Morgunblaðið - 07.07.2017, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017
Fyrir salernið
Karl K. Karlsson, Nýbýlavegi 4, 200 Kópavogi
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Sumartónleikaröðin í ár hefst með
tónleikum Hljómeykis þar sem flutt
verður verkið Ljósbrot eftir John
Speight. Verkið samdi hann 1991
sem þakklætisvott fyrir þann inn-
blástur sem hann fékk frá steindu
gluggunum sem Gerður Helgadóttir
hannaði fyrir kirkjuna. Með flutningi
verksins er ætlunin að minna á
myndlistina í Skálholtskirkju sem
þarfnast viðgerða og viðhalds. Það á
ekki bara við um gluggana heldur
líka altaristöflu Nínu Tryggvadótt-
ur,“ segir Guðrún Birgisdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sumartónleika í Skál-
holtskirkju, sem hefjast á morgun,
laugardag, og standa næstu fjórar
helgar eða til sunnudagsins 6. ágúst.
Á dagskrá Sumartónleika í Skál-
holti í sumar eru ekki aðeins tón-
leikar heldur einnig fyrirlestrar og
sem dæmi má nefna að sr. Karl Sig-
urbjörnsson flytur erindi í Skáholts-
skóla á morgun kl. 13 um glugga
Gerðar Helgadóttur í Skálholts-
dómkirkju. Fyrrnefnt verk Johns
Speight verður flutt á tónleikum
Hljómeykis undir stjórn Mörtu Hall-
dórsdóttur kl. 14, en á tónleikum kl.
16 flytur kórinn verk eftir m.a. Bett-
inelli, Messiaen, Pärt, Oliver Kent-
ish, Þóru Marteinsdóttur og Maríu
Huld Markan Sigfúsdóttur, sem er
staðartónskáld hátíðarinnar þetta
árið. Sönghópurinn flytur úrval úr
efnisskrá laugardagsins við guðs-
þjónustu á sunnudag kl. 11.
Erlendir gestir frá Svíþjóð,
Frakklandi og Ástralíu
„Á sumartónleikunum í ár koma
fjölmargir íslenskir listamenn fram
en einnig erlendir gestir frá m.a. Sví-
þjóð, Danmörku og Frakklandi. Síð-
ast en ekki síst er von á heims-
frægum ungmennakór frá Ástralíu,
Gondwana singers undir stjórn Lyn
Williams,“ segir Guðrún, en kórinn
kemur fram á tónleikum fimmtudag-
inn 13. júlí kl. 20.
„Laugardaginn 15. júlí kl. 14 og kl.
16 og sunnudaginn 16. júlí kl. 14
„Nýsköpunin fyrirferðarmikil“
heldur tónlistarhópurinn Nordic Af-
fect portretttónleika tileinkaða Mar-
íu Huld, en hún hefur unnið með
hópnum til margra ára. Meðal þess
sem er á efnisskránni er frumflutn-
ingur á rafverkinu Kairos eftir Höllu
Steinunni Stefánsdóttur ásamt um-
ritun á lagi eftir Aminnu sem María
Huld er liðsmaður í. Laugardaginn
15. júlí kl. 16 flytur Nordic Affect
barokkefnisskrá sem spannar verk
eftir Uccellini, Purcell, Marini, Ro-
senmuller, Buxtehude, Cazzati og
hinn margfræga óþekktan,“ segir
Guðrún og bendir á að Sum-
artónleikarnir, sem fagna 42 ára
starfsafmæli í ár, hafi löngum hlúð að
barokkhópum sem hafi það að mark-
miði að leika á upprunahljóðfæri.
Víddir náttúrunnar miklar
„Sumartónleikarnir þróuðust
snemma í þá átt að verða starfsvett-
vangur fyrir barokktónlist leikna á
upprunaleg hljóðfæri. Samhliða því
hefur nýsköpunin ávallt verið fyrir-
ferðarmikil og flutningur á nútíma-
tónlist. Efnisskráin spannar því allt
frá gamalli tónlist leikinni á upp-
runaleg hljóðfæri til tölvutónlistar.
Það er ekki slæmt að hafa mikla vídd
í verkefnavalinu. Skálholt er stór-
brotinn staður, í sögulegu ljósi og svo
eru víddir náttúrunnar miklar,“ segir
Guðrún.
