Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.06.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.06.2017, Blaðsíða 31
irlýsing forsetans hafi verið óvenjuleg sé hún ekki al- gjörlega út úr kú. Þessi vafi á því hvort, og þá hvaða áhrif það myndi hafa ef forseti neitaði að skrifa undir telur Þorbjörn undirstrika „nauðsyn þess að endurskoða og skýra ákvæði stjórnarskrárinnar um forsetaembættið.“ Forveri Guðna, Ólafur Ragnar Grímsson, hafi óspart nýtt sér þennan vafa til að beita framsæknum lög- skýringum til að auka við völd sín, „í krafti þagnar eða óskýrra ákvæða um valdheimildir embættis- ins.“.“ Kollhnís En skjótt skipast veður í lofti og virðist það eiga við stjórnskipunarreglur á æðstu slóð sem annað. Hæsti- réttur staðfesti niðurstöður héraðsdóms, um að lög- maður sem gerst hafði brotlegur í alvarlegum efnum, skyldi mega fá málflutningsrétt sinn á ný. Af því til- efni var sagt frá því, að Guðni Jóhannesson forseti hefði veitt lögmanninum uppreist æru að tillögu þá- verandi ráðherra. Uppreist æru var ein aðalforsenda fyrir niðurstöðu dómsins, og ekki hafði áður verið sagt frá henni opinberlega. Forsetinn tjáði sig óvænt í viðtali við „RÚV“ og gagnrýndi niðurstöður Hæstaréttar, en ósennilegt er að það hafi gerst áður að forseti hafi opinberlega gagnrýnt niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. Það er ekki beinlínis bannað en mjög óvenjulegt vegna þrí- greiningar valdsins hér á landi sem annars staðar. Að vísu hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, upp á síðkastið gefið fordæmi, því hann gagnrýnir dóm- stóla sem hafna lögmæti einstakra atriða í stjórnsýslu hans. Hann hefur þó ekki enn sussað á Hæstarétt Bandaríkjanna. Frásögn Ríkisútvarpsins Í fréttum „RÚV“ í gær sagði: „Guðni Th. Jóhann- esson, forseti Íslands, segir að hann hafi ekki tekið ákvörðun um það að veita kynferðisbrotamanninum Robert Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreið- arsson, uppreist æru. Sú ákvörðun sé dómsmálaráð- herra og hans eina aðkoma sé formlegs eðlis. Hann segir málið ömurlegt og að hann sjái ekki hvernig samfélagið hafi gagn af því að Robert snúi aftur til fyrri starfa sem lögmaður. Robert var árið 2008 dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að brjóta gegn fjórum stúlkum á aldrinum 14 og 15 ára. Hæstiréttur ákvað í gær að Robert skyldi fá lögmannsréttindi sín aftur. Í dómn- um kom fram að forseti hefði veitt honum uppreist æru í september að tillögu innanríkisráðherra. Ein stúlknanna skrifaði á Facebook í gær að henni fyndist forsetinn hafa brugðist sér með þessu.“ „Ábyrgðarlaus“ „Guðni Th. Jóhannesson segir að hann beri enga formlega ábyrgð á ákvörðuninni. „Þeir sem hafa af- plánað dóm sækja um uppreist æru, ekki til skrifstofu forseta Íslands, heldur til ráðuneytisins. Þar er farið yfir umsóknina, hvort hún standist almenn hegning- arlög sem gilda um uppreist æru, hvort nauðsynleg fylgigögn fylgi og þar fram eftir götunum, og þar er, vænti ég, málefnaleg og rökstudd niðurstaða fengin,“ segir Guðni í samtali við fréttastofu. „Þegar ákvörðunin í ráðuneytinu kemur svo á mitt borð til formlegrar staðfestingar þá fylgir enginn rökstuðningur, engin fylgiskjöl, engin greinargerð, engar upplýsingar um þann sem sækir um, engar upplýsingar um þau afbrot sem hann framdi, heldur er þetta lokaskref á ferlinu, staðfesting forseta, sem er reyndar arfur frá liðinni tíð þegar forseti hafði miklu meiri völd en hann hefur núna,“ segir hann. „Ég bið bara um að fólk sýni því skilning að þótt það segi að forminu til að forseti geri hitt og þetta þá er það bara ekki þannig í stjórnskipaninni. Það þætti saga til næsta bæjar, og hefur held ég aldrei gerst, að forseti neitaði að skrifa undir stjórnarathafnir, enda er forseti ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og lætur ráðherra framkvæmda vald sitt,“ segir forsetinn. Guðni segist oft, sem fræðimaður, í kosningabar- áttu sinni og eftir að hann varð forseti, hafa talað um nauðsyn þess að í stjórnarskrá og stjórnskipan sé gert skýrara hvað forseti geri í raun og hvað ekki. „Það er engum þægilegt, ekki fólkinu í landinu og ekki heldur þeim sem þessu embætti gegnir, að það sé á skakk og skjön hvað forseti gerir í raun og hvað hann gerir ekki í raun heldur staðfestir aðeins með undirskrift sinni.