Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.06.2017, Blaðsíða 8
Í PRÓFÍL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.6. 2017
ÁSTIN Maður Shakiru er fótboltamaðurinn Ger-
ard Piqué, liðsmaður Barcelona og spænska lands-
liðsins. Þau hittust fyrst vorið 2010 þegar Piqué
kom fram í tónlistarmyndbandinu fyrir lag Shakiru
„Waka Waka (This Time for Africa)“ sem var op-
inbert lag heimsmeistarkeppni FIFA í fótbolta það
ár. Saman eiga þau tvo syni, tveggja og fjögurra ára,
Milan fæddist 22. janúar 2013 og Sasha 29. janúar
2015. Nýjasta smáskífa Shakiru, „Me Enamoré“,
fjallar um ást hennar og Piqué. Þar segir frá því
hvernig þau fóru á eyju og földu sig fyrir heiminum í
upphafi sambands síns. Piqué leikur í myndbandinu.
Þau eiga afmæli sama dag, eru bæði fædd 2. febr-
úar nema hvað Shakira fæddist tíu árum á undan
manni sínum, hann er fæddur 1987 og hún 1977.
Hann er líka töluvert hávaxnari en hún, hann er
1,94 m og hún 1,57 m. Pique er einn af fjórum
knattspyrnumönnum sem hafa unnið Meist-
aradeild Evrópu tvö ár í röð með tveimur mismun-
andi liðum.
Shakira og Piqué sitja fyrir með spænska bikarinn að lokn-
um 3-1 sigri Barcelona á Athletic Bilbao árið 2015.
AFP
Poppstjarnan og
fótboltamaðurinn
SHAKIRA Isabel Mebarak Ripoll gengur yfirleitt einfaldlega undir fyrsta
nafni sínu, Shakira. Hún er söngkona, lagahöfundur og dansari sem nýtur
hylli um allan heim. Hún er fædd og uppalin í Barranquilla, sem er á norður-
strönd Kólumbíu við Karíbahafið. Faðir hennar er fæddur í Líbanon en flutt-
ist til Kólumbíu fimm ára gamall. Nafnið Shakira er arabískt og þýðir þakk-
lát. Móðir hennar er af spænskum og ítölskum ættum.
Shakira samdi fyrsta ljóðið sitt þegar hún var aðeins fjögurra ára gömul.
Ljóðin urðu síðar að lögum. Hún samdi fyrsta lag sitt þegar hún var átta ára
gömul. Hún komst fljótlega að því að henni þætti gaman að koma fram og
lærði bæði að syngja og dansa. Hún lærði meðal annars magadans.
Hún varð fræg í Suður-Ameríku á tíunda áratugnum og varð fræg víða um
heim með plötunni Laundry Service en á henni var meðal annars lagið
„Whenever, Wherever“. Hún hefur unnið með Beyoncé, Rihönnu og líka
Wyclef Jean í smellinum „Hips Don’t Lie“.
Þessi kólumbíska poppstjarna sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu í þrjú ár
um síðustu mánaðamót. Platan heitir El Dorado og er ellefta hljóðversskífa
hennar. Platan er að mestu sungin á spænsku.
Mörg lögin fjalla um samband hennar og fótboltamannsins Gerard Piqué
en þau eiga tvö börn saman. „Skapandi manneskjan innra með mér þurfti at-
hygli. En tveggja ára barn mitt þurfti líka athygli. Þessi persóna, móðirin,
skapandi manneskjan, allar þessar litlu Shakirur voru í baráttu innra með
mér,“ sagði hún í samtali við New York Times um vinnuna við plötuna. Hún
sagðist hafa komist af stað á ný þegar hún áttaði sig á því að hún þurfti bara
að gera eitt lag í einu. Upphafið var lagið „La Bicicleta“ sem hún gerði í sam-
vinnu við hinn kólumbíska Carlos Vives. Myndbandið sýnir hana og Vives
hjóla og dansa á æskuslóðunum í Kólumbíu en þau ólust upp á svipuðum
slóðum. Þau voru að sýna Kólumbíu eins og ég sé hana, í gegnum æsku mína,
en ekki eins og flest fólk ímyndar sér landið, útskýrir Shakira. „Ekki Kól-
umbíu hans Pablo Escobar sem er klisja sem margir sem þekkja ekki landið
vita um. Ég vildi sýna hina hliðina, hið raunverulega andlit landsins eins og
Kólumbíubúar upplifa það,“ segir hún.
„Alla ævi hef ég ýtt á pásu hvað varðar svo margt í mínu persónulega lífi til
að fylgja draumum mínum, draumum hvað varðar ferilinn, til að ganga vel
sem listamaður,“ segir Shakira í viðtalinu. „Allt í einu breyttust hlutirnir og
ég leit á sjálfa mig sem móður með fjölskylduna sem mig hafði dreymt um
síðan ég var barn. Og þá, þegar ég þurfti að taka tillit til skapandi manneskj-
unnar innra með mér flúði ég í tónlistina. Hljóðverið varð staður til að fá út-
rás, að komast burt úr hversdagslífinu sem móðir, og varð áhugamál mitt. Og
þannig varð það skemmtilegt á ný eins og öll áhugamál. Þannig að núna er
tónlistin áhugamál mitt. Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta!“ ingarun@mbl.is
MYNDBÖNDIN Vinsælasta
myndband Shakiru er „Waka
Waka“, lagið sem hún gerði fyr-
ir heimsmeistarakeppnina í fót-
bolta í Suður-Afríku 2010. Búið
er að horfa á það 1.429 milljón
sinnum og er það í 27. sæti yfir
þau myndbönd sem hafa mest
áhorf á síðunni. Annað mynd-
band Shakiru sem er búið að
horfa á meira en milljarð sinn-
um er „Chantaje“ en búið er að
horfa á það 1.363 milljón sinn-
um. Það var fjórða vinsælasta
myndbandið á YouTube í fyrra
þrátt fyrir að hafa komið út í
nóvember og er í 30. sæti yfir
vinsælustu myndbönd allra tíma
á YouTube.
Mikið áhorf
Margir hafa reynt að dansa dansinn í laginu „Waka Waka“ frá 2010.
GÓÐGERÐARMÁL Shakira stofnaði
ásamt fleirum Pies Descalzos-stofnunina
árið 1997, kólumbíska góðgerðarstofnun
sem rekur skóla fyrir fátæk börn víða um
Kólumbíu. Áhersla stofnunarinnar er að
hjálpa í gegnum kennslu en stofnunin rekur
fimm skóla og gefur 4.000 börnum mennt-
un og mat.
Shakira er jafnframt einn af góðgerðar-
sendiherrum UNICEF.
Hún kemur fram ásamt Pharrell Willi-
ams og fleirum 6. júlí í Hamborg í Þýska-
landi á tónleikum sem haldnir eru að kvöldi
G20-ráðstefnunnar. Tónleikarnir eru áskor-
un til ráðamanna um að útrýma fátækt.
Shakira er góðgerðarsendiherra.
AFP
Hjálpar öðrum
Dansar, syng-
ur og semur
AFP
Fjölskyldan saman
komin. Shakira, Pi-
qué og synirnir
Sasha og Milan.
’ Ég vildi sýna hinahliðina, hið raunveru-lega andlit landsins eins ogKólumbíubúar upplifa það.
Með Carlos Vives í
„La Bicicleta“.
Shakira á frum-
sýningu Zootopia
í febrúar 2016.
1.259.000
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Verð frá
m. vsk