Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Qupperneq 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Qupperneq 35
4.6. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Í bókinni Ásýnd heimsins – um listir og fagurfræði í hugmyndaheimi nútímans rekur Gunnar J. Árnason hugmyndir fjölda hugsuða sem mótað hafa heims- mynd okkar og reifar það hlutverk sem listir og fagurfræði hafa gegnt í hug- myndum þeirra í leit að svari við því hvaða hlutverki listir gegni í tilveru mannsins og samfélaginu. Gunnar hef- ur skrifað um myndlist um árabil og kennt heimspeki lista og fagurfræði í Listaháskóla Íslands. Listaháskóli Íslands og Háskólaútgáfan gefa bókina út. Listir og fagurfræði Kólumbíski rithöfundurinn Juan Gabr- iel Vásquez er gjarnan talinn með eftir- tektarverðustu rithöfundum Suður- Ameríku í dag. Skáldsaga hans, Orð- spor, kom nýverið út í íslenskum búningi Sigrúnar Á. Eiríksdóttur. Í bók- inni segir frá skopmyndateiknaranum Javier Mallarino, manni á miðjum aldri sem er á hátindi ferils síns þegar ung kona leitar til hans og hrindir af stað ófyrirsjáanlegri atburðarás. Orðspor er önnur bók bóka- klúbbsins Sólarinnar, sem bókaforlagið Benedikt rekur. Mallarino riðar til falls Breski rithöfundurinn Lee Child hefur skrifað 22 bækur um hörkutólið Jack Reacher, sem selst hafa í milljónavís. Eftirlýstur er tíunda bókin um Reacher sem kemur út á íslensku. Bókin hefst þar sem Reacher húkkar sér far seint að kvöldi. Eftir allnokkra bið stöðvar bíll og býður honum far í austurátt. Tímalega hefst bókin þar sem Fórnar- dauða lauk, en sú bók kom út 2012, án þess þó að vera beint framhald. Jón St. Kristjánsson þýddi, JPV gefur út. Reacher á flótta BÓKSALA 24.-30. MAÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 Litla bakaríið við Strandgötu Jenny Colgan 2 Ljótur leikurAngela Marsons 3 StofuhitiBergur Ebbi Benediktsson 4 Gæfuspor - Gildin í lífinuGunnar Hersveinn 5 Hljóðar raddirAnn Cleeves 6 Sagan af barninu sem hvarfElena Ferrante 7 Iceland Flying highÝmsir höfundar 8 Í skugga valdsinsViveca Sten 9 LögganJo Nesbø 10 Íslensk öndvegisljóðPállValsson tók saman 1 Doktor Proktor og gullránið Jo Nesbø 2 Risasyrpa Glóandi gullWalt Disney 3 Vaiana þrautabókWalt Disney 4 Komdu út Brynhildur Björnsdóttir/ Kristín Eva Þórhallsdóttir 5 Gestir utan úr geimnumÆvar Þór Benediktsson 6 Bílar Tekinn með Trompi!Walt Disney 7 Fyrsta orðabókin 8 Litli prinsinnAntoine de Saint-Exupéry 9 Grimmi tannlæknirinnDavid Walliams 10 Íslandsbók barnanna Margrét Tryggvadóttir / Linda Ólafsdóttir Allar bækur Barnabækur Ég var að lesa Bókaránið mikla eftir Stéphanie Surrugue og Lea Korsgaard sem kom út 2009. Þetta er heim- ildasaga um yfir- gripsmesta þjófnað á menningar- verðmætum í sögu Danmerkur, saga um bókaþjóf og fjöl- skyldu hans og hvernig verðmætar bækur hurfu þúsundum saman úr Konunglega bóksafninu í Kaupmannahöfn. Ég las hana vegna þess að ég er að fara með samstarfsfólki mínu í skoðunarferð til að skoða bóka- söfn í Danmörku, og meðal ann- ars svarta demantinn, sem er þetta bókasafn. Svo er ég að lesa bókina Mannsævi eftir Robert Seeth- aler. Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýðir hana og það er mikill gæða- stimpill. Hún segir frá ævi manns sem elst upp í litlu fjallaþorpi í Ölpunum og ræður sig til að setja upp kláfa upp á Alpana og þá heldur nútíminn innreið sína í þorpið. Þetta er mjög mögnuð bók og áhrifamikil, sem endur- speglar eina mannsævi og líka sögu tuttugustu aldarinnar. ÉG ER AÐ LESA Ragna Guð- mundsdóttir Ragna Guðmundsdóttir er bóka- safns- og upplýsingafræðingur. Nýlistasafnið hefur gefið út bók- ina Án titils / Untitled með verk- um og heimildum um starf og framlag listamannsins Ólafs Lár- ussonar (1951-2014), einum af stofnendum Nýlistasafnsins. Í bókinni skrifar Halldór Björn Runólfsson um Ólaf og birt eru viðtöl við vini Ólafs og sam- tímamenn, þar á meðal Hrein Friðfinnsson, Hildi Hákonardótt- ur, Kees Visser, Kristján Guð- mundsson, Magnús Pálsson, Níels Hafstein, Rúrí, Sigurð Guð- mundsson og Þór Vigfússon. Einnig eru birt brot úr viðtölum við Ólaf. Án titils / Untitled er á íslensku og ensku, eins og heiti bók- arinnar ber með sér. Rit- stjórar eru Þorgerður Ólafsdóttir og Becky For- sythe. Bókin er gefin út í fram- haldi sýningarinnar Rolling Line sem stendur yfir í Nýlistasafninu til sunnudagsins 11. júní. Þetta er í fyrsta sinn sem gefin er út bók um verk og feril Ólafs Lárussonar. LISTASAGA Ólafur án titils Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Enn snjallara heyrnartæki Beltone Legend Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. ™ Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 FLUGUVARNIR – MARGAR GERÐIR • Flugnabani, 3 gerðir • Flugnapappír 7m x 30cm • Flugnaspjöld 60 x 34 cm • Flugnagildra • Flugnabani 100g www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.