Morgunblaðið - 07.07.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.07.2017, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017 Alveg er það makalaust að skattayfirvöld séu að finna sér leið til þess að skattleggja tvöfalt höfund- arrétt Halldórs Laxness. Í raun ætti ríkið að þakka fyrir sig og láta höf- undarrétt hans í friði. Þetta gerist á sama tíma og græðgisvæðingin er komin á fullt aftur, bara nokkrum árum eftir hrun. Þetta lið sem kostaði þjóðina ævisparnaðinn situr á tindi siðrofsins þar sem fjár- málageirinn treður ofan í ginið á soltnum úlfum í Armani-jakkafötum millj- arða bónusum sem enginn þeirra hefur unnið sér fyrir heldur virðast þetta vera lög skrifuð í blóð fjármálageir- ans. En þetta er látið viðgang- ast og lífeyrissjóðirnir taka þátt í þessari vegferð og greiða ungri konu ein- greiðslu upp á 20 milljónir. Við erum komin á sama stað og rétt fyrir hrun. Þeir ríkari verða ofsaríkir og þeir ofsaríku verða stjarn- fræðilega ríkir. Panama- kóngar fengu boð frá Seðla- bankanum um að koma heim með svart fé sitt og fjárfesta í eignum á hrakvirði og græða ævintýralega. Og sið- rofið heldur áfram. Meðan heilbrigðiskerfinu blæðir og menntakerfið skrimtir þá er skatturinn að pönkast á erf- ingjum nóbelsskáldsins. Halldór Laxness er alvöru- verðmæti. Það sem hann skrif- aði, það sem hann færði þjóð sinni er svo stórt, svo mikil- fenglegt að það verður ekki verðlagt. Og að skattleggja höf- undarréttinn tvöfalt er hneisa sem lýsir á ein- hvern átakan- legan máta hvar sumir eru staddir á vegum úti. Sem þjóð eigum við sumum svo stóra skuld að gjalda að hún verður aldrei greidd. Þá dettur mér strax í hug Jón- as Hallgrímsson og Halldór Kiljan Laxness. Án þeirra verka, þeirra framlags til ís- lenskrar menningar værum við hnípin þjóð í vanda. Í fúlustu alvöru: Áður en þú leggst til hvílu í kvöld, ríkisskattstjóri, lestu þá eitt ljóð eftir Jónas og svo sem einn kafla eftir Kiljan. Frjálst val! Og auðgaðu anda þinn og fylltu hjarta þitt dásamlegu ljósi. Skoð- aðu svo alla þessa bónus- gæðinga og Panamariddara og sjáðu sannleikann í hjarta þínu. Þú skilur Eftir Bubba Morthens Bubbi Morthens »Meðan heil- brigðiskerfinu blæðir og mennta- kerfið skrimtir þá er skatturinn að pönkast á erf- ingjum nóbels- skáldsins. Höfundur er tónlistarmaður. ✝ María Einars-dóttir fæddist á Austurgötu 6 í Hafnarfirði 13. nóvember 1938. Hún lést á Land- spítalanum 2. júlí 2017. Foreldrar henn- ar voru Helga Þor- kelsdóttir, f. 30.12. 1894, d. 25.10. 1977, og Einar Einarsson, klæðskeri í Hafnar- firði, f. 13.12. 1893, d. 16.12. 1976, þau bjuggu í Hafnarfirði þar sem þau ráku verslun og klæðskeraverkstæði. María var yngst í röð níu systkina, en hin eru: uppeldissystir Unnur Jó- hannesdóttir, f. 16.4. 1913, d. 1.8. 1997; Guðríður, f. 16.11. 1916, d. 29.5. 1937; Jóhannes, f. 10.8. 1917, d. 25.11. 1995; Guð- björg, f. 30.4. 1920, d. 19.2. 1999; Gróa, f. 1922, d. 1922; Ell- en, f. 5.7. 1923; Áslaug, f. 1.4. 1926; Sigríður, f. 28.2. 