Morgunblaðið - 07.07.2017, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017
✝ Hrafnkell Guð-jónsson, stýri-
maður, sjómæl-
ingamaður og
framhaldsskóla-
kennari, fæddist í
Vestmannaeyjum
17. mars 1931.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu Eir
14. júní 2017.
Hrafnkell var
sonur hjónanna
Guðjóns Guðjónssonar forn-
bókasala og Helgu Jóhönnu
Hallgrímsdóttur hjúkrunar-
konu. Bróðir hans er Kolbeinn,
sjómaður, f. 3. ágúst 1928, d.
2004.
Árið 1956 kvæntist Hrafnkell
Svövu Kristínu Björnsdóttur
fornbókasala, f. 10. nóvember
1932, d. 10. maí 2007. Börn
þeirra eru: Soffía, f. 7. janúar
1958, fjármálastjóri hjá North
f. 2007, og Fjölnir Finnbogi, f.
2013; Atli Karl, f. 1991, há-
skólanemi; og Íris Svava, f.
1994, háskólanemi.
Hrafnkell ólst upp í Vest-
mannaeyjum og á Eyrarbakka.
Hann lauk 3. stigs skipstjórnar-
réttinda-og varðskipaprófi frá
Stýrimannaskólanum í Reykja-
vík, og lærði sjómælingar við
U.S. Oceanographic Office í
Washington D.C., í Bandaríkj-
unum. Hann lauk stúdentsprófi
frá Öldungadeild Mennta-
skólans við Hamrahlíð 1978 og
svo prófi í uppeldis-og kennslu-
fræðum frá Kennaraháskóla Ís-
lands 1986. Hann var um árabil
sjómaður á fiski- og farskipum,
stýrimaður hjá Landhelgis-
gæslunni (var m.a. handtekinn
af Bretum í fyrsta Þorskastríð-
inu), sjómælingamaður hjá Sjó-
mælingum Íslands og loks
stærðfræðikennari við Stýri-
mannaskólann. Hrafnkell var
einnig meðdómari í sjóprófum
og átti sæti í Siglingadómi í
nokkur ár.
Jarðarför Hrafnkels fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag, 7.
júlí 2017, klukkan 13.
Landing Ltd. í
Bandaríkjunum,
Helga Jóhanna, f.
16. mars 1960,
hjúkrunarfræð-
ingur á Borgar-
spítalanum, og
Heimir, f. 20. októ-
ber 1965, versl-
unarmaður. Soffía
er gift Einari
Gunnari Einars-
syni, f. 1957, leik-
ara, og er dóttir þeirra Erna
Soffía Einarsdóttir f. 1980, há-
skólanemi, og sonur hennar
Einar Karl Finnbogason, f.
2011. Helga Jóhanna var gift
Pálma Karlssyni, f. 1959, d.
2002, bílstjóri, og eru börn
þeirra Hrafnkell Pálmi, f. 1981,
fasteignasali, í sambýli með
Guðrúnu Eddu Finnbogadóttur,
f. 1985, og börn þeirra Aníta
Karen, f. 2006, Hrafnkell Pálmi,
Það fyrsta sem kemur upp í
huga okkar þegar við minnumst
pabba er að hann vildi fjölskyldu
sinni allt það besta og var hún
númer eitt, tvö og þrjú. Það var
svo margt sem hann kenndi okk-
ur, svo sem að bera virðingu fyr-
ir öllum mönnum, dýrum og
náttúru, sem var honum mjög
kær, því hann var mikill útiveru-
karl. Pabbi og mamma dvöldu
oft í sumarbústaðnum Dagsbrún
í Grímsnesi þar sem þau rækt-
uðu fleiri hundruð plöntur og
gróðursettu. Það var þeirra
sælureitur.
Móðir okkar Svava Kristín
var veik í nokkur ár og pabbi
hugsaði um hana af mikilli um-
hyggju og ósérhlífni.
Pabbi okkar var svokallaður
eilífðarstúdent og elti öll nám-
skeið, svo sem tölvu, stærðfræði,
matreiðslu, útskurðar og fleira.
Fór jafnvel til New York til að
læra ensku. Enda var hann allt-
af að fræða okkur, það voru
ýmsar misáhugaverðar upplýs-
ingar.
Pabbi veiktist fyrir fjórum ár-
um, hann fékk heilablóðfall.
Hann náði sér aldrei eftir það.
