Morgunblaðið - 07.07.2017, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017
með þrjú börn og eigið fyrirtæki.
Öllu hélt Sísi gangandi með alúð,
dugnaði og reisn.
Ég á elsku Sísí margt að
þakka. Ég vil þakka fyrir allt sem
hún gaf mér og vinkonunum,
hlýju hennar og kjark. Mér þótti
svo leitt að ná ekki að kveðja uppi
á líknardeild, en minningin lifir
og mun ávallt skipa stóran sess í
mínu hjarta.
Takk elsku frænka. Guð geymi
þig og blessi þína.
Ingunn Björk
Vilhjálmsdóttir.
Hún stóð yfir opinni gröf eig-
inmanns síns fárveik af krabba-
meini sem hún greindist með fyr-
ir tæpu ári og sagði: „Elsku
Mansi minn, ég kem bráðum til
þín, elskan mín,“ um leið og hún
sendi fingurkoss í átt að kistunni.
Sísí móðursystir mín hafði á réttu
að standa þennan sólríka dag fyr-
ir mánuði.
Sísí var heimasætan á Vatns-
leysu þegar ég var stelpukrakki í
sveit hjá afa og ömmu, Þorsteini
og Ágústu. Hún var 12 árum eldri
en ég. Ég leit óskaplega upp til
hennar. Hún hét Sigríður eins og
ég og var alltaf kölluð Sísí en ég
bara Sigríður. Það var eitthvað
svo magnað að heita Sísí enda var
heil blaðsíða um hana í lestrark-
verinu Gagni og gamni: „Sísí seg-
ir sss, ss segir Sísí“ skemmtileg-
asta blaðsíðan í bókinni. Það var
allt flott við Sísí: Hvernig hún hló,
hvernig hún lék á orgelið í stof-
unni, hvernig hún sveif um allt
húsið og þreif hátt og lágt á ógnar
hraða, hvað hún var kát, hvað hún
var góð, hvað hún talaði blíðlega,
hvað hún var grönn og falleg og
hvað öll föt klæddu hana vel, sér-
staklega kjóllinn frá Noregi sem
afi og amma keyptu á hana í
bændaferð.
Það kom að því að heimsætan
fór til borgarinnar og þar kynnt-
ist hún Grétari. Sísí kom með
hann að veitingaskálanum við
Gullfoss þar sem ég var við sum-
arstörf og kynnti hann fyrir mér
og augun í henni ljómuðu. Ég var
12 eða 13 ára og var hálf afbrýði-
söm út í þennan mann sem hafði
fangað hug og hjarta frænku
minnar. „Ætlarðu ekki að láta
hann borga fyrir súpuna?“ sagði
ég þegar hún bað um reikninginn.
Ég skammast mín enn fyrir fram-
hleypnina. Þau giftust og eignuð-
ust saman þrjú yndisleg og vel
gerð börn: Ágústu Örnu, Kristján
og Ingu Hrönn. Grétar átti fyrir
dótturina Bergþóru.
Grétar og Sísí skildu. Handan
við hornið beið Halldór Valtýr –
alltaf kallaður Mansi – með út-
rétta hönd. Hún smeygði hönd
sinni í hans og saman gengu þau í
gegnum lífið samhent og sam-
stiga í yfir 30 ár. Mansi átti þrjú
börn frá fyrra hjónabandi: Einar
Halldór, Hörð og Valgerði.
Systkinin úr austurbænum á
Vatnsleysu hafa alltaf verið mjög
náin. Oft á tíðum söfnuðust þau
og fjölskyldur þeirra saman á
heimili Sísíar við ýmis tækifæri.
Að gera sér dagamun voru ein-
kunnarorð afa á Vatnsleysu og
systkinin höfðu þau að leiðarljósi,
blönduðu kokteil að hætti hans og
skáluðu og sungu.
Minningar úr myndaalbúmi:
Sísí og Mansi horfa kærleiksrík
hvort á annað í fjölskylduferð,
Sísí og Mansi í sumarbústaðnum
á Þingvöllum að spjalla við kríur,
fjölskyldan í leikjum í Frænd-
garði um verslunarmannahelgi,
Sísí að dansa við barnabörnin í
hinu árlega jólakaffi, systkinin á
þorrablóti hjá Mansa og Sísí,
mamma (Steingerður) og Sísí fal-
legar saman, Sísí að setja á mig
varalit í brúðkaupinu mínu.