1936; og Joachim Lehmann, f. 1. nóv- ember 1955, er rafvirki. Dætur þeirra: Katrín María, f. 9. des- ember 1978, og Christa Hlín, f. 5. maí 1986. Ólafur Þórólfsson, f. 21. október 1960, er húsa- smiður. Barnsmóðir Sóley Guð- mundsdóttir, f. 11. janúar 1964. Dætur þeirra: Ragna Björk, f. 17. apríl 1989, og Andrea Eik, f. 2. júlí 1995. Maki Chanida Sas- opa, f. 21. júní 1984. Sonur þeirra Alex Þór, f. 27. júní 2012. Þórunn Þórólfsdóttir, f. 26. október 1966, er kennari. Maki Örn Arnarson, f. 7. janúar 1960, rafeindavirkjameistari. Dætur þeirra: María Arnardóttir, f. 10. júlí 1989, og Erna Vala Arnar- dóttir, f. 24. ágúst 1995. Barna- barnabörn Maríu eru orðin 11. María ólst upp í Hafnarfirði en flutti í Kópavog árið 1956 þar sem hún og Þórólfur byggðu sér heimili en þar bjuggu þau til dauðadags. María starfaði við versl- unarstörf, lengst af í versl- uninni Drangey við Laugaveg. Útför Maríu fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 7. júlí 2017, kl. 15. María, f. 13.11. 1938. Hinn 3. ágúst 1957 giftist María Þórólfi Beck Jóns- syni húsasmíða- meistara, f. 1931, d. 2015. Fyrir átti Þórólfur einn son, Jón Þór Þórólfs- son, f. 31. október 1951, vélfræðing, maki Hafdís Héðinsdóttir, f. 24. apríl 1954, sjúkraliði. Börn þeirra eru Eva María, f. 15. september 1977, d. 8. júní 1983, Sigríður Jónsdóttir, f. 12. ágúst 1981, uppeldisfræðingur, og Ró- bert Gauti, f. 16. október, iðnað- arverkfræðingur. Börn Maríu og Þórólfs eru Helga, Agnes, Ólafur og Þórunn. Helga Þór- ólfsdóttir, f. 4. nóvember 1956, er friðar- og átakafræðingur. Sonur hennar er Þórólfur Beck, f. 14. apríl 1974. Agnes Þórólfs- dóttir, f. 10. ágúst 1959, er geislafræðingur. Maki hennar María Einarsdóttir, stjúpa mín, er dáin. Mæja mín, ég vildi að ég hefði haft möguleika á að spjalla við þig áður en þú fórst. En tilveran er nú einhvern veg- inn þannig skrúfuð saman að öll höfum við svo annríkt. Svo annríkt að við gleymum stundum að lifa lífinu og gefum okkur ekki nægan tíma til að rækta samskiptin við þá sem okkur þykir vænt um. Svo uppgötvar maður allt í einu að það er of seint. Mig langar með þessum fá- tæklegu orðum að þakka þér fyrir það sem þú hefur verið mér. Mæju stjúpu hef ég kallað þig og börnin mín kalla þig Mæju ömmu. Þegar ég flutti til ykkar pabba á Víðihvamm 14, þá ung- lingur á erfiðasta aldri, tókst þú á móti mér og á þinn ein- staka, látlausa hátt lést þú mig finna að ég væri velkominn og það væri svo sem ekki mikið mál þótt einn bættist á heim- ilið. Ég dáist að þeim eiginleika sem þú hafðir að þótt ég væri ekki sá auðveldasti að vera ná- lægt svona gelgja sem ég var, þá tókst þú því bara með jafn- aðargeði og umburðarlyndi og vandamálin leystust af sjálfu sér. Það var gestkvæmt á heimili ykkar pabba enda var and- rúmsloftið óhátíðlegt og af- slappað. Þar var enginn merki- legri en annar og mikið skrafað og spekúlerað. Þar voru ungir og gamlir oft saman komnir og þar var hið mannlega tekið fram fyrir það efnislega. Mér finnst líka lýsa vel hug- arfarinu hve sjálfsagt það var fyrir ykkur að taka aldraða for- eldra þína inn á ykkar heimili og annast þau í ellinni. Það var ekkert til að minnast á. Það lá einhvern veginn bara beint við. Þú varst af þeirri kynslóð sem nú er að hverfa. Þar voru mömmurnar heima og pössuðu hús og börn. Karlarnir unnu myrkranna á milli og þegar daglegum vinnutíma var lokið tók við puðið við að koma upp sínu eigin húsi. Þannig