Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.06.2017, Blaðsíða 40
Listafólkið Ólafur Elíasson, Marina Abramovic og Jeff
Koons sýnir ný sýndarveruleikaverk hjá Acute Art en
verkin voru forsýnd á ráðstefnunni Brilliant Minds í
Stokkhólmi. Sýnd voru myndbönd frá Koons, Abramovic
og Ólafi til að varpa ljósi á hvernig listaverkin urðu til í
sýndarveruleikaformi. Þetta sýndarveruleikagallerí ætlar
að rannsaka og hvetja til þess að list verði ekki aðeins til í
efnislegu formi heldur líka á netinu. Galleríið verður opnað
í haust og ætlar að hampa bæði ungum og upprennandi
listamönnum sem og virtum listamönnum. Acute Art ætl-
ar að skapa gallerí án veggja sem verður opið áhorf-
endum hvar sem er í heiminum með notkun sýnd-
arveruleikatækni.
Sýndarveruleikaverkefni Ólafs heitir „Regn-
bogi“ og geta einn eða fleiri skoðað hann í einu.
„Ég hef alltaf haft áhuga á hvernig við sköp-
um raunveruleikann saman. Þegar ég bý til sýningu hugsa
ég um hana sem vél sem býr til veruleika. Sýndarveruleiki
hefur möguleika á því að búa til vettvang fyrir nýjar leiðir
til upplifunar,“ sagði Ólafur í samtali við dazeddigital.com.
Þar útskýrir hann að hann hafi haft sérstakan áhuga á því
að þróa þetta verk þannig að margir geti upplifað verkið í
einu. „Fyrir mér er þessi félagslegi hluti ómissandi þáttur;
hann kemur í ljós með því að viðurkenna nærveru annarra
og með því að skoða hvernig aðrir hafa áhrif á rými. Það að
fara inn í „Regnboga“ er ekki að fara úr heim-
inum og skilja líkamann eftir. Verkið
treystir á hreyfiskynjun og
-þekkingu okkar og tilfinn-
ingu fyrir rými til að koma
fólki saman óháð landa-
mærum.“
Ólafur
Elíasson
Nýjar leiðir til upplifunar
Ólafur Elíasson, Marina Abramovic og Jeff Koons sýna sýndarveruleikaverk
hjá nýju galleríi án veggja sem verður opið áhorfendum um allan heim
Jeff Koons
Ljósmyndir/Acute Art
Marina
Abramovic
SUNNUDAGUR 18. JÚNÍ 2017
Skemmtigarður var opnaður í
Vatnsmýrinni í júlí 1946 og skrif-
aði Víkverji um þennan viðburð
skömmu eftir opnun:
„Það þótti heldur en ekki ný-
lunda í fyrradag er nýjasti
skemmtistaður Reykvíkinga, Ti-
voli í Vatnsmýrinni, var opnað
almenningi til afnota. — Þarna
verður einhverntíma ös, maður,
sagði pattaralegur strákhnokki
við fjelaga sinn og benti á Par-
ísarhjólið, hringekjuna og bíla-
brautina.
Þessi athugasemd Reykjavík-
urpiltsins segir raunverulega
það, sem segja þarf um þennan
nýja skemmtistað, en trúað gæti
jeg því, að ekki liði á löngu þar til
menn fari að undrast hvernig
bærinn skuli hafa getað verið án
staðar sem þessa. Það hefur ver-
ið svo hjer í bænum, að lítið hef-
ur verið um góðar skemmtanir
fyrir börn og unglinga. Foreldrar
og aðstandendur hafa farið um
bæinn í gönguferðir með börn
sín á góðviðrisdögum, en hvergi
hefur verið neitt afdrep. Tivoli
bætir ábyggilega úr og það er
enginn efi á að þar verður ein-
hverntíma ös.“
GAMLA FRÉTTIN
Afdrep fyrir
fjölskyldur
Hringekja í skemmtigarðinum í Vatnsmýrinni var nýjung.
ÞRÍFARAR
Elijah Wood
leikari
Daniel Radcliffe
leikari
Höskuldur Ólafsson
rappari
URBAN Outdoor eru sérstaklega valin sumarhúsgögn í
hæsta gæðaflokki. Hönnun húsgagnanna er falleg og
stílhrein, en á sama tíma eru þau einstaklega þægileg.
Serían er gerð úr sterkum efnivið og þolir vel hið
óútreiknanlega íslenska veður, útihúsgögn sem endast.
ILVA Korputorgi, s: 522 4500
www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18,
mánudaga - föstudaga 11-18:30
Circle-borð.Ø150 cm. Svart eða natur borð meðmarmaraplötu í miðju. 84.900 kr.
Nú 59.900 kr. Click-stóll. Ýmsir litir. 17.900 kr. Nú 12.900 kr.
ÚTSALAN
ER Í FULLUM GANGI
25-35%
AF ÖLLUM SUMARVÖRUM
Click-stóll
Nú 12.900
SPARAÐU 5.000
Circle-borð Ø150 cm
Nú 59.900
SPARAÐU 25.000
Click-stóll. Ýmsir litir. 17.900 kr. Nú 12.900 kr.
Click-legubekkur. Svartur eða grár.
34.900 kr. Nú 24.900 kr. Nú 27.900 kr.
Click-ruggustóll. Svartur. 37.900 kr.
Eyelet-bakkaborð. Ýmsir litir. Lítið. 19.900 kr. Nú 12.900 kr.
Mið. 29.900 kr. Nú 18.900 kr. Stórt. 39.900 kr. Nú 25.900 kr.
35%