Morgunblaðið - 07.07.2017, Blaðsíða 14
EM KVENNA Í FÓTBOLTA 201714
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017
Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður
Stjörnunnar og íslenska kvenna-
landsliðsins í knattspyrnu, er á leið
á sitt fyrsta stórmót með landslið-
inu. Fyrsti leikur liðsins í Holland
er gegn Frökkum hinn 18. júlí.
„Það sem ég geri á daginn er
náttúrlega að
klára verkefnið
hér með landslið-
inu til sirka þrjú.
Svo fer maður
heim og að gíra
sig í lokamótið.
Maður er voða-
lega lítið að
hugsa um ann-
að,“ segir Katr-
ín, sem utan
knattspyrnuiðk-
unnar er nýútskrifuð sem hjúkr-
unarfræðingur. Hefur hún verið í
40% starfi hjá Landspítalanum í
júní, en er í fríi þaðan um þessar
mundir vegna undirbúnings með
landsliðinu fyrir Evrópumótið í
Hollandi.
Eins og tíðkast eru leikmenn iðn-
ir við að mæta til sjúkraþjálfara til
meðferðar. Þar myndast oft áhuga-
verð umræða að sögn Katrínar.
„Það er gaman að setjast þar niður
með stelpunum þótt maður sé ekki
í meðferð, bara upp á spjallið og
þess slíkt.“ Einhverjir leikmenn
sæki oftar en aðrir til aðseturs
sjúkraþjálfara, þó mestmegnis til
þess að segja frá eða heyra sögur
líðandi stundar. „Það eru nokkrar
sem eru svona meiri slúðurpíur en
aðrar. Þær eru sprelligosarnir sem
eru duglegar að mæta í sjúkraþjálf-
un,“ sagði Katrín við Morgunblaðið
stuttu fyrir æfingu hjá landsliðinu í
fyrradag. axel@mbl.is
Einbeit-
ingin öll
á EM
Katrín
Ásbjörnsdóttir
Sandra Sigurðardóttir, markvörður
íslenska kvennalandsliðsins í knatt-
spyrnu, hefur staðið í ströngu utan
knattspyrnuvallarins síðustu miss-
eri. Hún hefur verið í fullu námi í
sjúkraþjálfun og
byrjar í vinnu í
haust.
Aðspurð hvort
hún sé farin að
segja sjúkra-
þjálfurum lands-
liðsins til, svarar
Sandra létt í
bragði að hún sé
aðeins farin að
ýta þeim til hlið-
ar. „Ég ætla mér
að reyna að ná í þetta starf þegar
ég er hætt að spila,“ segir Sandra
og hlær.
Er talið berst í meiri alvöru að
Evrópumótinu, sem er framundan í
Hollandi, segist Sandra vera virki-
lega spennt fyrir mótinu. Er þetta
þriðja stórmótið sem hún tekur
þátt í og hún segir að mótið í ár sé
miklu stærra í umgjörð. „Þetta er
orðið svo miklu stærra batterí en
áður,“ segir Sandra. Hún segist
einnig finna fyrir miklum áhuga og
stuðningi í samfélaginu. „Maður
mætir fólki úti á götu og það eru
allir að tala um þetta, að hvetja
mann áfram og segja hvað þeir eru
spenntir. Það eitt er bara mjög
skemmtilegt.“ Þá býst hún við að
margir leggi leið sína til Hollands.
„Þetta er auðvelt ferðalag og auð-
velt að ferðast um landið, þannig
að ég býst við að það verði allt
morandi í Íslendingum.“
axel@mbl.is
Sjúkra-
þjálfarinn
í markinu
Sandra
Sigurðardóttir
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Hjalti Rúnar Oddsson, meistara-
nemi í íþróttaþjálfun og íþróttavís-
indum við Háskólann í Reykjavík,
tilheyrir 18 manna starfsliði KSÍ
sem mun fylgja íslenska kvenna-
landsliðinu á Evrópumótinu í
knattspyrnu í sumar. Hann hefur
undanfarna níu mánuði gert af-
kastamælingar á kvennalandsliðum
Íslands og mun starfa sem styrkt-
arþjálfari landsliðsins meðan á
Evrópumótinu stendur. Hjalti seg-
ir að sitt hlutverk verði fyrst og
fremst að fylgjast með álagi og
halda leikmönnum ferskum.