að það var um að gera að nota frítím- ann skynsamlega. Það var góð- ur hópur vina sem þið höfðuð í kringum ykkur og það var mik- ið ferðast. Og það var mikið sungið. Þú varst mikil fé- lagsvera og alltaf miðpunktur- inn í hópnum. Stundum komuð þið pabbi með okkur Haddý að Syðri- Reykjum þar sem móðir mín og stjúpi bjuggu. Þar var ávallt glatt á hjalla, margt var brallað og jafnvel farið á sveitaball. Það lýsir þér vel hve auðvelt þú áttir með að skapa vinsamlegt, afslappað og gott andrúmsloft. Það var mér mjög mikils virði hve gott samband var á milli allra minna foreldra. Þar áttuð þú og Georg stjúpi minn ekki minnstan þátt með ykkar með- fædda hæfileika. Í minningunni er mikið hleg- ið og gantast. Vertu bless Mæja mín og skilaðu kveðju til þeirra sem ég veit að taka á móti þér. Elsku Helga, Agnes, Óli og Tóta. Ég votta ykkur samúð mína við fráfall mömmu ykkar. Hún hafði nokkra einstaka hæfileika sem fáir hafa. Minn- inguna um hana mun ég geyma í hjarta mínu. Jón Þór Þórólfsson. Þá er hún elsku amma mín farin á vit nýrra ævintýra. Mik- ið þótti mér vænt um að halda í höndina á henni þegar hennar síðustu andartök liðu friðsam- lega hjá. Með bros á vör kvaddi hún þennan heim og skilur eftir ljúfar minningar. Í þessum minningum er hún amma alltaf alveg stórglæsileg kona. Hún átti ógrynni af silki- slæðum, hönskum, kjólum og kápum enda kannski ekki skrýtið komin af klæðskera- meisturum og vann í Drangey í mörg ár. Þetta var algjör para- dís fyrir mig sem barn enda varla komin inn um dyrnar hjá þeim á Bræðratungu þegar ég var búin að velja mér slæður og hanska í stíl. Amma var ung og skvísuleg amma sem brunaði um allt á gráu Toyotunni sinni. Amma var svo söngelsk og söng daglega eitthvað. Bæði hún og afi voru lengi vel í kór og höfðu unun af tónlist og af því að syngja. Það kom því ekki á óvart að þau studdu vel við bakið á mér í píanónámi á ung- lingsárum mínum þó að það sem sitji helst eftir af því námi væri samveran við þau einu sinni í viku. Það má segja að það hafi verið það verðmæta í mínu píanónámi enda sýndi það sig fljótt að það voru aðrir fing- ur í fjölskyldunni mun fimari á það hljóðfæri en mínir. Amma var næmari en marg- ur og á síðustu árunum var nánast orðið óþarfi að segja frá nokkrum hlut því amma vissi það. Hún dæmdi aldrei og tal- aði ekki illa um nokkurn mann. Fjölskyldan skipti hana miklu máli og hún vildi hvergi annars staðar vera en í kringum hana og ef einhver kunni að meta kaffiboð og veislur þá var það hún amma. Hennar síðustu stundir voru líka í þeim anda. Fólk kom og fór og kvaddi ömmu. Við sátum hjá henni við rúmstokkinn, hlustuðum á fallega tónlist, hlógum og táruðumst til skipt- ist allt til hins síðasta. Takk fyrir að hafa verið amma mín. Hvíldu í friði og ró. Katrín María Lehmann. Þegar við minnumst Maríu móðursystur okkar, eða Mæju eins og hún var kölluð, þá koma margar minningar upp í hug- ann. Það voru mikil samskipti og vinátta milli fjölskyldna okk- ar þar sem aðeins tvö ár voru milli þeirra systra, móður okk- ar og Mæju. Við börnin vorum á svipuðum aldri og dvöldum oft á heimili þeirra Mæju og Þórólfs þar sem við vorum heimagangar. Mæja hafði góða nærveru og það var alltaf gleði og gaman í