Því dvaldist hann á hjúkrunar-
heimilinu Eir á deild 2B. Þar
naut hann mjög góðrar hjúkr-
unar og umönnunar og þökkum
við systur það innilega.
Pabbi var einstakur og góður
pabbi, afi og langafi.
Við þökkum þér fyrir allt,
hvíldu í friði, elsku pabbi.
Soffía og Jóhanna.
Við Hrafnkell vorum sjaldan
sammála. Um pólitík. Og jafnvel
þegar við vorum á svipuðum
nótum gat hvorugur unnt hinum
að vera sammála. Svo við körp-
uðum endalaust. Þess á milli
tefldum við. Það hvarflaði aldrei
að mér að viðurkenna fyrir
Hrafnkeli að hann væri betri
skákmaður en ég. Hann hefði
bara montast af því. Ef ég tæki
saman allar atlögur okkar og
sleppi jafnteflum, þá væru loka-
tölur sennilega nálægt 7.361
gegn 7.503, Hrafnkeli í hag. En
hann þarf ekkert að vita af því.
Þegar Soffía var ung og vildi
fara í Keflavíkurgöngu minnti
Hrafnkell hana á að hún væri í
rómantísku slagtogi við ungan
mann, sem virtist vera á leiðinni
í gósenland kapítalismans og ef
Soffía lenti á óæskilegum lista
yfirvalda yfir fólk sem hrópaði
„Ísland úr NATO! Herinn
burt!“, gæti hún átt erfitt með
að fá leyfi til að fylgja sínum
heittelskaða vestur um haf. Svo
Soffía sat af sér gönguna. Ég
vissi ekkert um þetta inngrip
fyrr en mörgum, mörgum árum
seinna.
Þegar við Soffía vorum að
stinga okkur saman var Hrafn-
kell kapteinn á sjómælingabátn-
um Tý . Eitt sumarið vantaði
Hrafnkel kokk í bátinn og hann
réð Soffíu. Þetta var sumarið
sem hún og ég gengum í það
heilaga og Týr átti að hefja
mælingar daginn eftir brúð-
kaupið. Fyrir vikið fór Soffía í
brúðkaupsferðina með pabba
sínum. Í miskabætur mátti ég
heimsækja eiginkonu mína eina
helgi á Höfn í Hornafirði og
sigla með Tý í mælingar. Ég er
enn með sjóriðu.
Hrafnkell var kappsamur um
allt sem hann tók sér fyrir hend-
ur. Ef hann hafði áhuga á ein-
hverju þá dembdi hann sér á kaf
í málið. Eins og þegar hann
ákvað að fara í öldungadeildina
og Kennaraháskólann. Eða hóf
að byggja sumarbústaðinn. Og
3ja holu golfvöllinn við sumarbú-
staðinn. Já, Hrafnkell fékk
áhuga á golfi. Það þótti mér sér-
staklega frábært. Ég hafði
stundað golf frá tíu ára aldri og
gat nú eggið loks leiðbeint hæn-
unni. Golf í hádeginu, skák á
kvöldin. Þetta var bara flott. Ef
ég tapaði skákinni gat ég alltaf
minnt hann á hver vann golf-
hringinn. Ef þú finnur einhvern
tíma golfkúlu í háu grasi, með
upphafsstafina HG, þá veistu
hver á hana.
Eftir að hann var orðinn einn
og kominn vel á áttræðisaldur-
inn, kom Hrafnkell í langa heim-
sókn til okkar Soffíu. Hann lang-
aði að loksins læra almennilega
ensku og hafði fundið málaskóla
í New York borg til þess arna,
hvar hann sat á námsbekk með
allra þjóða kvikindum, erlendu
námsfólki og innflytjendum. Í
eina sex, sjö mánuði fór Hrafn-
kell þrisvar í viku í málaskólann.
Í strætó frá New Jersey og
svo fótgangandi um Manhattan.
Það var ekki spilað golf í þessari
heimsókn en teflt nánast hvert
kvöld. Já, og við kenndum hon-
um að njóta sushi. Ég útbjó
gjafakort upp á fría sushi-mál-
tíð, til að koma honum á bragð-
ið. Hann lét kortið aldrei af
hendi en notaði það óspart aftur
og aftur. Miskunnarlaust. Sushi
vikulega og alltaf frítt fyrir
Hrafnkel.