„Ég verð einskonar milliliður í
samskiptum sjúkrateymis og þjálf-
ara og mun fylgjast vel með
ástandi og álagi á leikmönnum.
Ásamt því mun ég sjá um upp-
hitun og passa að ferskleiki og
snerpa leikmanna verði eins og
best er á kosið,“ segir Hjalti sem
upphaflega tók að sér mælingar
fyrir liðið í gegnum Háskólann í
Reykjavík.
„Til að byrja með kem ég inn í
þetta í gegnum háskólann þar sem
ég sá um allar mælingar og var í
ráðgefandi hlutverki fyrir kvenna-
landsliðin í vetur. Þetta vatt síðan
upp á sig og nú er ég kominn í
svipað starf og þýski styrktarþjálf-
arinn Sebastian var ráðinn í hjá
karlalandsliðinu.“
Hluti af bættri umgjörð
Þetta er í fyrsta skipti sem
kvennalandslið Íslands er með
styrktarþjálfara á sínum snærum.
Hjalti segir að viðbót styrktar-
þjálfara við liðið sé hluti af því að
bæta umgjörðina í kringum
kvennalandsliðið. „Áður höfðu
sjúkraþjálfararnir alltaf séð um
þetta og gert það vel. Mín inn-
koma gerir fólki hinsvegar kleift
að einbeita sér alfarið að sínu hlut-
verki og gera það betur. Auk þess
er þetta mikilvægt skref í að bæta
umgjörðina í kringum liðið,“ segir
Hjalti og bætir við að hann sé full-
ur tilhlökkunar.„Ég viss um að
þetta verður mjög gaman og liðinu
muni ganga vel. Það verður án efa
mikil stemning í kringum mótið
sem verður skemmtilegt að fá að
upplifa.“
Spurður um hversu langt Ísland
geti farið í mótinu vill Hjalti ekki
gefa of mikið upp.
Hann segist telja að
stelpurnar geti náð
langt. „Ég hef
fulla trú á að við
munum fara upp
úr riðlinum. Þegar
í útsláttarkeppn-
ina er komið mun-
um við taka einn leik
í einu og sjá
hvert það
fleytir
okk-
ur.“
Meiri umgjörð utan um
liðið og fleiri starfsmenn
Fyrsti styrkt-
arþjálfari ís-
lenska kvenna-
landsliðsins
Morgunblaðið/Kjartan Þorbjörnsson
Hjalti Þetta er í fyrsta sinn sem styrktarþjálfari er hluti af starfsliði kvennalandsliðs Íslands. Hjalti segir að það
muni gera öðrum starfsmönnum sem áður sinntu hans starfi kleift að einbeita sér alfarið að sínu hlutverki.
„Þetta eru mjög eðlilegar breyt-
ingar og má segja að þetta sé
tákn nýrra tíma,“ segir Klara
Bjartmarz, framkvæmdastjóri
KSÍ, um ráðningu Hjalta sem
styrktarþjálfara kvennalandsliðs-
ins.
Klara segir ráðninguna vera
hluta af því að bæta umgjörðina í
kringum kvennalandsliðin í knatt-
spyrnu. „Þetta var gert þegar
karlarnir fóru á EM í fyrra og nú
kemur Hjalti inn hjá konunum,“
segir Klara og bætir við að mæl-
ingar séu gerðar á öllum kvenna-
landsliðunum.
„Hann tekur stelpur frá allt að
16 ára aldri og mælir kraft, hraða,
snerpu og annað slíkt. Upplýsing-
unum er svo safnað og við von-
umst til þess að þær geti nýst
okkur til langs tíma litið.“
Tákn nýrra tíma hjá landsliðinu
MÆLIR KRAFT, HRAÐA OG SNERPU STELPNANNA
Klara
Bjartmarz
Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu
fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð.
Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera
lokið fyrir kl. 7 á morgnana.
Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is
Hafðu samband í dag
og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun.
www.mbl.is/laushverfi
Vantar þig aukapening?