Morgunblaðið - 07.07.2017, Blaðsíða 27
til þingmennsku hans lauk 1999: „Þá
var nú nóg komið, eftir 40 ár í opin-
berum störfum.“
En Ólafur hefur ekki setið auðum
höndum síðan, starfaði að málefnum
kirkjunnar, sat í bankaráði Seðla-
bankans og formaður þess í 5 ár, og
formaður orðunefndar 2003-2010.
Ólafur hefur lengi verið Rotary-
maður og umdæmisstjóri samtak-
anna 1969-70. Hann var líka mjög
virkur í alþjóðasamstarfi þing-
manna, einkum á vettvangi Norður-
landaráðs og enn fremur í þing-
mannasamtökum NATÓ.
Ólafur hefur notið virðingar fyrir
störf sín, ekki síst í alþjóðlegu sam-
starfi og sem þingforseti og fengið
ýmsar orður, þ.á m. norska, þýska,
danska og finnska, en þykir vænst
um stórriddarakross Fálkaorð-
unnar.
„Árin eru orðin mörg, en ég get
varla kvartað, heilsan alveg sæmileg
og geðið gott. Ég hef verið bóka-
maður, og alltaf haft gaman af kveð-
skap og vísum, stjórnaði m.a. hag-
yrðingamótum. En mesta ánægjan
var að veiða. Það hef ég gert lengst í
Sandá í Þistilfirði. En nú er því lokið
þó að minningar um sporðaköstin
lifi.“
Fjölskylda
Kona Ólafs var Ragna Bjarna-
dóttir, f. 21.11. 1931, d. 20.1. 2015.
Þau giftu sig á aðfangadag 1955 í
Akureyrarkirkju. Ragna var hús-
móðir en vann áður á Raforku-
málaskrifstofunni, síðar á skattstofu
Reykjaness og bókasafni Garða-
bæjar. Foreldrar hennar voru
Bjarni Bjarnason, sjómaður og
söðlasmiður á Patreksfirði, og k.h.,
Guðfinna Guðnadóttir.
Dóttir Ólafs og Rögnu er Ásta
Ragnhildur, f. 17.1. 1968, lengi
starfsmaður hjá Flugleiðum hf. í
Reykjavík. Eiginmaður hennar er
Þröstur Sigurðsson, starfsmaður
Securitas, f. 7.3. 1966. Þau eiga þrjá
syni: Ólaf Þór, f. 25.9. 1989, Fannar
Stein, f. 2.4. 1996, og Viktor Inga, f.
13.12. 2000.
Systkini Ólafs eru Dórothea Júlía,
f. 1929, gift Gísla J. Eyland, fyrrv.
stöðvarstjóra Pósts og síma á Ak-
ureyri og eiga þau tvö börn, og
Kristján Bogi, f. 1.8. 1943, d. 24.1.
1996, bankastarfsmaður í Reykja-
vík, kvæntur Sólveigu Haralds-
dóttur.
Foreldrar Ólafs voru Einar Krist-
jánsson, f. 21.7. 1898, d. 27.10. 1960,
og k.h., Ólöf Ísaksdóttir, f. 21.9.
1900, d. 1.5. 1987, húsmóðir.
Úr frændgarði Ólafs G. Einarssonar
Ólafur G.
Einars-
son
Þuríður Bergsteinsdóttir
húsfr. á Árgilsvöllum
Ólafur Arn-
björnsson
b.á Árgilsvöllum
Ólöf Ólafsdóttir
húsfr. á Eyrarbakka
Ísak Jónsson
verslunarm. á
Eyrarbakka
Ólöf Ísaksdóttir
húsfr. á Siglufirði og Akureyri
Karen Ísaks-
dóttir,
dóttir Ísaks
Bonnesen,sýslum.
áVelli, hálfsystir
Ellerts Schram
form. í Eyjum,
langalangafa
Ellerts B.Schram,
fyrrv.alþm., ritstj.
DVog forseta ÍSÍ
Jón Þorsteinsson
b. á Vindási í Landsveit
Steinn Kristjánsson verslunarm. í Rvík
Kristján
Steinsson yfir-
læknir í Rvík
Nils Ísaksson verslunarm. á Eyrar-
bakka, í Ólafsvík og á Siglufirði
Elísabet Þor-
geirsdóttir
húsfr. í Rvík
Kristín R. Sig-
urðardóttir
húsfr. í Rvík
Sylvía
Ísaksd.
húsfr.
Þorgeir Þorgeir-
son rithöfundur
Gizur Í. Bergsteinsson
hæstaréttardómari
Grímur Magnús-
son læknir í Rvík
Bergsteinn Gizurar-
son brunamálastj
Geir
Hall-
steinss
hand-
boltam.
Hallgrímur Helga-
son tónskáld
Sigurður Helgason
stjórnarform, Flugleiða
Ingi-
björg
Árnad.
húsfr.
