Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.06.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.06.2017, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.6. 2017 Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni, Kjarval og Húsasmiðjunni Ómissandi í eldhúsið Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Engar flæk jur Ekkert vese n www.danco.is Heildsöludreifing VETTVANGUR Störf lögreglu hafa breystmjög undanfarinn áratug.Sú sérstaða sem lögreglan hefur haft í störfum sínum í sam- anburði við lögreglu erlendis hef- ur smám saman verið að minnka. Verkefni sem fyrir nokkrum árum heyrði til undan- tekninga að rötuðu inn á borð lögreglu eru sum orðin hluti af daglegri lög- gæslu. Mest áber- andi breytingin var án efa í kjölfar bankahrunsins þegar fjöldamót- mæli kölluðu á lög- gæslu af öðru tagi en áður þekktist. Engum duldist að álag á almenna lögregluþjóna var mikið og að menn væru að fóta sig í nýjum að- stæðum. Lögreglu fór verkið vel úr hendi, hún las í aðstæður og átti að mínu mati stóran þátt í því að mótmælin leiddu ekki til upp- lausnar. En þau eru einnig mörg verk- efnin sem ekki eru jafn áberandi og almenningur getur síður lagt mat á. Á heimilum og á götum úti þarf lögreglan oft að kljást við fólk í ástandi sem varla þekktist á árum áður. Lögreglan er einnig skuldbundin í margvíslegu al- þjóðasamstarfi sem stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um og leiðir til nákvæmari greininga á ógn og hættu sem steðj- ar að borg- urunum. Þá hef- ur Ísland skyldum að gegna gagnvart erlendum ríkis- borgurum sem hingað leita í ýmsum tilgangi, lögmætum og ólögmætum. Jafn ánægjuleg og fjölgun út- lendinga getur verið hefur hún leitt til nýrra verkefna löggæslunnar og annarra vinnubragða en áður tíðkuðust. Þótt menn kunni að greina á um hlutverk ríkisins almennt þá er það óhjákvæmilega eitt af grunn- hlutverkum stjórnvalda að tryggja öryggi almennings. Það er einfald- lega þáttur í mannréttindum sem land eins og Ísland stendur vörð um. Lögreglan hefur ekki annað að leiðarljósi í störfum sínum. Undanfarið hefur verið reynt að gera störf hennar tortryggileg í kjölfar þess að hluti lögreglunnar vopnum búinn hafi sést á al- mannafæri. Er það þá talið til marks um einfeldni að líta út fyrir heimahagann og vilja draga lær- dóm af óförum annars staðar. Sömu gagnrýnisraddir segja að það að færa sérsveitina nær al- menningi komi ekki í veg fyrir glæpi. Það kann að vera og síst hefur lögreglan haldið slíku fram heldur hinu að mikilvægt sé að vera sem best í stakk búinn til að bregðast við komi til áfalla. Ég hef nefnt að ógn af hryðju- verkum eða tilviljanakenndum árásum verður ekki mætt með ein- stökum aðgerðum heldur sam- stilltu átaki löggæslu og árvekni borgara. Hnökralaus almenn lög- gæsla skiptir mestu máli til lengri tíma. Enginn vilji er hjá lögreglu eða stjórnvöldum til þess að sú löggæsla verði vopnum búin. Mat á því hvenær ástæða er til að styrkja þá löggæslu með sértæk- um aðgerðum er og verður í hönd- um þeirra sem best til þekkja. Ég hef í nokkur ár ritað pistla á þessum vettvangi mér til ánægju. Ég læt nú af því, að minnsta kosti um sinn. Ég þakka blaðinu og les- endum samfylgdina, ekki síst þeim sem hafa verið svo vinsamlegir að senda mér nokkur orð í kjölfar pistla. Löggæsla á tímamótum ’Eftir niðurskurðfjárheimilda til lög-gæslu eftir bankahrunhefur Sjálfstæðisflokk- urinn beitt sér fyrir viðsnúningi. Það hefur verið gert með auknu fé frá árinu 2013 um ríflega 4,7 milljarða (34% aukning). Úr ólíkum áttum Sigríður Andersen saa@althingi.is Morgunblaðið/Hanna

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.