návist hennar. Mæja og Þórólfur voru mikið söngfólk og skipaði söngurinn stóran sess í lífi þeirra. Oft mátti heyra þau taka heilu arí- urnar heima í eldhúsinu. Þau ferðuðust mikið með söngfélög- um sínum og fengum við oft að fljóta með í ferðum innanlands. Árið 1975 fórum við fjöl- skyldurnar saman í sumarleyfi til Portoroz í Júgóslavíu og ferðuðumst þaðan til Sviss þar sem við dvöldum hjá Elínu. Þetta var einstaklega skemmti- leg og eftirminnileg ferð. Þarna voru við Íslendingarnir að stíga okkar fyrstu skref í ferðalögum erlendis. Daginn sem við fórum til Sviss borðuðum við hádeg- isverð á veitingahúsi og fengum yfirdrifinn skammt af kjúkling- um þannig að brugðið var á það ráð að setja afgangana í ein- nota sundhettur sem svo heppi- lega vildi til að voru meðferðis. Þetta kom sér afskaplega vel fyrir svanga ferðalanga í langri lestarferð til Sviss. Engin veit- ingasala var í lestinni en við gátum slegið upp dýrindisveislu úr afgöngunum úr sundhettun- um. Þetta sýnir í hnotskurn hversu hagsýn Mæja var en í ótal skipti höfum við heyrt sög- ur af því þegar hún, á fyrstu búskaparárum sínum, reiddi fram veislumat úr nánast engu þar sem kartöflur og hvítkál voru uppistaðan. Hún hafði æv- inlega gaman af því að taka á móti gestum og hélt glæsilegar veislur. Mæja var falleg kona með djúp brún augu og koparrautt hár. Það geislaði af henni, hún var mikill húmoristi og við sem þekkjum hana svo vel gleymum aldrei kímninni, léttleikanum og geislandi svipbrigðum þegar að hún hafði frá einhverju skemmtilegu að segja. Það lýsti upp umhverfið og hún náði fram svo léttri og skemmtilegri stemningu sem hafði smitandi áhrif á alla viðstadda. Mæja var yngst í systkina- hópnum. Hún var hvatvís, mik- ill prakkari og gleðigjafi á heimili foreldra sinna. Oft heyrðum við eldri systur henn- ar rifja upp sögur af prakk- araskap Mæju á æskuheimilinu á Austurgötu 6. Það lýsir hversu umhyggju- söm Mæja var að hún tók for- eldra sína inn á heimili sitt og hugsaði um þau af kærleika síðustu æviár þeirra. Þó að Mæja hafi verið orðin veik þá var alltaf stutt í glettnina, glæsileikann og hún hélt reisn- inni fram á síðasta dag. Á kveðjustund upplifðum við mik- ið þakklæti til Mæju. Hún var til staðar fyrir okkur og heimili hennar var okkur alltaf opið. Guð blessi minningu hennar. Við sendum aðstandendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Erla Huld, Anna Margrét, Helga og Elín. Við bjuggum við sitt hvort hornið skáhallt á móti Maríu og Ólafi við Lindarhvamminn. Oft komu þau með hesta í taumi, gangandi Hlíðargarðsstíginn. Stundum með hrossatað í poka sem þau gaukuðu að okkur Herði. Þau voru miklir mátar, augsýnilega hlýtt á milli þeirra hjóna. Þau voru að koma úr hest- húsunum. Ólafur var hæglátur maður, orðvar og blíðlyndur. Smám saman kynntumst við þessum grönnum okkar, sem voru talsvert eldri en við. Við fylgdumst með hvernig María annaðist Ólaf þegar veikindi tóku yfir heilsu hans og hann smá hvarf úr vitundarheimi þeirra. Öllu tók María af ein- stöku æðruleysi þó að hún fyllt- ist sorg. Ég kynntist Maríu betur eft- ir að göngugeta mín minnkaði og endurhæfing varð helsta við- fangsefnið í fimm ár. Þá klöngraðist ég stundum upp háu tröppurnar