“ „Hitt er miklu ríkara í mínum huga, hversu sárs- aukafullt og sorglegt það er að núna þurfa fórn- arlömb þessa manns að þola upprifjun á þessu öllu. Ég er ekki að biðja um neina meðaumkun, ég þarf hana ekki. Þessar stúlkur sem lentu í klónum á þess- um manni þurfa skilning og hjálp enda hafa þær, eftir því sem ég best veit, staðið sig eins og hetjur, og þær þurfa allan þann stuðning,“ segir forsetinn. „Ég vil bara ítreka hvað mér finnst ömurlegt að þetta mál sé komið upp og leyfi mér að bæta við að ég get ekki séð hvernig samfélagið hefur gagn af því að þessi tiltekni maður, þótt hann hafi afplánað sinn dóm, taki til fyrri starfa,“ segir Guðni og beinir því til stúlknanna að hann sé reiðubúinn til að tala við þær. „Þær allar mega hafa samband við mig, hvenær sem er og hvernig sem er ef ég get eitthvað orðið að liði. Þá segir fólk auðvitað: af hverju hættirðu ekki bara við að skrifa undir? Þá bið ég fólk að sýna því skilning að ákvörðunin er ekki mín. Ég er ábyrgð- arlaus af stjórnarathöfnun samkvæmt stjórnarskrá og stjórnskipan,“ ítrekar Guðni. „En sem einstaklingur í þessu landi, sem faðir, þá er ég svo leiður yfir því að það sé hægt að líta svo á að ég sé frekar í liði með þeim sem valda fórnarlömb- unum sorg og skaða heldur en hinum sem eiga að hjálpa fólki sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Ég verð bara að lifa með því og standa og falla með því. Það er eng- inn dans á rósum alla daga að gegna þessu embætti,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Festu má ekki vanta Þarna hefur bersýnilega orðið mikil hugarfarsbreyt- ing á fáeinum dögum og virðist afstaðan óneitanlega töluvert á „skakk og skjön“. Ekki er heldur ljóst hvað Guðni á við með því að segja að „staðfesting forseta, sem er reyndar arfur frá liðinni tíð þegar forseti hafði miklu meiri völd en hann hefur núna.“ Stjórn- arskránni hefur ekki verið breytt hvað þetta varðar frá stofnun lýðveldisins. Einnig er fróðlegt að sjá forseta segja að engin gögn fylgi slíkum erindum, t.d. um uppreist æru eða náðun. Í tíð Ólafs Ragnars breyttist þetta mjög því hann lét senda sér miklu meiri gögn um slík efni en áður höfðu verið lögð fyrir ríkisstjórn. Hann átti iðu- lega samtöl við aðila sem málið snerti í aðdraganda undirskriftar sinnar. Öll erindi sem ráðherra leggur fyrir forseta til staðfestingar eru kynnt áður á fundi ríkisstjórnar. Handhafar forsetavalds héldu sig hins vegar við það í fjarveru forseta, sem var allalgeng eins og kunnugt er, að afþakka að fá frekari gögn um slík mál en lögð höfðu verið fyrir ríkisstjórn. Núverandi forseti styðst við sömu embættismenn og forverinn á skrifstofu sinni og þeir hafa örugglega frætt hann um verklag hans. Væntanlega þýðir þetta að frá því hefur nú verið horfið. Er það ekki? Morgunblaðið/Ómar ’Einnig er fróðlegt að sjá forseta segja aðengin gögn fylgi slíkum erindum, t.d. umuppreist æru eða náðun. Í tíð Ólafs Ragnarsbreyttist þetta mjög því hann lét senda sér miklu meiri gögn um slík efni en áður höfðu verið lögð fyrir ríkisstjórn. Hann átti iðulega samtöl við aðila sem málið snerti í aðdrag- anda undirskriftar sinnar. 18.6. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.