Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.06.2017, Blaðsíða 2
Hvernig kviknaði hugmyndin að víkingafélaginu?
Hugmyndin hafði kraumað um tíma, en varð loks að veruleika veturinn 2016,
þegar ég fékk nokkra góða vini með og við stofnuðum félagið. Nafnið, Víðförull,
fannst okkur kjörið þar sem stofnfélagarnir eru frá 3 mismunandi löndum.
Við höfðum öll verið í þessum „bransa“ í þó nokkuð mörg ár. Öll höfum við mik-
inn áhuga á víkingasögunni og öllu því sem snýr að henni.
Hvað fær fólk til að klæða sig upp sem víkingar árið 2017?
Það er svo miklu meira en bara að fara í búning. Hver búningur er mjög út-
hugsaður, og eru eftirlíkingar af fornleifauppgröftum, eða eru eins-
konar tilgátur þar sem sönnunargögnin vantar. Það fer
mikil hugsun, og rannsóknarvinna, í hverja flík og
muni sem við notum.
Þeir sem leggja þetta á sig hafa augljóslega mikinn
áhuga á víkingaöldinni, og sögunum sem hafa komið
frá henni.
Við hverju má fólk búast á víkingasýning-
unni við Tjörnina á þjóðhátíðardaginn?
Við verðum með lítinn viðburð þar sem hægt verður að
kynnast lifnaðarháttum víkinganna – þar á meðal fatnaði,
menningu og ýmiss konar handverki. Hægt verður að sjá
handavinnu í vinnslu eins og vattarsaum og að flétta vír í
keðju. Að öllum líkindum munum við hafa með okkur al-
væpni og brynjur, og vera með bardagasýningu. Það er erf-
itt að sleppa þeim hluta þegar víkingar eru annars vegar, og
persónulega er það einn af mínum uppáhaldsþáttum svona
viðburða. Ég er eflaust ekki einn um að finnast það, enda eru
bardagasýningarnar oftast það vinsælasta á viðburðum sem
þessum.
Það er líka víkingahátíð í Hafnarfirði alla
helgina. Hverjir koma á svona hátíðir?
Í Hafnarfirði verður víkingafélagið Rimmugýgur með sinn ár-
lega markað. Slíkir víkingamarkaðir eru um allan heim, og eru
vel sóttir af fólki alls staðar að. Þetta er frábært innlegg frá
Rimmugýgi í að varðveita og efla þennan menningararf, sem
við Íslendingar erum svo heppnir að eiga, og er svo líka þræl-
skemmtilegt að sjá og upplifa.
Áttu þér uppáhaldsvíking?
Ég get ekki sagt það, en einhverra hluta vegna stóð Egill Skalla-
grímsson alltaf upp úr þegar ég las Íslendingasögurnar. Mér
þótti sagan um hann alltaf skemmtilegust.
Hvernig er sumarið hjá víkingum?
Við erum enn svo ungt félag, en við verðum með núna 17. júní og
svo á Hamingjudögum á Hólmavík í byrjun júlí. Svo er aldrei að
vita hvort okkur dettur í hug eitthvað skemmtilegt að gera. Jafnvel
að fara út fyrir landsteinana og heimsækja víkingavini okkar á
þeirra hátíðum og mörkuðum. Langtíma markmiðið er svo að geta
verið með einhvern stærri viðburð hér á landi. Okkur þykir vanta
fleiri slíka viðburði hér á landi, og ætlum okkur að bæta úr því einn
daginn.
Morgunblaðið/Golli
BIRGIR DÝRFJÖRÐ INGIBERGSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Mikið meira en
bara búningur
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.6. 2017
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Eitt af einkennum sumarsins er óreynt starfsfólk í mörgum störfum ísamfélaginu. Margt ungt fólk öðlast sína fyrstu reynslu af vinnu-markaði gegnum sumarstörf. Ef störfin eru þjónustustörf eða önnur
störf í einhvers konar „framlínu“ þá fær þetta unga fólk einnig reynslu af
því að eiga við fólk og öðlast reynslu í samskiptum.
Það er gott að hafa þetta í huga nú þegar hálf þjóðin leggst í ferðalög.
Víða þar sem við komum, á veitingastaði, í verslanir, ísbúðir, sjoppur,
bensínstöðvar og fleiri staði er því viðbúið að óreynt starfsfólk afgreiði. Því
miður er allt of algengt að fólk sé
dónalegt við sumarfólk og pirri sig
á því þegar sumarfólkið rekur (eðli-
lega) í vörðurnar sökum reynslu-
leysis í stað þess að aðstoða og
sýna nýgræðingum skilning og
þolinmæði.
Stundum er sagt að viðskiptavin-
urinn hafi alltaf rétt fyrir sér. Vel
má vera að það sé ágætis útgangs-
punktur fyrir þá sem reka þjón-
ustufyrirtæki, en það er ekki gott
veganesti fyrir okkur sjálf sem við-
skiptavini að telja fyrirfram að við
höfum alltaf rétt fyrir okkur.
Á sumrin þegar óreynt fólk
gengur í ýmis störf þá megum við sem viðskiptavinir alveg við því að sýna
okkar bestu hliðar. Þá á ég við okkur öll sem verslum einhvers staðar, tök-
um bensín, kaupum okkur mat eða aðra þjónustu víða um land. Unga fólk-
ið sem leysir af í ýmsum þjónustustörfum gæti vel þurft á okkar aðstoð að
halda við að læra inn á nýtt starf. Við getum þá valið hvernig viðskiptavinir
við viljum vera. Við getum valið hvort við setjum okkur á háan hest, hleyp-
um óþolinmæði og pirringi að og gerum þessa fyrstu starfsupplifun ungs
afgreiðslumanns að neikvæðri reynslu eða sýnum einfaldlega þolinmæði og
hjálpum til við að gera fyrstu kynni af atvinnulífinu jákvæð og jafnvel
skemmtileg.
Það er ágæt regla að ímynda sér að unga fólkið bakvið afgreiðsluborðið
sé börnin okkar. Myndum við vilja horfa uppá hranalegan viðskiptavin
hreyta einhverju í þau? Hjálpum til við að gera gott úr hlutunum og verum
góð við sumarstarfsfólk. Það gengur allt betur þannig.
Fáum okkur ís í
sumar en verum
góð við unga fólkið
sem afgreiðir hann.
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Verum næs við
þjóðveginn í sumar
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Á sumrin þegaróreynt fólk gengur íýmis störf þá megum viðsem viðskiptavinir alveg
við því að sýna okkar
bestu hliðar.
Hafsteina Gunnarsdóttir
Mér finnst það bara nauðsynlegt og
er hlynnt því.
SPURNING
DAGSINS
Hvað
finnst þér
um vopna-
burð lög-
reglu á
fjölda-
samkom-
um?
Benedikt Arnar Þorvaldsson
Kannski pínu óþarfi, dálítið mikið
fyrir litla Ísland en maður veit samt
aldrei hvar hætturnar leynast.
Morgunblaðið/Nína Ingólfsdóttir
Dafina Morina
Mér finnst það mjög fínt. Fólk
myndi kvarta ef það væri ekki og
eitthvað myndi gerast.
Þórður Karlsson
Alveg sjálfsagt.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Víðförull er nýtt víkingafélag sem verður með sýningu við Tjörnina kl. 13 til
18 á þjóðhátíðardaginn í því skyni að fræða fólk um víkinga og hefðir þeirra.