Ég er ævinlega þakklátur fyr-
ir allt það sem Hrafnkell og
Svava gerðu fyrir okkur Soffíu
þegar við hófum okkar búskap
og alla þá ástúð og umhyggju
sem Erna okkar naut hjá þeim.
Megi Hrafnkell hvíla í friði.
Einar Gunnar.
Elsku besti afi minn. Það eru
svo margar minningar sem
koma upp í hugann minn og svo
margt sem mig langar að segja
við þig. Þú varst mér svo mikill
vinur og kenndir mér ótalmargt
sem ég mun búa að ævilangt.
Aldrei hef ég kynnst öðrum eins
manni með eins einlægan áhuga
á sínu fólki. Ég man hvað þú
hafðir mikla trú á mér og þegar
ég talaði við þig um framtíð-
arplönin mín leið mér eins og ég
væri ósigrandi.
Þú varst svo stoltur af mér og
fannst ég vera afskaplega dug-
legur og flottur námsmaður. Öll
þau skipti sem ég fékk einkunn-
irnar mínar afhentar þá hringdi
ég alltaf strax í þig og þú beiðst
spenntur að heyra hvernig gekk.
Þú varst tilbúinn að hjálpa
mér í einu og öllu og varst svo
hvetjandi, sama á hvaða sviði
það var.
Ég man svo vel eftir einni
setningu sem þú sagðir við mig
þegar ég sagði þér að ég hefði
grennst. Þú sagðir „Svo lengi
sem þú ert hamingjusöm þá
skiptir engu máli hversu þung
þú ert. Þú ert alltaf jafnfalleg,
sama hvað. “
Ég veit að þú ert að njóta
með elsku ömmu Svövu einhvers
staðar í náttúrunni og að öllum
líkindum með íssjálfsala nálægt
þér. Það var nefnilega alltaf
hægt að stóla á þig þegar mann
langaði í ís því meiri ísaðdáanda
var erfitt að finna.
Það er við hæfi að enda þessi
orð með setningunum sem við
kvöddumst alltaf með. Ég elska
þig, afi minn, og ég veit að þú
myndir svara eins og alltaf „Ég
þig meira“. Hvíldu í friði besti
afi í heimi.
Íris Svava Pálmadóttir.
Fyrstu minningar mínar af
afa eru þegar ég er um það bil
fimm ára. Að mestu er eru þess-
ar minningar tengdar Kúrland-
inu þar sem amma og afi
bjuggu.
Þetta eru óljósar minningar
en allar mjög góðar þar sem
bæði hann og amma Svava voru
einstaklega góð. Ég man eftir
beitunni út í bílskúr. Þar lærði
ég að borða hákarl. Hann skar
bita beint af stykkinu sem hékk
þar.
Ætli það sé ekki um það bil
sem ég er tvítugur að ég fer að
kynnast kallinum sem manni en
ekki bara afa. Þau áhugamál
sem við áttum saman var skák-
in, golfið, hreyfing og mataræði.
Við ræddum skákina. Fórum
saman á golfvöllinn. Ég var mik-
ið í líkamsrækt á þessu tímabili
og mikið að skoða mataræðið og
vítamín. Alltaf vildi hann vita
hvað var það nýjasta í þessum
fræðum. Hann var alltaf svo op-
inn fyrir nýjum upplýsingum og
tilbúinn að tileinka sér nýja
nálgun. En hann vildi líka sýna
stráknum hvað hann kunni og
vildi endilega kenna mér Mull-
ers-æfingar.
Ég „googlaði þetta“ og sá ein-
hverjar myndir af einhverjum
Dana í þröngri speedoo-sund-
skýlu vera að teygja sig út í loft-
ið. Fyrir pjakk sem var aðallega
í bekkpressu og réttstöðulyftu
var þetta ekkert rosalega
heillandi. En ég vildi ekki vera
leiðinlegur og við gerðum því
nokkrum sinnum Mullers-æfing-
ar.
Það var ekki fyrr en nokkrum
árum seinna að ég fattaði að
hann var að fíflast með mig.
Honum þótti það nefnilega drep-
fyndið að láta þennan strák sem
vildi bara lyfta þungum lóðum
beygja sig og teygja út í loftið
án allra lóða. Þetta var gott
dæmi um húmorinn hans.