Bergsteinn Ólafsson
oddviti á Árgilsvöllum
Bogi
Nilsson
fyrrv. rann-
sóknarlög-
reglustj.
Þorgeir Jónsson arkitekt
dr. Bragi Árna-
son prófessor í
efnafræði við HÍ
Gústaf
Nilsson
framleiðslu-
stj.Kísiliðj-
unnar
Arnþór Jónsson sellóleikari
Þóra Þorsteinsdóttir húsfr. í
Álfhólshjáleigu í Landeyjum
Sigurður Gizurarson
fyrrv. bæjarfógeti
Logi
Geirss.
hand-
boltam.
Þuríður Sig-
mundsdóttir
húsfr,. í Rvík
ÖrnHallsteins-
son prentari og
handboltam.
Þorsteinn Ólafsson b. á
Sámsstöðum í Fljótshlíð
ÓlafurNils-
son fyrrv.
skattrann-
sóknarstj.
Guðrún
Kristjáns-
dóttir
verkak. á
Siglufirði
og Seyðis-
firði
Sigurður Kristjánsson sjóm.á Siglufirði
Óli Magnús Ísaksson forstj.
og síðar starfsm. Heklu
Ingibjörg Ísaksdótt-
ir húsfr. á Melstað
Þorgeir Elís Þorgeirs-
son lífefnafr. hjá Ís-
lenskri erfðagreiningu
Ólafur Jóhanns-
son læknir í Rvík
Ragnar Ólafs-
son arkitekt
Sylvía Hall-
steinsd. fyrrv.
handboltak.
Ólöf Sigurjónsdótt-
ir kennari í Rvík
Sigurður Briem
deildarstj. í
menntam.ráðun.
Sesselja Ólafsdóttir
ljósmóðir í Rvík
Guðríður Ólafsdóttir
húsfr. í Efra-Hrúður-
nesi í Garðahreppi
AnnaNils-
dóttir húsfr.
í Garðabæ
Guðrún Steinsdóttir
húsfr. í Háakoti, síðar á Siglufirði
Einar
Halldórsson
b. í Háakoti í
Stíflu, síðar á
Siglufirði
Rósa Einarsdóttir
ljósmóðir á Siglufirði
Kristján Kristjánsson
sjóm. og verkam. á Siglufirði
Einar Kristjánsson
lyfjasveinn áSiglufirði og síðar forstjóri Sana hf. áAkureyri
Anna
Mikaelsdóttir
húsfr., frá Háa-
gerði í Skagafirði
Kristján Björnsson
b. á Dalabæ í Úlfsdölum
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017
Jakobína Sigurðardóttir fæddistí Hælavík á Hornströndum 8.7.1918. Foreldrar hennar voru
Sigurður Sigurðsson, bóndi í Hæla-
vík, og Halldóra Guðnadóttir hús-
freyja.
Jakobína átti alls 12 systkini en
meðal þeirra var Fríða Á. Sigurðar-
dóttir rithöfundur.
Jakobína flutti að Garði í Mývatns-
sveit 1949 og bjó þar til æviloka,
ásamt manni sínum, Þorgrími Starra
Björgvinssyni, og börnum þeirra,
þeim Stefaníu, Sigrúnu Huld, Sigríði
Kristínu og Kára. Hún stundaði nám
við Ingimarsskólann í Reykjavík og
nám utanskóla við KHÍ, en þess utan
var hún sjálfmenntuð.
Jakobína sendi m.a. frá sér endur-
minningabók, skáldsögur, smásögur
og ljóð en verk hennar komu út á ár-
unum 1959-2004. Formtilraunir og
næm stílvitund einkenna verk henn-
ar. Hún réri ávallt á ný mið með
hverju verki og fiskaði ríkulega. Hún
var formbyltingarhöfundur.
Fyrsta verk Jakobínu, ævintýrið
Sagan af Snæbjörtu Eldsdóttur og
Ketilríði Kotungsdóttur kom út 1959
og vakti strax athygli. Í kjölfarið
fylgdi kvæðasafn og síðar smásagna-
safnið Púnktur á skökkum stað, 1964.
Fyrsta skáldsaga Jakobínu, Dægur-
vísa, 1965, sló í gegn og var framlag
Íslands til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs árið 1966. Auk þess
var Lifandi vatnið og Snaran framlag
Íslendinga til þeirra verðlauna
nokkru seinna.
Dægurvísa er hópsaga, ein fárra
slíkra í íslenskum bókmenntum. Frá-
sagnarhátturinn í Snörunni, 1968, er
ágengur; annarrar persónu frásögn
sem er bein ræða sögumanns frá
upphafi til enda. Sterk þjóðfélags-
ádeila endurspeglast í verkinu Lif-
andi vatnið, 1974. Bókin Í barndómi
er einstök í sinni í röð; átakanleg og
lýrísk lýsing á uppvexti Jakobínu á
Hornströndum, undravert að hún
skyldi ná að ljúka verkinu fyrir dauða
sinn.