„Þriðju helgi Sumartónleikanna
fer Skálholtshátíð fram, en þá verða
m.a. haldnir hátíðartónleikar laugar-
daginn 22. júlí kl. 16 undir stjórn
Benedikts Kristjánssonar og Jóns
Bjarnasonar. Fjórðu helgina kemur
Hallveig Rúnarsdóttir með flottan
samnorrænan pakka undir yfirskrif-
inni Purcell í norrænu ljósi sem ætl-
unin er að flytja á hinum Norður-
löndunum í kjölfarið,“ segir Guðrún,
en laugardaginn 29. júlí kl. 14 flytja
barokksveitin Camerata Öresund,
kammerkórinn Cantoque með Hall-
veigu Rúnarsdóttur óðinn Welcome
to all pleasures, atriði úr Dido og
Aeneas og Álfadrottningunni eftir
Purcell. Sömu helgi fltyja Camerata
Öresund og kammerkórinn Canto-
que einnig verk eftir Vivaldi.
Konsert fyrir fjóra sembala
Helguhelgi er yfirskrift fimmtu og
síðustu helgardagskrár Sumartón-
leikanna en hún er helguð Helgu
Ingólfsdóttur, semballeikara og
stofnanda Sumartónleikanna.
„Helga hefði orðið 75 ára í ár ef hún
hefði ekki látist langt fyrir aldur
fram árið 2009. Dagskrá versl-
unarmannahelgarinnar er tileinkuð
minningu hennar og því viðeigandi
að sembalinn sé í forgrunni. Við fáum
franskan semballeikara, Brice Sailly,
sem er gamall vinur Skálholts-
tónleikanna og kemur og lætur
gamminn geysa með íslenskum
semballeikurum,“ segir Guðrún og
bendir sem dæmi á að fimmtudaginn
3. ágúst flytji fjórir semballeikarar
einleiksverk til heiðurs Helgu og
laugardaginn 5. ágúst flytji Barokk-
bandið Brák, sem Elfa Rún Krist-
insdóttir leiðir, konserta fyrir þrjá og
fjóra sembala. Laugardaginn 5.
ágúst flytur Kolbeinn Bjarnason er-
indi í Skálholtsskóla um fyrstu semb-
altónleika Íslandssögunnar og dag-
inn eftir flytur hann erindi um
barokktónlist á Íslandi á fyrri hluta
20. aldar.
Að vanda er aðgangur ókeypis á
dagskrá Sumartónleikanna, en tekið
er við frjálsum framlögum við inn-
ganginn. Allar nánari upplýsingar
um dagskrá sumarsins eru á vefnum
sumartonleikar.is.
Sumartónleikar í Skálholti hefjast á morgun og standa í fimm vikur María Huld Markan
Sigfúsdóttir er staðartónskáld hátíðarinnar í ár Von er á heimsfrægum áströlskum ungmennakór
Semballeikari Brice Sailly.Stofnandi Helga Ingólfsdóttir.
Morgunblaðið/Ófeigur
Vídd „Spannar allt frá gamalli tónlist leikinni á upprunaleg hljóðfæri til tölvutónlistar,“ segir Guðrún Birgisdóttir.
Í Gallery Gamma í Garðastræti 37
hefur verið opnuð sýningin Einfalt |
Simple með myndverkum eftir Ein-
ar Örn Benediktsson.
Einar Örn hefur fengist við list-
sköpun frá unga aldri og söng með
hljómsveitunum Purrki Pillnikk,
Kukl, Sykurmolunum og síðast Gho-
stigital. En Einar hefur líka unnið að
myndlist og á undanförnum árum
hefur hann haldið nokkrar sýningar
á verkum sínum, heima og erlendis.
Myndlistarverk Einars eiga rætur
í teikningu þótt hann vinni nú í ýmsa
miðla. Hann eltir línuna um mynd-
flötinn og hún hlykkjast fram og aft-
ur, stundum hörð og hornótt en oft-
ast fljótandi og mjúk. Stundum
verða til myndir en formin geta allt
eins verið abstrakt og byggjast
gjarnan upp í lögum. Á sýningunni
má sjá hvernig Einar hefur útvíkkað
þessa aðferð sína og sprengt teikn-
inguna út í þrívídd með því að nota
vírteina sem hann beygir svo úr
verða útlínuteikningar af fígúrum
sem síðan varpa skuggum á veggina
í sýningarrýminu. Þá má líka sjá á
sýningunni skúlptúra sem hann hef-
ur unnið í leir. Sýningarstjórar eru
Ari Alexander Ergis Magnússon og
Jón Proppé.
Morgunblaðið/Einar Falur
Myndlistarmaðurinn Einar Örn sprengir nú teikninguna út í þrívídd.
Einar Örn sýnir
í Gallery Gamma