Sísí kvaddi þennan heim um-
vafin kærleiksríkri fjölskyldu
sinni. Fjölskyldan var hennar
stolt og yndi og þegar hún sagði
sögur af barnabörnunum eða frá
hnyttnum tilsvörum þeirra ljóm-
aði hún og hló sínum ljúfa hlátri.
Enn og aftur réttir Mansi út
höndina til Sísíar – nú á grænum
grundum.
Guð gefi fjölskyldum Sísíar og
Mansa styrk í sorginni.
Sigríður Guðnadóttir.
Fleiri minningargreinar
um Sigríður Þorsteins-
dóttir bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
lega drengi sem gáfu þér þrjú
afabörn hvor, sem dýrkuðu afa
sinn.
Það verður tekið fagnandi á
móti þér hinum megin af foreldr-
um og systkinum.
Hvíldu í friði,
Vigdís (Dísa).
Frændi minn, Davíð W. Jack,
er fallinn frá, blessuð sé minning
hans. Þegar ég hugsa til hans og
þeirra stunda sem ég átti með
honum í gegnum lífið kemur upp
í huga mér rólyndur en þó gam-
ansamur maður sem hafði gam-
an af fótbolta og að spjalla um
málefni líðandi stundar. Hann
kom mér alltaf fyrir sjónir sem
ábyrgur, áreiðanlegur eiginmað-
ur og faðir sem bar hag fjöl-
skyldunnar alltaf fyrir brjósti.
Mér er mjög minnisstætt þeg-
ar Davíð og kona hans, Bergdís,
ákváðu að leggjast í langt ferða-
lag með foreldrum mínum til að
heimsækja mig til Mexíkó þar
sem ég bjó á þeim tíma, sumarið
1995. Þar fékk ég að kynnast
Davíð nánar og þær minningar
sem ég eignaðist þá eru mér dýr-
mætar. Eitt af því sem stendur
sérstaklega upp úr er það hvað
Davíð var naskur við að raða far-
angri í bílinn þegar við vorum í
Puerto Escondido og vorum að
reyna að flytja hluta úr búslóð
minni til nýs íverustaðar. Þá lá á
að ná sem flestum búsáhöldum
með og var það með ólíkindum
hversu miklu Davíð náði að raða.
Þegar ég furðaði mig á þessu
sagðist hann geta þetta vegna
mikillar reynslu af óteljandi
ferðalögum sem hann hafði farið
í með fjölskyldunni í gegnum tíð-
ina. Annar atburður sem situr
sterkt í minningunni frá Mexíkó
er þegar við fjölskyldan sátum
við borð undir stráþaki með
strandarsandinn einan undir fót-
um og borðuðum í náttmyrkrinu
nýveiddan pönnusteiktan fisk.
Ég sá greinilega að Davíð naut
sín og var ánægður með upplif-
unina.
Eitt af því sem kemur upp í
hugann þegar ég hugsa til Dav-
íðs er þegar hann fór að venja
komur sínar á heilsunámskeið
sem ég hélt í Loftsalnum í Hafn-
arfirði. Hann sýndi efninu mik-
inn áhuga og tók til við að breyta
mataræði sínu til hins betra. Ég
naut þess að geta leiðbeint
frænda mínum og gefa honum
góð ráð og hann hafði svo greini-
legan áhuga. Hann hafði nefni-
lega alltaf sýnt heilsusamlegu líf-
erni mikinn áhuga og hafði alltaf
verið heilsuhraustur. En þó að
heilsusamlegt líferni minnki lík-
ur á að sjúkdómar kveðji dyra
þýðir það ekki að aðrir orsaka-
valdar séu ekki til staðar en svo
fór að illvígur sjúkdómur réðst á
Davíð sem hann barðist við af
miklu æðruleysi en þurfti að
bera lægri hlut fyrir að lokum.