Jakobína lést 29.1. 1994.
Merkir Íslendingar
Jakobína Sigurðardóttir
90 ára
Guðný Sigurðardóttir
85 ára
Björg Bjarnadóttir
Guðmundur Maríasson
Margrét E. Guðmundsdóttir
Ólöf Anna Sigurðardóttir
Ragnheiður Guðmunds-
dóttir
80 ára
Hafsteinn Einarsson
Kristján Ólafsson
Ragnar Vilhelm Kristinsson
75 ára
Ásdís Kristinsdóttir
Björn Svavarsson
Edda Dagbjartsdóttir
Elísabet Ballington
Guðrún Stefánsdóttir
Gylfi Þór Sigurjónsson
Leif Halldórsson
Sólveig Þ. Daníelsdóttir
Steinunn Jónsdóttir
70 ára
Frímann Ingi Helgason
Guðni Geir Jóhannesson
Ketill Helgason
Kristín Sigurðardóttir
Sólveig Pálsdóttir
60 ára
Björn Viðar
Guðrún Stefánsdóttir
Ingólfur Sigfússon
Margrét Jóhannsdóttir
María Jónatansdóttir
Marteinn Sigurðsson
Málfríður Harðardóttir
Óskar Guðvin Björnsson
Sif Svavarsdóttir
Sigríður Á. Hilmarsdóttir
Sigurður H. Jóhannesson
50 ára
Aleksandra Anna Suliga
Hulda Ólafsdóttir
Jóhannes Elíasson
Kristófer Ásgeirsson
Sigrún María Eyjólfsd Eydal
Sigurður Eggert Axelsson
40 ára
Aðalbjörn Tryggvason
Dagný Sigurlaug Ragn-
arsdóttir
Erla Ísafold Sigurðardóttir
Eva Hlín Dereksdóttir
Gísli Jónsson
Guðleifur Magnússon
Guðrún R. Lárusdóttir
Gunnar Már Pétursson
Inga Rós Unnarsdóttir
Ioan Stan
Kemika Arunpirom
Kristján Árni Jakobsson
Linda Camilla Martinsdóttir
Linda Kristín Pálsdóttir
Meredith Inot Perez
Ómar R. Valdimarsson
Valgeir Helgason
Þórir Sveinsson
30 ára
Andri Rúnar Gunnarsson
Auður Anna Kristjánsdóttir
Ásdís Hanna Bergvinsdóttir
Björg Árdís Kristjánsdóttir
Davíð G. Arnarson
Edvardas Baturinas
Erlingur D. Ingimundarson
Erna Þorsteinsdóttir
Gunnar H. Gunnsteinsson
Harpa Íshólm Ólafsdóttir
Jón Símon Gíslason
Karina Amirova
Krystian Ryszard Matuzak
Mekkin Einarsdóttir
Óskar Örn Gíslason
Sveinn Magnússon
Til hamingju með daginn
30 ára Tinna lauk BA-
prófi í tómstunda- og fé-
lagsmálafræði og er að
taka við stöðu forstöðu-
manns Félagsmiðstöðvar
eldri borgara í Kópavogi.
Maki:Gunnar Örn Jó-
hannsson, f. 1982.
Sonur: Benedikt Helgi, f.
2014. Stjúpbörn: Kristján
Bjarki, f. 2008, og Júlía
Kristey, f. 2007.
Foreldrar: Finnbogi
Helgason, f. 1952, og El-
ísabeth Snorrad., f. 1954.
Tinna Rós
Finnbogadóttir
30 ára Reynir ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
sveinsprófi í veggfóðrun
og dúklagningu og starfar
sjálfstætt við þá iðngrein.
Maki: Katrín Eir Ingimars-
dóttir, f. 1988, starfs-
maður við leikskóla.
Sonur: Kristófer Örn, f.
2015.
Foreldrar: Örn Einarsson,
f. 1959, dúklagningar-
maður, og Nína Stefáns-
dóttir, f. 1962, húsfreyja.
Reynir
Arnarson
30 ára Rebekka ólst upp
á Þórshöfn á Langanesi,
er nú búsett í New York,
og var að ljúka MFA-prófi í
ritlist frá New School um
þessar mundir.
Maki: Úlfur Hansson, f.
1988, tónlistarmaður.
Dóttir: Þyrí Úlfsdóttir, f.
2013.
Foreldrar: Kristín Alda
Kjartansdóttir, f. 1954, og
Rafn Jónsson, f. 1957,
rekstrarstjóri hjá Ísfélagin
á Þórshöfn.
Rebekka
Rafnsdóttir
LLSBAKARÍ
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is
MOSFE
Brauð dagsins alla föstudaga
Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.