Morgunblaðið - 07.07.2017, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 7. J Ú L Í 2 0 1 7
Stofnað 1913 162. tölublað 105. árgangur
MATTHILDUR
SLÆR Í GEGN
Í SKAGAFIRÐI
VILJA NÝTA
SEM MEST AF
SKEPNUNNI
VON Á HEIMSFRÆG-
UM ÁSTRÖLSKUM
UNGMENNAKÓR
FRUMKVÖÐULLINN HILDUR 12 SUMARTÓNLEIKAR Í SKÁLHOLTI 30SYNGUR FYRIR ELDRI BORGARA 4
Hjalti Rúnar
Oddsson verður
einn starfsmanna
í 18 manna starfs-
liði KSÍ sem
fylgja mun ís-
lenska kvenna-
landsliðinu á Evr-
ópumótið í
knattspyrnu í
sumar. Þetta er í
fyrsta sinn sem
kvennalandslið Íslands er með
styrktarþjálfara á sínum snærum en
áður sinntu sjúkraþjálfararnir því
hlutverki.
Hjalti segir viðbót styrktarþjálf-
ara við liðið hluta af bættri umgjörð í
kringum kvennalandsliðið. „Mín inn-
koma mun gera fólki kleift að ein-
beita sér alfarið að sínu starfi og
gera það betur. Auk þess er þetta
liður í að bæta umgjörðina í kringum
íslenska kvennalandsliðið,“ segir
Hjalti. »14
Bætt um-
gjörð hjá
landsliðinu
Styrktarþjálfari
í starfsliðinu á EM
Hjalti Rúnar
Oddsson
Starfsmenn verktaka við lagningu háspennulína
frá Þeistareykjavirkjun vinna í kappi við tímann.
Miklar seinkanir hafa orðið, meðal annars vegna
deilna um lagningu línunnar um Leirhnjúks-
hraun í landi Reykjahlíðar í Mývatnssveit. Fram-
kvæmdin er því á eftir áætlun. Bosnískir verka-
menn leggja alla sína krafta í að festa niður 21
metra hátt háspennumastur við Bakka.
Til að hægt sé að hefja prófanir á virkjuninni
þarf hún að vera tengd landskerfinu við Kröflu.
Línan þangað liggur um þrætulandið í Reykja-
hlíð. Frá því Landsnet loksins fékk landið til um-
ráða hafa verktakar unnið að gerð slóða í gegn-
um hraunið og að grafa fyrir undirstöðum
háspennumastra. Fulltrúar Landsnets og Um-
hverfisstofnunar velja veglínuna. „Mér finnst vel
hafa tekist til. Menn gera sitt allra besta til að
fella slóðana að landinu og reyna að gera eins lít-
ið rask og mögulegt er,“ segir Guðmundur Ingi
Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
Búið er að reisa möstur á meginhluta há-
spennulínanna út frá Þeistareykjavirkjun. Í gær
komst framkvæmdin á nýtt stig þegar byrjað var
að hengja einangrara á möstrin í Kröflulínu og
draga vír á þau. Línan verður spennusett í byrj-
un september og eftir það eiga prófanir að geta
hafist. „Eins og staðan er núna virðumst við ætla
að ná að koma línunni í rekstur á réttum tíma,
þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem við höfum verið
að glíma við,“ segir Guðmundur Ingi. »6
Samtaka við að staga 21 metra mastur
Framkvæmdir við háspennulínur frá Þeistareykjastöð eru nú í hámarki
Byrjað að draga leiðara á möstur Slóði kominn í gegn um Leirhnjúkshraun
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Bandarísk stjórnvöld hafa boðað
breytingar á flugverndarráðstöf-
unum sem fela í sér auknar kröfur
um flugvernd á þeim flugvelli sem er
síðasti viðkomustaður fyrir flug til
Bandaríkjanna. Kröfur um aukið ör-
yggi munu m.a. koma fram í því að
kannaður verður betur en áður raf-
búnaður sem farþegar hafa með-
ferðis um borð í flugvélar en í til-
kynningu frá samgönguráðuneytinu
kemur fram að búast megi við aukn-
um töfum á Keflavíkurflugvelli.
