Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.06.2017, Blaðsíða 28
Eldunarhlóðir. Hugsanlega hafa verið bakaðar hér ljúffengar pitsur fyrir 2.000 árum.
Laust eftir hádegi 24. ágúst árið 79 hófst gífurlegteldgos með sprengingu í Vesúvíusi við Napolíflóa.Vindar blésu hraustlega frá norðvestri. Ösku og
vikri rigndi yfir byggðirnar sem kúrðu suðaustan fjalls-
ins í 4-20 kílómetra fjarlægð. Talið er að um 20.000
manns hafi búið á svæðinu á þessum tíma. Plinius hinn
eldri var þá yfirmaður flota Rómverja í Misenum við
norðurenda Napolíflóa. Hraðaði hann sér með björg-
unarleiðangur sjóleiðina til bjargar íbúunum, en einkum
þó vinafólki sem bjó í Stabiae. Gekk það brösuglega því
eldi og brennisteini rigndi yfir allt svæðið. Nokkur þús-
und manns björguðust, en Plinius lét lífið í hamförunum.
Frændi hans Plinius hinn yngri fylgdist með í öruggri
fjarlægð og lýsti atburðum í tveim bréfum sem hann
skrifaði Tacitusi, hinum fræga sagnaritara. Frásagnir
Pliniusar eru eini vitnisburður sjónarvotts sem varðveist
hafa. Seinni dagurinn var hálfu verri, kolsvartur mökk-
urinn náði um 25 km hæð og miklar eldingar kringum
fjallið. Dimmt varð sem að nóttu við Napolíflóann skv.
lýsingu Pliniusar. Gosið færðist í aukana, auk þess tók að
rigna. Olli það miklum aurskriðum
sem blandaðist gífurlegu magni
gosefna sem varð að þykku flóði
sem stefndi til sjávar og færði þorp-
ið Herculaneum á kaf. Þegar gosinu
linnti eftir um tvo sólarhringa hafði
Pompei grafist undir sex til sjö
metra þykku lagi af ösku og vikri.
Stabiae, Oplontis og Torre Ann-
unziata voru einnig meðal þeirra þorpa og bæja sem
grófust undir í hamförunum.
Féllu í gleymskunnar dá
Atburðir þessir féllu smám saman í gleymsku á næstu
öldum. Sem betur fer má segja því rústirnar lágu í friði
fyrir veðri, vindum og ræningjum í hálft annað árþús-
und. En árið 1599 fundust fyrir tilviljun rústir um 23 km
sunnan við Napolí. Ekki var þá vit-
að um hvaða borg var að ræða. Árið
1748 var hafist handa við að moka
ofan af rústunum. Fimmtán árum
seinna fannst áletrunin „Rei pu-
blicae Pompeianorum“. Þá varð
mönnum ljóst að hér væri hin forna
borg Pompei. Áfram var grafið af
meira kappi en forsjá, en segja má að með þessum upp-
greftri hafi fornleifafræði byrjað að mótast. Miklar
breytingar urðu á vinnubrögðum þegar fornleifafræðing-
urinn Giuseppe Fiorelli tók að sér stjórn verksins árið
1863. Var nú farið að hreinsa ofan af rústunum með
skipulegum hætti og skrásetja. Ein merkasta nýjungin
sem Fiorelli kom með var að gera afsteypur af fórn-
arlömbum hamfaranna. Meira en eitt þúsund afsteypur
Morgunblaðið/Ómar
Nauðsynlegt er að taka með sér kort af svæðinu sem fæst í miðasölunni. Ekki
er verra að hafa vatnsflösku með, en svo er líka Cafeteria við Via del Foro.
Dagur í Pompei
Meira en tvær og hálf milljón ferðamanna flæðir um Pompei á Ítalíu á ári
hverju. Rústir þessarar horfnu borgar hafa veitt fornleifafræðingum
einstakt tækifæri til að rannsaka lifnaðarhætti Rómverja til forna.
Texti og myndir: Ómar Óskarsson omarscz@simnet.is
Aðalinngangurinn í borgina hægra
megin. Ávala byggingin fyrir miðri
mynd var baðhúsið Terme Suburbane.
’ Dagsferð til Pompei eralveg sérstök upplifun,en 2 dagar væru betri. Fyrirþá sem hyggja á svona
rústaskoðun er gott að hafa í
huga að vera vel skóaður.
Ein merkasta nýjungin sem Fiorelli kom með var að gera
afsteypur af fórnarlömbum hamfaranna. Meira en eitt
þúsund afsteypur hafa verið gerðar.
FERÐALÖG Viðgerðir og viðhald er stöðugt í gangi í Pompei áSuður-Ítalíu. Stórir hlutar borgarinnar eru lokaðir
vegna framkvæmda.
Stöðugt viðhald
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.6. 2017