, f. 1951, fv. að- stoðarskólastj. Guðbrandur R. Sigurðsson 30 ára Rósa Dröfn er Hornfirðingur en býr í Nes- kaupstað. Hún er hár- snyrtimeistari en er í sál- fræðinámi við HA. Maki: Guðjón Birgir Jó- hannsson, f. 1985, hljóð- maður og eigandi Hljóð- kerfaleigu Austurlands. Börn: Jóhann Páll, f. 2008, og Elísa Dröfn, f. 2012. Foreldrar: Páll Valdemar Ólafsson, f. 1956, og Sigurbjörg Sveinbjörns- dóttir, f. 1960. Rósa Dröfn Pálsdóttir  Monika Wittmann hefur varið dokt- orsritgerð sína við Jarðvísindadeild Há- skóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Áhrif sandfoks og eldfjallaösku á snjó og ís (Impact of Icelandic dust and volcanic ash on snow and ice). Leiðbeinandi er dr. Þröstur Þorsteinsson, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði hjá Jarð- vísindastofnun HÍ. Á Íslandi er að finna stærstu sanda heims úr basísku gjóskugleri. Þeir hafa myndast úr eldfjallaösku frá fjölda eld- gosa og við jökul- og vatnsveðrun gos- bergs. Mjög vindasamt er á Íslandi vegna legu landsins í brautum lægða eftir Norður-Atlantshafi. Gnægð lausra efna (svifryks) í söndum landsins og vindasöm veðrátta gerir jökla á landsins útsetta fyrir sand- og öskufoki. Efnið sem sest á jöklana hefur áhrif á end- urkast sólarljóss frá yfirborðinu. Yf- irborðið verður dekkra og tekur upp meira af orku frá sólgeislun, en það hef- ur áhrif á orkubúskap við jökulyfirborð, leysingu og þannig afkomu jöklanna. Áhrif eldfjallaösku sem sest á snjó og ís voru rannsökuð með tilraunum, bæði á tilraunastofu og í náttúrunni. Fundin voru mörkin þar sem öskuþykkt er svo mikil að hún einangrar alveg og hindrar bráðnun íss og reyndust þau vera 9-15 mm. Hámarksaukning bráðnunar varð hins vegar þegar öskulagið er um =1-2 mm þykkt. Reiknilíkanið FLEXDUST, sem reiknar dreifingu loftborinna efna, var notað til að herma sandfok á Brúarjökul í norð- ur-Vatnajökli árið 2012. Við öll tilvik sandfoks sem komu fram í líkan- reikningum mældist samsvarandi lægra hlutfall endurkastaðs sólarljóss frá yf- irborði við sjálfvirkar veðurstöðvar á jöklinum. Við veðurstöð nærri jafnvæg- islínu Brúarjökuls voru 10 tilvik verulegs sandfoks og uppsafnað magn efnis var 20,5 g/m2 samkvæmt líkanreikning- unum. Kort af dreifingu ryks á yfirborði Vatnajökuls voru gerð eftir mælingum á rykmagni í snjósýnum sem safnað var af yfirborði (við hausthvörf) Vatnajök- uls haustin 2013 og 2015. Einnig var borað eftir tveimur 4,5 m löngum kjörn- um úr efsta hluta hjarns á safnsvæði Brúarjökuls árið 2015. Kjarnarnir náðu aftur til ársins 2006 og greinileg ryklög í þeim rakin til hausthvarfa áranna 2014, 2012, 2011 og 2008, en aðeins fannst mjög lítið ryk árin 2007 og 2013. Monika Wittmann Monika Wittmann er frá Austurríki, fædd 1988. Hún lauk meistaragráðu í Mountain and Climatic Geography frá University of Graz í Austurríki árið 2013. Hún býr í Austurríki og er í fæðingarorlofi, en hún og maðurinn hennar, Werner, eignuðust soninn Niklas fyrir tveimur mánuðum. Doktor MIKIÐ ÚRVAL ELDHÚSVASKA Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.