Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.06.2017, Blaðsíða 34
LESBÓK „Kona í e-moll“ nefnist annar gjörningur af þremur á sýningunni Guð,hvað mér líður illa eftir Ragnar Kjartansson í Hafnarhúsi. Hann verður
fluttur frá og með deginum í dag, 17. júní, til 3. september.
Kona í e-moll í Hafnarhúsinu
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.6. 2017
Das Island-Lesebuch: Alles, was Sieüber Island wissen müssen heitir bóksem uppfull er með fróðleik um Ísland
og Íslendinga og kom út fyrir stuttu í Þýska-
landi. Höfundur bókarinnar er Arthúr Björgvin
Bollason og í henni reifar hann býsna rækilega
náttúru Íslands, landnám, erlend yfirráð og
frelsisbaráttu, stjórnskipan og stjórnmál, at-
vinnulíf, lífshætti, menningu og byggðir og
landsvæði.
Portrett af landi og þjóð
Arthúr segir að útgefandi bókarinnar, bóka-
forlagið Mana, hafi haft samband við hann og
beðið hann að vinna verkið. „Þetta forlag hefur
gefið út bækur um Ástralíu og Nýja-Sjáland í
tíu ár, portrett af landi og þjóð, en síðan fóru
þeir að fikra sig til annarra landa, gáfu út bók
um Kanada og þegar sjónir þeirra beindust að
Evrópu fannst þeim Ísland liggja beint við,“
segir Arthúr, en áhugi á Íslandi fer síst rénandi
í Þýskalandi að hans sögn.
Þetta er þriðja bókin sem Arthúr skrifar á
þýsku um Ísland, fjórða ef talin er með bók
hans með úrvali úr Íslendingasögum. „Þeir
þekktu því til mín sem höfundar og leituðu til
mín um að fá bók sem fjallaði um land og þjóð.
Ég var hikandi í fyrstu, enda gerði ég mér grein
fyrir því hve mikil vinna þetta væri í bland við
annað sem ég er að gera og líka vegna þess að
ég vissi að þetta yrði ekki fljótunnið. Það heill-
aði mig þó líka að því leyti að ég var leið-
sögumaður um Ísland í þrjá áratugi og hef líka
gert hundruð útvarpsþátta svo ég hugsaði mér:
Þarna get ég tekið allt það sem ég hef troðið í
hausinn á mér í áratugi og pakkað því upp.“
– Má þá segja að í bókinni sé samankomið allt
það sem þú vissir um Ísland?
„Já, og meira til, því að ég bætti gríðarlega
miklu við mig. Ég vissi mikið af því sem stendur
í þessari bók, en ég þurfti að fínpússa það, hafa
allar stærðir og staðreyndir á hreinu.“
Arthúr segist hafa skrifað bókina til skiptis í
briminu á Eyrarbakka og í Rínardalnum. „Allt-
af þegar ég átti frí tók ég með mér bunka af
bókum um hvert efni, settist niður og vann úr
því. Ég hafði auðvitað mikið forskot því ég kem
ekki nýr að verkefninu og svo hafði ég skrifað
túristabók um Ísland á þýsku sem kom út rétt
fyrir 2000 og hafði þá farið aukalega rannsókn-
arferð um landið til að skoða staði. Þetta er þó
ekki bók um staði, það var ekki fyrr en undir
lokin að Mana bað mig um að skrifa átta kafla
þar sem ég segi frá uppáhalds svæðum, hér-
uðum og stöðum.“
Feikileg vinna og skemmtileg
Það er mikið lesmál í bókinni, sem er ríflega 400
síður í stóru kiljubroti og Arthúr neitar því ekki
að þetta hafi verið feikileg vinna, en hún hafi
líka verið skemmtileg. „Ég rifjaði upp svaka-
lega margt og kynntist líka mörgu við þann
lestur og heimildavinnu sem ég lagðist í, mörgu
sem ég ekki vissi af. Ég játa það til dæmis að
þegar ég fór að kynna mér myndlistarsöguna
og leggjast yfir verk manna eins og Björns Th.
Björnssonar og annarra spekinga sem hafa
fjallað um íslenska list kom mér á óvart hve
gríðarlega snillinga við hefðum átt í myndlist-
inni og hve marga. Á því átti ég ekki von.
Annað er að þegar ég lagðist yfir bækur um
breytingar á mataræði okkar kom margt á
óvart, til dæmis það hve gríð-
arleg bylting hefur orðið á
mataræði okkar síðustu
hundrað árin, hve öll okkar
fæða var mettuð af fitu, en nú
er hún komin niður í nánast
ekki neitt. Svona var maður
alltaf að átta sig á breytingum sem hafa orðið á
íslensku samfélagi.“
Heildarúttekt á landi og þjóð
Eins og getið er hefur Arthúr skrifað það sem
kalla má dæmigerðar túristabækur, með fullri
virðingu fyrir slíkum bókum, en Das Island-
Lesebuch er öllu meira rit. „Þetta er heildar-
úttekt á landi og þjóð. Í henni er svo ein grund-
vallarhugmynd, þráður sem liggur út í gegn,
eins og góður þýskur vinur minn, Henryk M.
Broder, sagði þegar hann las hana yfir fyrir
mig áður en hún kom út: Þú ert alltaf að velta
því fyrir þér hvernig þið urðuð eins og þið eruð:
hvernig varð þessi þjóð eins og hún er? Og:
hvaða hlutverki gegndi þessi þúsund ára ein-
angrun þjóðarinnar?
Nú þykja mér ákveðnir þættir í sögunni
mjög áhugaverðir en sú spurning stærst hvern-
ig hefur það mótað okkar þjóð að við, ólíkt öðr-
um Evrópuþjóðum, höfðum enga nágranna,
vorum alltaf ein. Henryk Broder skrifaði um
bókina fyrir Die Welt um daginn og fyrirsögnin
var „Hamingja án nágranna“,“
segir Arthúr og hlær, en bætir
við að vissulega megi ekki
gleyma því að það voru samt
mikil menningarsamskipti á
þessum þúsund árum. „Það
bárust heilmiklir menningar-
straumar hingað, en við erum sem þjóð í þús-
und ár einangruð frá öðrum þjóðum. Við getum
þannig ekki lent í útistöðum við nágranna því
við eigum þá ekki. Þegar ég var að vinna að
bókinni varð mér ljós dýpri merking þeirra
orða þegar menn töluðu um síðustu haustskipin
og fyrstu vorskipin alveg frá Íslendingasögum
fram á tuttugustu öld. Ef menn urðu innlyksa
hér að hausti þá komust þeir ekkert í burtu fyrr
en næsta vor, það var í raun aðeins hægt að
sigla hingað í þrjá mánuði á ári.“
Das Island-Lesebuch er fjórða
bókin sem Arthúr Björgvin
Bollason skrifar um Ísland.
Morgunblaðið/RAX
Þúsund ára
einsemd
Arthúr Björgvin Bollason lýsir Íslandi og
Íslendingum í nýrri bók á þýsku
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
’Við getum þannigekki lent í útistöð-um við nágranna þvívið eigum þá ekki.