hennar og bauð henni út í göngutúra um stíg- ana í Hlíðargarði. Ég með báð- ar hendur á göngugrindinni og María mér við hlið með aðra hendi á grindinni minni, hún gleymdi stundum stafnum heima. Við vorum „tvær úr Hvömm- unum“ sem sátum oft á bekkj- unum við vatnsþróna og skröf- uðum. María var skemmtileg kona, alltaf með hnyttin tilsvör á tak- teinum. Spurð um líðan sína kom svarið „ekki yngist maður“ sem lýsir vel ágengni gigtar á efstu árum. Þessu fylgdi glettn- islegt bros. Ég fékk ótrúlegar ferðasög- ur frá fyrstu hendi: þau fóru árlega ríðandi yfir Hellisheiði með marga til reiðar á hesta- mannamót. Á yngri árum stundaði hún daglega sjóböð í Skerjafirði eft- ir vinnu. Stelpurnar, afkomend- ur hennar, drifu hana með sér, 87 ára gamla, til Skotlands í innkaupaferð, þær óku henni um göturnar og á pöbbarölt í hjólastól. Hún kunni að gleðj- ast með afkomendunum og lifði lengi á ferðunum. Ungan einka- vin átti hún í Borgarfirði, lang- ömmustrákinn Ólaf. Þegar drenginn vantaði markmann fór María umsvifalaust í markið og naut þess að hafa hlutverk. María hafði tröllatrú á ís- lensku ullinni og var gjafmild á flíkurnar sem hún saumaði úr ullarvoðum, nokkrar þeirra eig- um við hér í húsi sem munu ylja okkur um hjartarætur svo lengi sem stætt er. Við gleðjumst yfir að hafa kynnst þessum öðlingum Maríu og Ólafi. Kæru afkomendur Ólafs og Maríu, við sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Þið eruð ríkari en margur að hafa átt til þeirra að telja. Kristín Þorkelsdóttir og Hörður Daníelsson. María Einarsdóttir „La donna e mobile“, konan er hverflynd. Þessi fræga aría kemur upp í hugan við lestur viðtals við sjávarútvegs- ráðherra í Morgunblaðinu 28. júní sl. Í óp- erunni Rigo- letto syngur hinn kvensami hertogi um hverflyndi kvenna. Hann sleppur frá leigumorðingjum trúðsins Rigoletto sem vill hefna vegna hinnar smánuðu dótt- ur sinnar, sem að lokum fórnar sér í þágu hertogans. Hefndin hittir hefnandann einan. Hverflyndi hlýtur það að teljast að skipta um skoðun varðandi flugvöll í Vatnsmýri sem hún hafði árið 2011. Og hvers vegna skiptir hún um skoðun? Það er vegna veru hennar í „Rögnunefnd“. Þar hafi hún kynnt sér málið ofan í kjölinn. „Þess vegna hef ég skipt um skoðun“. Rögnunefnd skoðaði alla aðra valkosti en Reykjavík- urflugvöll. Hann var ekki verkefni nefndarinnar. Því kemur á óvart að skipta um skoðun vegna þess sem aðili hefur ekki kynnt sér. Ef Hvassahraun heillar svo mjög, þá er sú hugmynd and- vana fædd vegna vatns- verndar sem nefndin hafði ekki kynnt sér. Að lokum segir hún skoð- un sína á þessu máli mjög skýra; við eigum að horfa til framtíðar. Vænt- anlega með völdum spákon- um? „Unga fólkið er ekki að fara að sjá framtíð flugvall- arins í Vatnsmýri“. Ekki er útlistað hvaða unga fólk er átt við. Ef til vill eru það fylgjendur Jóns Gnarr sem ekki tók mark á að 70% landsmanna vilja hafa flug- völlinn. Eða skipta menn um skoð- un þegar menn skipta um flokk og foringja? Konan er hverflynd Eftir Ámunda H. Ólafsson Ámundi H. Ólafsson »Hverflyndi hlýt- ur það að teljast að skipta um skoð- un varðandi flugvöll í Vatnsmýri. Höfundur er fyrrverandi flugstjóri. Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.