Guðni Sigurðsson, upplýsinga-
fulltrúi hjá ISAVIA, segir að flug-
félögin muni sjálf þurfa að skanna
rafbúnað hjá farþegum. „Við höfum
fylgst vel með þessu og tökum þátt
með flugfélögunum en þau bera
ábyrgð á þessu sjálf,“ segir Guðni.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, segir enn óljóst
hvernig þessu verði framfylgt, en
flugfélagið muni tilkynna það sem
fyrst. Flugvallar- og flugrekendur
hafa þrjár vikur til að bregðast við
breyttum aðstæðum. mhj@mbl.is
Tafir gætu
aukist í Banda-
ríkjaflugi
Morgunblaðið/Ómar
Biðröð Eftirlit verður aukið.
Flugfélög þurfa að
skanna raftæki sjálf
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Áformað er að opna um 30 veitinga-
hús í miðborg Reykjavíkur á næstu
misserum. Samkvæmt upplýsingum
frá veitingamönnum má ætla að stað-
irnir rúmi minnst þúsund gesti.
Verkefnin eru misjafnlega langt
komin. Sumir staðir eru í hönnun en
aðrir á hugmyndastigi. Miðað við
upplýsingar frá húseigendum og veit-
ingafólki er líklegt að flest verkefnin
verði að veruleika. Það á einkum við
staði sem tengjast hótelum. Starfs-
leyfi hafa ekki verið tryggð á nokkr-
um stöðum og er það í umsóknarferli.
Sé miðað við að hvert sæti á fyrir-
huguðum veitingahúsum skili 10 þús-
und krónum í sölu á dag verður velta
hvers dags alls 10 milljónir. Það gerir
um 3,7 milljarða á ári. Þá mun fjöldi
starfsmanna skipta hundruðum og
afleidd áhrif verða mikil í gegnum
vörukaup af birgjum og framleiðend-
um.
Of mikil áhersla á umbúðir
Meðal þeirra sem undirbúa opnun
veitingahúss er Jóhannes Steinn
Jóhannesson, yfirkokkur á staðnum
Jamie’s Italian á Hótel Borg.
Hann segir markhópinn vera hinn
dæmigerða Íslending sem veitinga-
menn í miðborginni hafi vanrækt með
áherslu á dýrar veitingar og umbún-
að. Reynt verði að höfða til sem
flestra með hóflegri álagningu.
„Hinn dæmigerði Íslendingur fer
aðeins fínt út að borða um helgar. Við
ætlum að fá gesti til að koma líka á
mánudegi og þriðjudegi. Veitinga-
húsið okkar er vel staðsett og hentar
því ferðamönnum. Þeir sækja alltaf í
staði þar sem heimafólkið er.“
Þessi áhersla vekur athygli, t.d. í
ljósi þess að eigendur Nostra, staðar
sem verður senn opnaður í Kjörgarði,
hyggjast höfða til efnaðra ferða-
manna. Það er því róið á ýmis mið.
Samantektin kann að vantelja veit-
ingahús í bígerð. T.d. eru ekki tekin
með veitingahús á áformuðum hótel-
um í Vatnsmýri. Þá er það yfirlýst
stefna borgarinnar að hafa þjónustu á
jarðhæð sem víðast í miðborginni.
Áforma tugi veitingahúsa
Um 30 ný veitingahús verða opnuð í miðborg Reykjavíkur á næstu misserum
Samanlögð ársvelta þessara veitingahúsa gæti hlaupið á milljörðum króna
Morgunblaðið/Baldur
Hótel Borg Stefnt er að því að opna
Jamie’s Italian um miðjan júlí.
MMinnst þúsund sæti »4