Andlát hans var ótímabært því
það var augljóst að hann naut
þess að lifa og sérstaklega þegar
hann var í kringum barnabörnin.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast og umgangast
Davíð frænda sem ég hef þekkt
frá fyrstu tíð. Ég sendi ykkur,
elsku Bergdís, Róbert, Sigmar
og fjölskylda, mínar innilegustu
samúðarkveðjur og bið að góður
Guð gefi ykkur handleiðslu og
styrk í gegnum sorgina.
Vigdís Linda Jack.
Fleiri minningargreinar
um Davíð Wallace Jack bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Björgvin J. Jó-hannsson
húsasmíðameistari
fæddist í Reykja-
vík 2. janúar 1949.
Hann lést á Land-
spítalanum 26.
júní 2017.
Foreldrar hans
voru Jóhann Haf-
liði Jónsson húsa-
smíðameistari, d.
1998, og Ingibjörg
Eggertsdóttir, d. 2011. Þau
bjuggu í Reykjavík. Systkini
Björgvins eru Eggert Þór,
Hörður, Herdís og Ingvar Jón.
Björgvin ólst upp hjá
foreldrum sínum í Reykjavík.
Eiginkona Björgvins er Sigríð-
ur Þórsdóttir, f. 25. janúar
1955. Þau giftust 31. desem-
ber 2004.
Björgvin á fjögur börn frá
1999, og Viðar Snær, f. 2008.
Björgvin Þór Björgvinsson
verslunarstjóri, f. 1983. Sam-
býliskona hans er Hrafnhildur
B. Þórsdóttir. Börn hans eru
Mía Lind, f. 2008, og Nói, f.
2010.
Börn eiginkonu hans, Sig-
ríðar, eru: Ingvar Þór Geirs-
son, f. 1972. Eiginkona hans
er Sara Watkins Geirsson.
Börn þeirra eru: Jagger, f.
2010, og Bowie, f. 2014.
Eyvar Örn Geirsson, f.
1977. Sambýliskona hans er
Eyrún Stefánsdóttir. Börn
hans eru: Perla Kamilla, f.
1998, Guðni Geir, f. 1999, og
Ísar Steinn, f. 2001. Dóttir Ey-
rúnar er Bergdís Klara Mars-
hall, f. 1998.
Björgvin vann við húsasmíð-
ar alla sína tíð en á seinni ár-
um frá árinu 1998 vann hann
hjá Fasteignamati ríkisins
(Þjóðskrá Íslands) sem mats-
fulltrúi.
Útför Björgvins fer fram
frá Fossvogskirkju í dag, 7.
júlí 2017, og hefst athöfnin kl.
11.
fyrra hjónabandi
með Ragnhildi U.
Ólafsdóttur. Þau
eru: Þorsteinn
húsasmíðameist-
ari, f. 1968. Eigin-
kona hans er
María Gylfadóttir.
Börn þeirra eru
Jenný Huld, f.
1990, Andri Freyr,
f. 1992, og Bjarki
Þór, f. 1997. Jó-
hann Freyr sölustjóri, f. 1973.
Sambýlismaður hans er Fjalar
Ólafsson. Erla, aðstoðarmaður
landlæknis, f. 1977. Sambýlis-
maður hennar er Hilmar Við-
arsson. Börn hennar eru
Gunnar Dan Þórðarson, f.
2000, og Apríl Unnur Þórðar-
dóttir, f. 2008. Börn Hilmars
eru: Hildur Sif, f. 1990, Daníel
Kristinn, f. 1994, Sóley Ósk, f.
Elsku besti pabbi minn er dá-
inn. Lífið verður aldrei eins án
hans.
Pabbi minn var besti pabbi
sem hægt er að hugsa sér.
Pabbi var líka besti vinur minn
og sálufélagi. Pabbi var alltaf
tilbúinn að taka utan um mig og
passa mig. Ef mér leið illa var
pabbi mættur og ef mér leið vel
þá tók pabbi þátt í gleðinni með
mér.
Pabbi minn vissi alltaf best
hvernig leysa átti úr öllum mál-
um. Þolinmæði hans var enda-
laus.