Hann hafði djúpan og lúmsk-
an húmor. Þau skipti sem ég sá
hann hlæja hvað mest er þegar
hann hló einn, eins og þegar
hann lét mig gera Mullers-æf-
ingar, þá hafði hann náð að plata
mig á saklausan hátt. Nokkrum
árum seinna þegar ég fór að
rifja þetta atvik upp þá grét
hann úr hlátri af eigin fyndni og
hann hló svo innilega að það var
ekki annað hægt en að hlæja
með honum.
Ný tækni og nýjustu græj-
urnar heilluðu hann alltaf.
Þegar ég var 15 ára fór ég
með ömmu og afa til New York.
Við afi fórum saman inn á Man-
hattan.
Planið var að þvælast um
borgina og sjá sem mest. Á
þessu svæði þar sem rútan
stoppar er mikið af verslunum
sem selja alls konar græjur. Eft-
ir að hafa verið um tvær klukku-
stundir í borginni vorum við
varla komnir eina húsalengju frá
byrjunarstað, hann varð að
skoða allar græjurnar. Hann
endaði á að kaupa sér skáktölvu.
Hann átti aldrei minna en 3-4
skáktölvur á hverjum tíma.
Þegar ég var að fá skotvopna-
leyfið mitt var ég voða montinn
af því að nú mátti ég eiga og
skjóta úr 22 calibera riffli.
Þá gaukaði hann því að mér
án þess að vera eitthvað að
monta sig að hann væri með fall-
byssuleyfi! Mér fannst það
hrikalega flott.
Hann sýndi manni alltaf rosa-
legan stuðning og hafði í alvöru
áhuga á því sem maður var að
gera. Vildi alltaf vita hvernig
gengi í skólanum og hvernig
gekk í boltanum.
Hann afi var sanngjarn og
fastur fyrir með sterka réttlæt-
iskennd.
Hann var bóngóður og gaf sér
alltaf tíma til að aðstoða mann.
Hann var góð fyrirmynd og
maður sem ég leit upp til. Hans
verður sárt saknað.
Hrafnkell Pálmi Pálmason.
Hrafnkell
Guðjónsson
Útfararþjónusta
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN SVEINSSON,
Reyni í Mýrdal, til heimilis að
Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands,
Selfossi, laugardaginn 1. júlí.
Útförin fer fram frá Reyniskirkju í Mýrdal
laugardaginn 8. júlí klukkan 14.
Erla Pálsdóttir
Páll Jónsson M. Sigríður Jakobsdóttir
Margrét Jónsdóttir Sigurjón Árnason
Sigurlaug Jónsdóttir Ólafur Helgason
Sveinn Jónsson Jóna Svava Karlsdóttir
Jónatan G. Jónsson Valgerður Guðjónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir Jón E. Einarsson
Einar Jónsson Ágústa Bárðardóttir
Guðbjörg Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR INGVARSSON,
frá Laxárnesi í Kjós,
sem andaðist 24. júní, verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju mánudaginn 10. júlí
klukkan 13.
Artha Rut Eymundsdóttir
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SIGURJÓN JÓNSSON
bifreiðarstjóri,
Bólstaðarhlíð 41,
sem lést á og dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund 2. júlí, verður jarðsunginn frá
Áskirkju mánudaginn 10. júlí klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
minningarkort Grundar.
Sigríður Jónsdóttir
Ágúst Sigurjónsson Sesselja Hrönn Jensdóttir
Helga Jónína Sigurjónsdóttir Hafsteinn Már Ársælsson
Guðný Sigurjónsdóttir Svavar M. Sigurjónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐMAR GUÐJÓNSSON
frá Stóra Hofi, Skeiða- og
Gnúpverjahreppi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 4. júlí.
Sigurjón Kristinn Guðmarsson
Guðný Jóna Guðmarsdóttir
Ólafur Hlynur Guðmarsson
og fjölskyldur
Maðurinn minn,
BRYNJÓLFUR GUÐMUNDSSON,
Núpstúni,
lést mánudaginn 3. júlí á hjúkrunarheimilinu
Lundi.
Útförin fer fram frá Hrepphólakirkju
föstudaginn 14. júlí klukkan 14.
Ingilaug Guðmundsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og systir,
GUÐBJÖRG SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
Möðrufelli 9, Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
föstudaginn 16. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Björg Eysteinsdóttir og fjölskylda
Ólafur Kristjánsson og fjölskylda
Arnbjörn Ólafsson og fjölskylda
Ásdís Ólafsdóttir og fjölskylda