Morgunblaðið - 07.07.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.07.2017, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017 Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Eitthvað liggur í loftinu sem gerir þig óörugga/n. Allt sem þú gerir ánægjunnar vegna getur á undarlegan hátt fært þér pen- inga. 20. apríl - 20. maí  Naut Þið ættuð að líta vandlega í kringum ykkur og kunna að meta það sem þið hafið. Farðu ekki of geyst og leyfðu öðrum að njóta sín líka. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú áleist þig vita í hverju þú værir best/ur, en sumir hæfileikar þínir eru svo augljósir að þú sérð þá ekki. Bestu hug- myndirnar koma auðvitað klukkan þrjú á morgnana. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þig langar svo að njóta athygli vinnufélaga þinna að þú ert reiðubúin/n að leggja ýmislegt á þig. Efldu trúarlíf þitt og leitaðu svara við spurningum þínum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. Hvernig gengur? Hefurðu kannski slegið þeim á frest? Þú verður beð- in/n um að axla meiri ábyrgð innan skamms. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er ákveðinn léttir þegar búið er að taka ákvörðun. Haltu þínu fram af hóg- værð og þá verður tekið tillit til þín. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það eru mikil sannindi í því fólgin að illt sé að leggja ást við þá sem enga kann á móti. Farðu varlega ef lýsingin á við þig og ekki ofgera þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Græðgi er ljótur ávani. Þótt margir hlutir séu eftirsóknarverðir, ferst heimurinn ekki, þótt þú komir ekki höndum yfir þá. Líkurnar eru þér ekki í hag núna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það getur verið freistandi að notfæra sér góðvild annarra, en það verður þú að standast. Nú er bara að sýna stað- festu og sigla málunum í örugga höfn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Viðskipti geta verið varasöm, þeg- ar ekkert tillit er tekið til aðstæðna. Tæki- færin sem bjóðast í tengslum við nám og ferðalög til ókunnra landa eru stórkostleg. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að huga að framtíðinni og tryggja stöðu þína sem best. Samræð- urnar snúast hugsanlega um börnin eða skipulagningu ferðalags. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér er nauðsynlegt að brydda upp á einhverju nýju til þess að gefa lífinu lit. Líttu á björtu hliðarnar og vertu jákvæður. Ítímaritinu Iðunni, nýjum flokki, 1.árg. er skemmtileg grein um Ká- in eftir Jón Helgason, sem er heimild mín í þessu Vísnahorni, – nema hann ritar „Cowan“ fyrir Káin. Venja var að skrifa K.N. Kristján Júlíus Jóns- son (járnsmiðs á Akureyri) hét hann og var alinn upp á Norðurlandi. Hann hefur verið vel stálpaður þeg- ar hann fór vestur um haf sé mark takandi á því sem hann segir um sjálfan sig: Svo flúði ég feðragrundu mér fannst þar alltof þurrt; að leita fjár og frama og fullur sigldi burt. Káin þótti prestur nokkur lítill fyrir mann að sjá: Einn var þar svo undurmjór og einskis virði; margur hissa horfði og spurði: „Hver er þessi drottins smurði?“ Og enn um presta: Fyrsti klerkur sem ég sá sálu mína blekkti, síðan hef ég andstyggð á öllu prestaslekti. Kristinn prestur og Káinn: Kristinn prestur hvar sem fer er Káin meiri; hann er bestur sjálfum sér og svo eru fleiri. Káinn prestur enginn er og engum meiri; hann er verstur sjálfum sér og svo eru fleiri. Víða er þunglyndiskeimur af kvið- lingum Káins þegar hann minnist á sjálfan sig eða lítur yfir ævi sína: Þyngir auður ekki dreng, þótt yfir hauður svífi, móti dauða eg glaður geng frá gæfusnauðu lífi. Mér hefur veröld verið köld og viljað lítið gagna, hef ég þó átt í hálfa öld hundaláni að fagna. Þetta erindi er um blesóttan klár, sem landi einn keypti af gyðingi nokkrum en reyndist óþjáll viður- eignar: Klárinn illa kristinn var, um kreddur skeytti ei lúterskar, eðli spillt í æðum bar eins og flestir gyðingar! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Samtíningur eftir Káin Í klípu „ÉG ÆTTI KANNSKI AÐ FÁ EINHVERN ANNAN TIL ÞESS AÐ SKRIFA UNDIR ÞETTA. ÉG GET VARLA SOFIÐ Á NÓTTUNNI EINS OG ER.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ GLEYMDIR AÐ GEFA HENNI ÞJÓRFÉ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fjárfesta í hvort öðru. ÉG HEF OF MIKL- AR ÁHYGGJUR EÐA EKKI NÆGAR VILTU PRÓFA SVOLÍTIÐ SEM MUN LÁTA VAXA HÁR Á BRINGUNA Á ÞÉR? ENDILEGA! HVAÐ ER ÞETTA? LÁNA- SKRIFSTOFA HÁROLÍA! HATTAGEYMSLA Nýlega lagði Félag eldri borgara íReykjavík, FEB, út net í þeirri von að veiða nýja félagsmenn, sendi út dreifibréf til hugsanlegra félaga í náinni framtíð og dásamaði félags- skapinn í bak og fyrir með þeirri orðsendingu að hann stæði vörð um hagsmuni viðtakanda. x x x Í bréfinu er sérstaklega vakin at-hygli á gráa hernum sem bar- áttuhópi eftirlaunahóps innan fé- lagsins. En ekki er allt sem sýnist hjá þeim gráu. x x x Af viðtali við Ingu Sæland, for-mann Flokks fólksins, í Reykja- vík síðdegis á Bylgjunni á dögunum má ráða að grái herinn sé bara skip- aður samfylkingarfólki fyrir sam- fylkingarfólk. Hún segist oft hafa reynt að hafa samband við forsvars- menn gráa hersins en þeir vilji ekk- ert við sig tala. „Þar segir ein kona að hún hafi alltaf verið samfylking- arkona og ætli að halda því áfram og vildi ekkert við mig tala,“ sagði Inga í viðtalinu. „Það er enginn vilji,“ sagði hún. „Mér finnst þetta grút- máttlaust. Mér finnst þetta sorglega máttlaust.“ x x x Samfylkingin þurrkaðist nær út ínýjustu kosningum og mælist ekki hátt í skoðanakönnunum en heldur víða í spotta og meðal annars í Reykjavík. Inga sendi borgaryfir- 0völdum líka tóninn, lagði áherslu á að hún vildi draga spillta stjórn- málamenn til ábyrgðar og minnti á að Flokkur fólkins ætlaði að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári. „Ég vil að Reykvíkingar hafi sjálfval um það hvort allir séu hér settir á hjól eða fái að njóta einkabílsins.“ x x x Í bréfinu segir að það margborgi sigað vera hluti af FEB og því um að gera að skrá sig. Athygli vekur að árið er styttra hjá FEB en öðrum, ekki 12 mánuðir eins og venjan er. „Félagsréttindin gilda til 15. mars 2018,“ segir í kynningarbréfinu. Nánast fram að næstu bæjarstjórn- arkosningum. vikverji@mbl.is Víkverji Hallelúja. Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. (Sálm. 106:1) Viðskipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.