Pabbi minn kunni allt, var
sterkastur, flottastur, skemmti-
legastur og umhyggjusamastur.
Pabbi minn var minn klettur.
Enginn getur fyllt í hans
skarð.
Ég mun sakna pabba alla tíð.
Núna á ég engan pabba til að
hringja í, heimsækja eða knúsa.
Aðeins minningin um pabba
er ein eftir og mun hún vera
minn styrkur til að takast á við
lífið sem er framundan.
Elsku besti pabbi minn, hvíl í
friði og hjartans þakkir fyrir allt
sem þú gafst mér. Elska þig og
sakna.
Svefninn langi laðar til sín
lokakafla æviskeiðs
hinsta andardráttinn
andinn yfirgefur húsið
hefur sig til himna
við hliðið bíður drottinn.
Það er sumt sem maður saknar
vöku megin við
leggst út af á mér slökknar
svíf um önnur svið
í svefnrofunum finn ég
sofa lengur vil
því ég veit að ef ég vakna upp
finn ég aftur til.
(Höf. Björn Jörundur og
Daníel Ágúst.)
Þín einkadóttir,
Erla.
Það sem gerði afa minn alveg
einstakan var það að hann kom
fram við mig eins og son sinn.
Hann kenndi mér svo margt í
lífinu og fylgdist mjög vel með
mér.
Hann mætti á marga íþrótta-
viðburði hjá mér og studdi mig í
flestöllu sem ég tók mér fyrir
hendur. Hann fékk mig til þess
að hlæja og bauð mér yfir til að
hitta sig í mat á nánast hverjum
degi.
Það mun verða mjög erfitt að
kveðja hann þar sem ég sakna
hans mjög mikið.
Hvíldu í friði, elsku afi minn,
og takk fyrir allt. Elska þig.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn.)
Saknaðarkveðjur,
Gunnar Dan.
Í dag kveðjum við hinstu
kveðju kæran vin okkar, Björg-
vin Jóhann Jóhannsson. Með
honum er genginn góður vinur
og samferðamaður, sem laut í
lægra haldi í baráttunni við
krabbamein. Björgvin kynnt-
umst við fyrir rúmum 45 árum,
þegar leiðir okkar lágu saman
þá ungir að árum að hefja okkar
fyrstu skref sem fjölskyldu-
menn. Okkur varð vel til vina
frá fyrstu kynnum. Með eigin-
konum okkar fórum við í marg-
ar ferðir bæði innanlands og ut-
an. Það var bæði þroskandi og
skemmtilegt að ganga í gegnum
lífið með Björgvin enda var
hann einstaklega þægilegur,
hlýr og vinalegur maður.
Þau hjón Björgvin og Sísí
reistu sér fallegan sumarbústað
í Úthlíð og var það sælureitur
fjölskyldunnar þar sem vinir og
vandamenn áttu góðar og
skemmtilegar samverustundir.
Á síðasta ári vorum við vinirnir
og frímúrarabræður ég, Björg-
vin og Óli ásamt eiginkonum
okkar í sumarbústaðnum í Út-
hlíð þar sem við ræddum m.a.
um lífið, tilveruna, framtíðina,
starfslok og eftirlaunaárin og
gerðum okkur ekki grein fyrir
því þá hvað lífið væri í raun
stutt.
Í október sl. greindist Björg-
vin með krabbamein, í nóvem-
ber fórum við til Edinborgar í
Skotlandi en þangað hafði
Björgvin og Sísí langað að
koma. Þar áttum við ánægjulega
daga saman og nutum þess að
vera til.
Síðustu mánuðir hafa verið
Björgvin og fjölskyldunni erfið-
ur tími sökum veikinda hans og
hefur hann eflaust verið orðinn
þreyttur en við vonuðum alltaf
að honum yrði gefinn lengri
tími.
Við kveðjum kæran vin með
söknuði og þökkum samveruna
og biðjum góðan Guð að taka
hann í sína arma, en yljum okk-
ur við allar góðu minningarnar.
Við vottum Sísí, börnunum og
fjölskyldunni allri innilega sam-
úð á sorgarstundu og vonum að
minningin um góðan mann verði
þeim huggun í harmi. Við óskum
vini okkar blessunar á þeim leið-
um, sem hann hefur nú lagt út á.
Guð blessi minningu Björgvins.
Gunnar og Jóhanna,
Ólafur og Þórunn.
Það er frekar óraunverulegt
að vera að skrifa minningarorð
um hann Björgvin aðeins átta
mánuðum eftir að hann neyddist
til að fara heim úr vinnu með
einhverja hitavellu. Ég segi
neyddist til því það kom afskap-
lega sjaldan fyrir að hann væri
heima vegna veikinda. Það datt
engum í hug að þetta væri hans
síðasti vinnudagur. Fljótlega
kom þó annað í ljós og hin alvar-
legu veikindi voru staðfest. Þá
þurfti að fylla það skarð sem
myndaðist og Björgvin hafði
sinnt af sinni einstöku samvisku-
semi. Maður gat alveg verið viss
um að ef Björgvin tók að sér
verkefni þá þurfti enginn að
hugsa um það meir. Allt var
klárað hundrað prósent. Björg-
vin var góður félagi sem kom
sér alls staðar vel þótt ekki væri
hann alltaf bjartsýnastur allra
og ekki alltaf ánægður með sam-
félagið og stundum þótti okkur
nóg um, en þegar honum var
bent á hvort þetta væri nú alveg
svona svart hló hann dátt að
sjálfum sér. Nei, það voru marg-
ir ljósir punktar. Eitt af áhuga-
málum Björgvins var golfið og
stóð hann í allmörg ár fyrir golf-
móti hér milli nokkurra opin-
berra stofnana. Þar klikkaði
auðvitað ekkert og þátttakendur
fóru allir glaðir heim klyfjaðir
verðlaunum sem Björgvini tókst
alltaf á einhvern undraverðan
hátt að safna. Við vorum báðir
innan úr hverfi sem kallað er,
þ.e. Bústaðahverfinu auðvitað og
sátum oft saman og rifjuðum
upp menn og málefni, gamla
góða víkinga og hvar þetta fólk
væri allt statt í dag.
Við fráfall Björgvins er
höggvið skarð í þéttan hóp sam-
stafsmanna sem hafa unnið lengi
saman. Hans er sárt saknað
samhliða þakklæti fyrir að hafa
fengið að vera honum samferða
á lífsins leið.
Fjölskyldu Björgvins sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Guðjón Steinsson.
Björgvin Jóhann
Jóhannsson
Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA ÞORKELSDÓTTIR,
Álfhólsvegi 54,
Kópavogi,
lést á heimili sínu sunnudaginn 18. júní
2017. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir til Heimahlynningar LSH
svo og krabbameins- og kvennadeildar LSH.
Karl G. Karlsson
Elínborg Chris Argabrite
Hafdís Inga Karlsdóttir Þorvaldur Jónasson
Karl Dúi Karlsson Þórunn Sævarsdóttir
Margrét Karlsdóttir Sigurður Hannesson
ömmubörn og langömmubörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
SIGURJÓNS HANNESSONAR,
fv. skipherra,
Klapparhlíð 5, Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
krabbameinslækningadeildar, líknardeildar Landspítalans og
hjúkrunarþjónustu Karítas fyrir hlýhug og góða umönnun.
Blessuð sé minning hans.
Maggý Björg Jónsdóttir
Jóhann Sigurjónsson Ásta Hilmarsdóttir
Ólafur G. Sigurjónsson Lilja Guðbjartsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og vinarhug vegna andláts og
útfarar okkar ástkæru, yndislegu
STEFANÍU BERGMANN,
Hrafnistu, Reykjanesbæ,
áður Skólavegi 14, Keflavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu
Reykjanesbæ fyrir hlýhug og góða
umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Hulda Matthíasdóttir Magnús Björgvinsson
Stefán B. Matthíasson Ingunn Ingimundardóttir
Ingólfur H. Matthíasson Sóley Birgisdóttir
Magnús B. Matthíasson Mekkín Bjarnadóttir
Guðlaug B. Matthíasdóttir Birgir Þór Runólfsson
barnabörn, barnabarnabörn, langömmubörn og
langalangömmubörn